Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þyrlukaupum frestað og TF-LÍF verður seld

Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar.

Innlent
Fréttamynd

Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir

Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni.

Innlent
Fréttamynd

WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni

Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum

Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hörmu­leg á­hrif á stjórn­kerfið

Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af þeim hörmulegu áhrifum sem ferðastoppið hefur - og mun hafa - á íslenska stjórnkerfið, ríkið jafnt og sveitarfélögin. Ferðastoppið þýðir einfaldlega að embættismenn komast ekki mánuðum saman á mikilvæga fundi og ráðstefnur í útlöndum.

Skoðun
Fréttamynd

Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna

Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám.

Erlent