Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2025 13:21 Guðbjörg Sverrisdóttir er orðin drottningin í Val enda búin að spila 325 leiki fyrir félagið í efstu deild. Vísir/Bára Dröfn Guðbjörg Sverrisdóttir lék tímamótaleik í Bónusdeild kvenna á þriðjudagskvöldið þegar hún varð fyrsta konan til að spila fjögur hundruð leiki í efstu deild. Bónus Körfuboltakvöld fjallaði um þessi tímamót Guðbjargar en annar af sérfræðingum þáttarins var einmitt eldri systir hennar, Helena Sverrisdóttir. „Ég vissi þetta ekki fyrr en áðan. Sendi þá á hana: Þú varst ekkert að láta vita. Ég vissi þetta ekki heldur svaraði hún,“ sagði Helena um samskipti systranna tveggja. Það er erfitt að ná þessu „Þetta er frábært og ég man einmitt eftir tímabilinu í fyrra þegar maður var að velta fyrir sér: Ætlar hún að fara að hætta eða hvað ætlar hún að gera? Hún var svo nálægt fjögur hundruð og þú hættir ekki í 390 og eitthvað. Þetta var geggjað mark að ná og það er erfitt að ná þessu,“ sagði Helena. Guðbjörg lék fyrsta leikinn sinn 11. febrúar 2007 þegar hún var 14 ára og 4 mánaða en síðan eru liðin átján ár, tíu mánuðir og sjö dagar. Hún er að spila á sínu tuttugasta tímabili í efstu deild. Klippa: Guðbjörg Sverrisdóttir lék fjögur hundruðasta leikinn Fjórir liðsfélagar hennar í fjögur hundruðasta leiknum voru ekki fæddar þegar hún spilaði fyrsta leikinn eða þær Fatima Rós Joof, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost, Hanna Gróa Halldórsdóttir og Berta María Þorkelsdóttir. „Þegar maður lítur yfir flottan feril. Hún lenti í hásinarslitum sem eru mjög erfið meiðsli. Að hún sé að spila enn þá eftir það, þótt hún sé að glíma við sitt, er geggjað,“ sagði Helena. Orðin drottningin í Val „Hún er orðin drottningin í Val, er búin að vera þarna í mörg ár og er andlit kvennaliðs félagsins,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt því þegar maður hugsar um Val í dag þá hugsar maður um Guðbjörgu. Þegar ég var að spila þá var hún í Haukum og var Haukakona í gegn. Nú er Valshjartað búið að skína og hún er ofboðslega flottur einstaklingur og gaman að þessar ungu stelpur í Val geti horft upp til hennar,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. Það má horfa á umfjöllunina um tímamót Guðbjargar hér fyrir ofan. Bónus-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Bónus Körfuboltakvöld fjallaði um þessi tímamót Guðbjargar en annar af sérfræðingum þáttarins var einmitt eldri systir hennar, Helena Sverrisdóttir. „Ég vissi þetta ekki fyrr en áðan. Sendi þá á hana: Þú varst ekkert að láta vita. Ég vissi þetta ekki heldur svaraði hún,“ sagði Helena um samskipti systranna tveggja. Það er erfitt að ná þessu „Þetta er frábært og ég man einmitt eftir tímabilinu í fyrra þegar maður var að velta fyrir sér: Ætlar hún að fara að hætta eða hvað ætlar hún að gera? Hún var svo nálægt fjögur hundruð og þú hættir ekki í 390 og eitthvað. Þetta var geggjað mark að ná og það er erfitt að ná þessu,“ sagði Helena. Guðbjörg lék fyrsta leikinn sinn 11. febrúar 2007 þegar hún var 14 ára og 4 mánaða en síðan eru liðin átján ár, tíu mánuðir og sjö dagar. Hún er að spila á sínu tuttugasta tímabili í efstu deild. Klippa: Guðbjörg Sverrisdóttir lék fjögur hundruðasta leikinn Fjórir liðsfélagar hennar í fjögur hundruðasta leiknum voru ekki fæddar þegar hún spilaði fyrsta leikinn eða þær Fatima Rós Joof, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost, Hanna Gróa Halldórsdóttir og Berta María Þorkelsdóttir. „Þegar maður lítur yfir flottan feril. Hún lenti í hásinarslitum sem eru mjög erfið meiðsli. Að hún sé að spila enn þá eftir það, þótt hún sé að glíma við sitt, er geggjað,“ sagði Helena. Orðin drottningin í Val „Hún er orðin drottningin í Val, er búin að vera þarna í mörg ár og er andlit kvennaliðs félagsins,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt því þegar maður hugsar um Val í dag þá hugsar maður um Guðbjörgu. Þegar ég var að spila þá var hún í Haukum og var Haukakona í gegn. Nú er Valshjartað búið að skína og hún er ofboðslega flottur einstaklingur og gaman að þessar ungu stelpur í Val geti horft upp til hennar,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. Það má horfa á umfjöllunina um tímamót Guðbjargar hér fyrir ofan.
Bónus-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira