Matvælaframleiðsla

Fréttamynd

Von­brigði að allir gesta­kokkar há­tíðarinnar séu karl­kyns

Matarhátíðin Food & Fun hefst í 23. sinn í byrjun næsta mánaðar. Að vanda tekur fjöldi gestakokka þátt. Tvær konur í veitingageiranum á Íslandi segja það stinga verulega í stúf að allir séu þeir karlkyns. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir óheppni hafa valdið því að fáar konur taki þátt. 

Innlent
Fréttamynd

MAST kærir niður­fellingu Helga á rann­sókn

Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum fyrir að fella niður rannsókn máls á laxasleppingum fyrir vestan. Ríkissaksóknari fær nú málið á sitt borð og skoðar hvort ákvörðunin standi eða hvort lögreglu verði gert að hefja rannsókn að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Hækkaði launin sín og lét fyrir­tækið borga fyrir skilnaðinn

Alessandro Era, Ítali sem kom að stofnun gæludýrafóðursverksmiðju hér á landi, hefur verið dæmdur til að greiða félagi á fimmta tug milljóna. Hann hækkaði til að mynda eigin laun um hálfa milljón á mánuði án heimildar og lét félagið greiða lögmannskostnað vegna eigin hjónaskilnaðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta voru vinir mínir, skepnurnar”

Guðmunda Tyrfingsdóttir, bóndi á tíræðisaldri sem vann fullnaðarsigur gegn Matvælastofnun þegar skepnum hennar var slátrað, ætlar ekki að gefast upp í búskapnum því hún er búin að fá sér hænur. Matvælastofnun hefur sent henni afsökunarbeiðni og lagt inn á hana andvirði skepnanna, sem var slátrað í óleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­dráttur í kjöt­fram­leiðslu á­hyggju­efni

Fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna seg­ir sam­drátt­ í kjöt­fram­leiðslu veru­legt áhyggju­efni. Samdráttin megi rekja til hækkunar á fjármagnskostnaði og fóðri og erfiðri samkeppni íslenskra afurða við innflutt kjöt.

Innlent
Fréttamynd

Tvö al­var­leg frá­vik hjá Arctic Sea Farm

Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar.

Innlent
Fréttamynd

Segir lög­­reglu­­stjórann á Vest­fjörðum van­hæfan í málinu

Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört.

Innlent
Fréttamynd

Skor­dýr í kryddi og gler­brot í súpu

Krydd sem var flutt inn af Krónunni og selt í verslunum hennar hefur verið innkallað vegna þess að skordýr fannst í því. Þá hefur Sælkerabúðin ákveðið að innkalla súpu því að í henni fundust glerbrot.

Neytendur
Fréttamynd

Mál Guð­mundu þyngra en tárum taki

Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fæðuöryggi Ís­lands á stríðs­tímum

Formaður Bændasamtakanna hefur miklar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum, sem séu einhverjir níu dagar á meðan Finnar eiga til dæmis níu mánaða matar birgðir fyrir sitt fólk.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­hug­vekja um að­búnað svína

Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Kenna Sorpu um hærra matar­verð

Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. 

Innlent
Fréttamynd

Simmi Vill leiðir nýtt fé­lag

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, mun um áramótin taka við sem framkvæmdastjóri félagsins Eldum Gott ehf.. Félagið er í meirihlutaeigu Samkaupa til móts við Sigmar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­fram verði „stórt gat“ í rekstri fjöl­margra bænda

Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta.

Innlent