Spyr hvort hagsmunir launþega séu að sitja heima frekar en að vera í vinnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2020 10:58 Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður SAF. Vísir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. Í frumvarpi fjármálaráðherra um greiðslu ríkisins á hluta launa á uppsagnafresti verður gengið út frá venjulegum skyldum launþega. Í Morgunblaðinu í dag segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, umhugsunarvert að fyrirtæki sem nýti sér þessa leið láti starfsfólk sitt vinna uppsagnafrestinn. Ríkisstjórnin kynnti á dögunum aðgerðarpakka til viðbótar við hlutabótaleiðina sem áður hafði verið kynnt. Aðgerðin sneri að því að fyrirtæki sem orðið höfðu fyrir að minnsta kosti 75% tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins gætu sótt um stuðning frá ríkinu um greiðslu stórs hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Tilgangurinn er að forða fyrirtækjum frá því að fara í gjaldþrot og geti verið í stakk búin að hefja rekstur á ný þegar birti til. Langsamlega stærsti hluti þeirra fyrirtækja sem nýta sér þessa leið eru í ferðaþjónustu. Stór spurningamerki Drífu Drífa Snædal hefur verið gagnrýnin á viðbrögð fyrirtækja við aðgerðum ríkisstjórnar. Hún hefur fullyrt að fyrirtæki misnoti hlutabótaleiðina með því að láta fólk vinna fullt starf á meðan ríkið greiði 75% af launum þess. Drífa hefur þó ekki viljað nefna fyrirtækin sem eigi í hlut. Hún setur sömuleiðis spurningamerki við að fyrirtæki nýti sér starfsfólk til fulls þegar það greiði ekki sjálft uppsagnarfrestinn nema að hluta. Drífa Snædal, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm Drífa segir í Morgunblaðinu að hafa beri í huga að fyrirtæki sem fari í þetta úrræði hafi orðið fyrir stórfelldu tekjutapi. Starfsemi þeirra ætti því eðli málsins samkvæmt að vera lítil sem engin. „Þetta er hugsað til að koma fyrirtækjum í var, en ekki sem beinn ríkisstuðningur við laun fólks í fullri vinnu,“ segir Drífa. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er mál manna að iðjuleysi sé undirrót margvíslegra vandamála og mikilvægt sé að halda rútínu og hafa eitthvað fyrir stafni. Eins og við var að búast, þá setur Drífa Snædal forseti ASÍ spurningamerki við það að fólk sem sagt hefur verið upp störfum hjá fyrirtækjum sem eru að upplifa meira en 75% samdrátt sé látið vinna uppsagnarfrestinn. Það er alltaf sama tortryggnin á þeim bænum,“ segir Bjarnheiður. Margt sé að athuga við afstöðu Drífu. „Hvar er framtíðarsýnin? Samræmist það hagsmunum launþega að sitja heima frekar en að vera í vinnu? Er það betra fyrir þá að einhverju leyti? Er það betra og árangursríkara fyrir samfélagið? Stuðlar það að því að viðspyrnan eftir faraldurinn verði öflugri?“ Þeir sem reki fyrirtæki viti að þau séu mörg verkefnin sem hægt er að sinna og tækifæri gefst til að sinna enn betur þegar viðskipti eru lítil sem engin. Í þágu allra að fyrirtækin verði tilbúin „Ferðaþjónustufyrirtæki eru alls konar og þar gerist margt á bakvið tjöldin, sem ekki er sýnilegt þeim sem ekki vilja sjá. Má þar nefna undirbúning fyrir næsta ár, sem hvort eð er hefði átt sér stað í sumar. Auk þess vöruþróun, textagerð, hugbúnaðargerð, vinnu við viðhald vefsíða og bókunarkerfa, framleiðslu markaðsefnis,uppfærslu upplýsinga og ferðagagna, samskipti við byrgja og söluaðila erlendis, viðhald húsa og tækja og margt, margt fleira. Er það ekki í þágu bæði atvinnurekenda, launþega og samfélagsins alls að fyrirtækin verði sem best undirbúin þegar hjólin taka að snúast á ný? Er það ekki tilgangur þeirra aðgerða sem verið er að ráðast í nú?“ Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi séu heitustu orðin í dag og einmitt það sem ASÍ vilji leggja áherslu á. „Hvarflar það að Drífu Snædal að það sé einmitt það, sem þessi fyrirtæki gætu nú lagt meiri áherslu á, meðan á þessu ástandi stendur?“ Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. Í frumvarpi fjármálaráðherra um greiðslu ríkisins á hluta launa á uppsagnafresti verður gengið út frá venjulegum skyldum launþega. Í Morgunblaðinu í dag segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, umhugsunarvert að fyrirtæki sem nýti sér þessa leið láti starfsfólk sitt vinna uppsagnafrestinn. Ríkisstjórnin kynnti á dögunum aðgerðarpakka til viðbótar við hlutabótaleiðina sem áður hafði verið kynnt. Aðgerðin sneri að því að fyrirtæki sem orðið höfðu fyrir að minnsta kosti 75% tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins gætu sótt um stuðning frá ríkinu um greiðslu stórs hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Tilgangurinn er að forða fyrirtækjum frá því að fara í gjaldþrot og geti verið í stakk búin að hefja rekstur á ný þegar birti til. Langsamlega stærsti hluti þeirra fyrirtækja sem nýta sér þessa leið eru í ferðaþjónustu. Stór spurningamerki Drífu Drífa Snædal hefur verið gagnrýnin á viðbrögð fyrirtækja við aðgerðum ríkisstjórnar. Hún hefur fullyrt að fyrirtæki misnoti hlutabótaleiðina með því að láta fólk vinna fullt starf á meðan ríkið greiði 75% af launum þess. Drífa hefur þó ekki viljað nefna fyrirtækin sem eigi í hlut. Hún setur sömuleiðis spurningamerki við að fyrirtæki nýti sér starfsfólk til fulls þegar það greiði ekki sjálft uppsagnarfrestinn nema að hluta. Drífa Snædal, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm Drífa segir í Morgunblaðinu að hafa beri í huga að fyrirtæki sem fari í þetta úrræði hafi orðið fyrir stórfelldu tekjutapi. Starfsemi þeirra ætti því eðli málsins samkvæmt að vera lítil sem engin. „Þetta er hugsað til að koma fyrirtækjum í var, en ekki sem beinn ríkisstuðningur við laun fólks í fullri vinnu,“ segir Drífa. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er mál manna að iðjuleysi sé undirrót margvíslegra vandamála og mikilvægt sé að halda rútínu og hafa eitthvað fyrir stafni. Eins og við var að búast, þá setur Drífa Snædal forseti ASÍ spurningamerki við það að fólk sem sagt hefur verið upp störfum hjá fyrirtækjum sem eru að upplifa meira en 75% samdrátt sé látið vinna uppsagnarfrestinn. Það er alltaf sama tortryggnin á þeim bænum,“ segir Bjarnheiður. Margt sé að athuga við afstöðu Drífu. „Hvar er framtíðarsýnin? Samræmist það hagsmunum launþega að sitja heima frekar en að vera í vinnu? Er það betra fyrir þá að einhverju leyti? Er það betra og árangursríkara fyrir samfélagið? Stuðlar það að því að viðspyrnan eftir faraldurinn verði öflugri?“ Þeir sem reki fyrirtæki viti að þau séu mörg verkefnin sem hægt er að sinna og tækifæri gefst til að sinna enn betur þegar viðskipti eru lítil sem engin. Í þágu allra að fyrirtækin verði tilbúin „Ferðaþjónustufyrirtæki eru alls konar og þar gerist margt á bakvið tjöldin, sem ekki er sýnilegt þeim sem ekki vilja sjá. Má þar nefna undirbúning fyrir næsta ár, sem hvort eð er hefði átt sér stað í sumar. Auk þess vöruþróun, textagerð, hugbúnaðargerð, vinnu við viðhald vefsíða og bókunarkerfa, framleiðslu markaðsefnis,uppfærslu upplýsinga og ferðagagna, samskipti við byrgja og söluaðila erlendis, viðhald húsa og tækja og margt, margt fleira. Er það ekki í þágu bæði atvinnurekenda, launþega og samfélagsins alls að fyrirtækin verði sem best undirbúin þegar hjólin taka að snúast á ný? Er það ekki tilgangur þeirra aðgerða sem verið er að ráðast í nú?“ Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi séu heitustu orðin í dag og einmitt það sem ASÍ vilji leggja áherslu á. „Hvarflar það að Drífu Snædal að það sé einmitt það, sem þessi fyrirtæki gætu nú lagt meiri áherslu á, meðan á þessu ástandi stendur?“
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira