
Stálu frægum uppvakningagervifæti af Gunnjóni
Uppvakningagervifæti var stolið úr draugahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á mánudaginn. Eigandi fótarins saknar hans mjög enda er hann hluti af kvikmyndasögunni.

Natalia skar út flottasta graskerið
Natalia Matak rúllaði upp Graskersleik FM957 og Fjarðarkaupa sem fram fór á dögunum en hún skar út hrikalega flott grasker fyrir Hrekkjavökuna.

Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar
„Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint.

Heidi Klum mætti sem ormur
Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti klædd sem ormur og lá á gólfinu í viðtölunum sem hún fór í.

Myndaveisla: Búningapartý FM957 á Bankastræti Club
Útvarpsstöðin FM957 og Bankastræti Club héldu hrekkjavökupartý á laugardagskvöldið. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir besta búninginn, hundrað þúsund krónur.

Stjörnulífið: Hrekkjavaka, Grease og gleði
Gerviblóð, dýraeyru og Íslendingar klæddir sem Hollywood stjörnur einkenndu hrekkjavöku helgina sem var að líða. Grease tónleikarnir fóru loksins fram í Laugardalshöllinni eftir að tilkynnt var um þá árið 2020.

Markaðsstjórinn sem missir sig á hrekkjavökunni og yfir hryllingsmyndum
Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri Krambúða og Kjörbúða Samkaupa er ekki aðeins hrekkjavökuaðdáandi. Heldur einnig aðdáandi hryllingsmynda.

Kónguló, kisa og Pamela Anderson: Búningar Kardashian fjölskyldunnar í gegnum árin
Kardashian fjölskyldan fer alla leið í því sem þau taka sér fyrir hendur og hrekkjavakan er engin undantekning á því. Hér er búið að taka saman nokkra af þeim búningum sem systurnar hafa klæðst í gegnum árin.

Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka
Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu.

Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl
Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp.

Hrekkjavöku innblástur frá stjörnunum
Hér er búið að taka saman nokkrar stjörnur sem klæddu sig upp á hrekkjavöku á veg sem auðvelt er að leika eftir eða sækja innblástur í. Kisur, vampírur, nornir og trúðar eru einnig klassískir búningar sem auðvelt er að setja saman fyrir helgina.

Ekki vera rasisti á Hrekkjavökunni
Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur.

Hrollvekjandi hrekkjavökudagskrá fyrir alla fjölskylduna
Hrekkjavaka verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu. Nú styttist í herlegheitin og því vel við hæfi að fara yfir nokkra spennandi viðburði sem verða í boði í tilefni hátíðarinnar.

Sanderson systur mæta á Disney+ eftir 29 ára dvala
Margir kannast eflaust við Sanderson systurnar úr myndinni Hocus Pocus sem leit dagsins ljós árið 1993 en nú eru þær mættar aftur eftir 29 ára dvala.

Myndir frá hrekkjavöku FM957 og Bankastræti Club
FM957 og Bankastræti Club héldu saman stórt hrekkjavökupartý á laugardagskvöld. Það var ekki grímuskylda á viðburðinum en gestir voru samt hvattir til að mæta í búningum.

Einn liggur í valnum og níu eru særðir eftir skotárás á hrekkjavökuballi
Lögreglan í Texarkana í Texas hefur haft hendur í hári 21 árs gamals manns sem grunaður er um skotárás sem framin var á skemmtistað þar sem hrekkjavökuball fór fram í gærkvöldi. Tvítugur karlmaður lést og níu særðust í árásinni.

Metnaðarfullt hrekkjavökuball Hrafnistu: „Ég er á sex stjörnu hóteli“
Heimilismenn á Hrafnistu klæddu sig í búninga í tilefni hrekkjavökuballs. Heimilismenn skemmtu sér konunglega og skáluðu í eiturgrænum hrekkjavökudrykk.

Allir sammála: Hrekkjavaka er betri en öskudagur
Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í kvöld víða um heim, þar á meðal hér á landi. Fréttamaður okkar leit við í Hamrahlíð þar sem búið var að skreyta hús í anda hátíðarinnar.

Skemmtilegar hugmyndir að Hrekkjavökubúningum fyrir pör eða vini
Hrekkjavakan ógurlega er um helgina og eru eflaust einhverjir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvaða búning skal velja. Er þetta ekki bara vesen?

Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York
Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi.