Jarðhræringar á Reykjanesi

Fréttamynd

Jarðskjálftar virðast ekki tengjast kvikuhreyfingum

Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar

Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hellar í Eldvörpum girtir af vegna lífshættulegrar gasmyndunar

Lögreglan á Suðurnesjum girti í dag af hella í Eldvörpum á Reykjanesskaga vegna lífshættulegrar gasmyndunar í þeim. Enn þá er hægt er að fara um svæðið við hellana en til að koma í veg fyrir að fólk fari ofan í þá þótti ráðlegast að girða þá af.

Innlent
Fréttamynd

Mælingar efldar við Þorbjörn

Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar.

Innlent
Fréttamynd

Minni skjálftavirkni við Þorbjörn og lítið landris

Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá, segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands

Innlent