Viðskipti innlent

Iðnó verður lokað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Iðnó hefur í meira en 100 ár verið vettvangur ýmiss konar samkoma í Reykjavík. Félagsmenn Eflingar komu til dæmis saman þar í febrúar síðastliðnum á baráttufundi þar sem þessi mynd var tekin.
Iðnó hefur í meira en 100 ár verið vettvangur ýmiss konar samkoma í Reykjavík. Félagsmenn Eflingar komu til dæmis saman þar í febrúar síðastliðnum á baráttufundi þar sem þessi mynd var tekin. Vísir/Vilhelm

Rekstraraðilar Iðnó, þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp, hafa tekið þá ákvörðun að loka húsinu.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Iðnó en þar segir að það sé með eftirsjá og sorg í hjarta sem þeir verði að tilkynna að Iðnó verði lokað.

„Á þessum fordæmalausu tímum reyndist það fjárhagslega ómögulegt að halda áfram verkefni okkar um að koma fólki saman,“ segir í færslunni.

Er öllum gestum, starfsfólki, flytjendum, framleiðendum birgjum og öllum öðrum sem rekstraraðilar áttu í samstarfi við undanfarin ár þakkað fyrir.

„Það sem liggur fram undan er að vinna hörðum höndum að því að finna lausnir fyrir alla sem tengjast húsinu á margvíslegan hátt og vonumst við til að sjá hurðir þessa menningarhúss opna aftur sem fyrst,“ segir í færslunni á Facebook.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×