„Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:39 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki. Mikilvægt sé að hafa hér flugfélag sem sé með höfuðstöðvar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent