Icelandair og flugfiskurinn verðmæti Svanur Guðmundsson skrifar 5. maí 2020 15:00 Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Icelandair Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun