Til hamingju kæra barn Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2022 14:01 Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Mannréttindi Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun