Mannréttindi

Fréttamynd

Mannréttindi fyrir alla

Í 60 ár hefur alþjóðahreyfingin Amnesty International barist þrotlaust gegn mannréttindabrotum og hefur skilað árangri fyrir hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land með mann­réttindum?

Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu.

Skoðun
Fréttamynd

Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu

Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang

Verulega hefur dregið úr fólksfjölgun í Kína og hefur 1,4 milljarða manna samfélagið þar verið að eldast töluvert. Víðsvegar um Kína er verið að hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang-héraði. Þar er þrýst á konur til að eignast færri börn og þær jafnvel þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir.

Erlent
Fréttamynd

Stranda­glópur snýr loks heim eftir fjögurra ára ein­veru

Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína

Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun.

Innlent
Fréttamynd

Árás á Freyju árás á alla fatlaða foreldra

Úrskurður Barnaverndarstofu um að Freyja Haraldsdóttir sé hæf til að taka að sér fósturbarn, hefur vakið umræðu sem er í mörgum tilvikum fordómafull, að mati Ingu Bjarkar fötlunaraktívista. Hún segir nauðsynlegt að fólk hætti að ákveða fyrir fólk með fötlun hvað það er fært um og hvað ekki.

Innlent
Fréttamynd

Berjumst gegn bakslaginu

Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilt að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólavist

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að skilyrða inngöngu barna á leikskóla við að þau hafi verið bólusett. Þrátt fyrir að það rjúfi friðhelgi einkalífs fólks sé það nauðsynlegt til að vernda lýðheilsu.

Erlent
Fréttamynd

Sjálf­stætt líf fyrir alla?

Eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í réttindabaráttu fatlaðs fólks er innleiðing notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) í lög. Með því var meginreglan innleidd að allir eigi rétt á sjálfstæðu lífi, líka fólk sem þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Skoðun
Fréttamynd

Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu

Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi tjáningar­frelsisins

Fyrir nokkru fór fram heit umræða um hatursorðræðu í garð stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna á Íslandi. Því ber að fagna að fram fari lýðræðisleg umræða um tjáningarfrelsið hér á landi og hvenær réttmætt sé að takmarka það vegna réttinda annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað

Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund.

Erlent