Innlent Hringbrautin á áætlun Ekið verður um hluta nýju Hringbrautarinnar í Reykjavík í maí. Hafliði Richard Jónsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir verklok 15. október. Innlent 13.10.2005 15:24 Ofgreitt fyrir Stjörnubíósreit Reykjavíkurborg borgaði 55 prósentum meira en hæsta markaðsverð á svæðinu þegar hún keypti Stjörnubíósreitinn við Laugaveg. Þetta kemur fram í úttekt sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina spillingu hafi verið að ræða. Innlent 13.10.2005 15:24 Guðni stendur við fyrri orð Guðni Ágústsson segir að yfirlýsing forsætisráðherra staðfesti atburðarásina sem lá að baki ákvörðuninni um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak. Íraksmálið hafi verið margrætt. Hins vegar var ákvörðunin sjálf ekki rædd. Hann segist standa við það sem hann hefur áður sagt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24 Borgarráð hunsar ráð fræðsluráðs Margir grunnskólakennarar höfðu lokið endurskipulagningu kennslu í þeirri vissu að fá greitt fyrir vinnuna. Rætt var um að einn vinnudagur fengist greiddur. Fræðsluráð mælti með greiðslunni en Borgarráð felldi hugmyndina. Innlent 13.10.2005 15:24 Frumvarp um rýmri afgreiðslutíma Matvöruverslunum, sem eru undir sex hundruð fermetrum að stærð, verður heimilað að hafa opið á stórhátíðardögum eins og á jóladag, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þetta er gert til þess að jafna aðstöðu þessara verslana og til dæmis bensínstöðva sem eru opnar á helgidögum og eru farnar að selja matvöru í auknum mæli. Innlent 13.10.2005 15:24 Skilja illa ráðningarsamninga Meira en 40 prósent innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum hafa áhuga á að stofna til eigin reksturs. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem einnig leiðir í ljós að nærri tveir þriðju hlutar sama hóps skilja illa eða alls ekki ráðningarsamning sinn. Innlent 13.10.2005 15:24 Sérsniðin lífeyrislög hneyksli Þingmaður Vinstri-grænna segir að það hafi verið vitað þegar eftirlaunafrumvarpið var samþykkt á þingi árið 2003 að samkvæmt því gætu fyrrverandi ráðherrar þegið eftirlaun á sama tíma og þeir gegndu starfi á vegum hins opinbera. Þingmaður Sjálfstæðisflokks gerir ekki athugasemdir við að þeir njóti góðra lífeyriskjara sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir þjóðina. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23 Hannes tekur við af Sigurði Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í vor en hann var nýverið kjörinn maður ársins í viðskiptalífinu af tímaritinu Frjálsri verslun. Hannes Smárason verður starfandi stjórnarformaður. Innlent 13.10.2005 15:23 Ótti um snjóflóð 53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Innlent 13.10.2005 15:23 Verðir gæta eitt hundrað milljóna Í Listasafninu á Akureyri gefur nú að líta það sem flesta dreymir um en fæstir fá; brakandi peningaseðla í bunkatali. Samtals 108 þúsund íslenskir peningaseðlar. Von er á fjölmörgum erlendum blaðamönnum til að fjalla um sýninguna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23 Nám á háskólastigi tekið út Menntamálaráðherra hefur gert þriggja ára áætlun um úttekt á námi á háskólastigi. Tilteknar deildir og námsleiðir í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskólanum á Bifröst verða teknar út, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 15:23 Tveir af fjörutíu hafa sótt um fé Aðeins tveir grunnskólar af fjörutíu í Reykjavík hafa sótt um fjármagn til að bæta nemendum upp það tjón, sem hlaust af verkfalli grunnskólakennara. Dæmi eru um að bæði kennarar og foreldrar setji sig á móti því að kennslustundum barnanna fjölgi, segir formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 15:23 Skiptastjóri FF til Lúxemborg Sigurður Gizurarson, skiptastjóri í gjaldþrotamáli Frjálsrar fjölmiðlunar, ætlar sjálfur að leita upplýsinga í Lúxemborg um dótturfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðlunar og hugsanlegar eigur þeirra þar. Innlent 13.10.2005 15:23 Fá allt að 400 þúsund ofan á laun Dæmi eru um að fyrrverandi ráðherrar sem gegna sendiherrastöðu geti haft allt að fjögur hundruð þúsund krónur ofan á laun sendiherra sem eru um milljón á mánuði. Innlent 13.10.2005 15:23 Rúmlega 100 manns rýmdu hús sín Lokið er rýmingu húsa sem ákveðnar hafa verið á Vestfjörðum. Alls hafa 103 íbúar í 37 húsum þurft að yfirgefa heimili sín í dag vegna snjóflóðahættu. 49 á Patreksfirði, 23 á Ísafirði, Hnífsdal og í dreifbýli Ísafjarðarbæjar og 31 á Bolungarvík og tveimur bæjum þar við. Almannavarnir munu fylgjast grannt með þróun mála í nótt. Innlent 13.10.2005 15:23 Rífandi gangur í útsölum Sigurður Jónsson forstjóri Samtaka verslunar og þjónustu kvaðst hafa tekið stöðuna hjá nokkrum þeirra í síðustu viku og svo virtist sem rífandi gangur væri í þeim. Innlent 13.10.2005 15:23 Sporin komu upp um þjófana Þrír menn voru handteknir undir morgun eftir að hafa brotist inn á skrifstofur Borgarskipulags og stolið þaðan tölvubúnaði. Lögregla rakti spor þeirra frá innbrotsstaðnum að heimili eins þeirra þar sem þeir voru allir gripnir og þýfið fannst. Innlent 13.10.2005 15:23 Þrjú hús rýmd á Ísafirði Þrjú hús, þar af tvö atvinnnuhús, voru rýmd upp úr hádegi á Ísafirði á milli gamla bæjarkjarnans og Holtahverfis vegna snjóflóðahættu. Viðbúnaðarástand vegna snjóflóðahættu er í gildi á öllum norðanverðum Vestfjörðum. Innlent 13.10.2005 15:23 Fólk hugi að smáfuglum Fuglavernd hvetur fólk til að huga að smáfuglum þar sem þeir eiga erfitt með að ná sér í fæðu vegna snjóalaga. Einkum eiga skógarþrestir, sem hafa vetursetu hér á landi, erfitt uppdráttar við þessar aðstæður og sömuleiðis svartþrestir. Innlent 13.10.2005 15:23 Illviðri víða um land Illviðri brast á upp úr klukkan níu í gærkvöldi á Hellisheiði og varð að loka leiðinni en greiðfært var um Þrengslin. Vegurinn var ruddur snemma í morgun og opnaður á ný. Um svipað leyti gerði afleitt veður á Holtavörðuheiði þannig að ökumenn sem voru á leið á heiðina sneru við. Þar er enn stórhríð og ófært. Innlent 13.10.2005 15:23 Tollstjóri greiði bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tollstjórann í Reykjavík til að greiða Kolbrúnu Björndsdóttur grasalækni 200 þúsund krónur í miskabætur fyrir að leggja hald á jurtir sem hún hafði pantað frá Bretlandi árið 2001. Innlent 13.10.2005 15:23 Vill styrkja þá eldri í vinnu Félagsmálaráðherra stefnir að því að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Kannanir sýna neikvæð viðhorf í garð þessa aldurshóps. Innlent 13.10.2005 15:23 Útskýrir aðdraganda Íraksmáls Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Innlent 13.10.2005 15:23 Varað við snjóflóðum við Ísafjörð Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að snjóflóðahætta sé á vegum í nágrenni Ísafjarðar. Er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Þetta á sérstaklega við um Óshlíð, Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg. Innlent 13.10.2005 15:23 Dómstóll fjallar um mál Fischers Japanskur dómstóll mun á miðvikudag fjalla um það hvort Bobby Fischer verður vísað frá Japan og hann fluttur til heimalands síns, Bandaríkjanna. Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ætla að nota þetta tækifæri og krefjast þess að tekin verði afstaða til tilboðs íslenskra stjórnvalda um að veita Fischer landvistarleyfi. Innlent 13.10.2005 15:23 Sigurður hættir hjá Flugleiðum Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, lætur af því starfi 31. maí eftir 29 ára starf hjá félaginu, þar af 20 ár sem forstjóri. Þetta kom fram á stjórnarfundi í morgun. Hannes Smárason, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarformaður Flugleiða, verður nú starfandi stjórnarformaður og mun einbeita sér að útrás og viðskiptaþróun félagsins, eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Innlent 13.10.2005 15:23 Sjór flæddi upp á hringtorg við JL Sjór flæddi upp á hringtorgið við JL húsið vestast á Hringbraut í nótt og drapst á nokkrum bílum þegar þeir óku út í vatnselginn. Lögregla aðstoðaði ökumenn og lokaði nærliggjandi götum á meðan starfsmenn borgarinnar hreinsuðu vettvanginn með stórvirkum vinnuvélum. Innlent 13.10.2005 15:23 Hús rýmd í Bolungarvík Búið er að rýma átta efstu íbúðarhúsin í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu en þar búa um 30 manns. Þá er búið að lýsa hesthúsahverfið hættusvæði og vegurinn um Óshlíð til Ísafjarðar er ófær vegna snjóflóða. Bærinn Geirastaðir í Syðridal hefur líka verið rýmdur. Innlent 13.10.2005 15:23 Hordauður fugl við strendurnar Náttúrufræðistofnun Íslands hefur beðið fuglaáhugamenn vítt og breitt um landið að láta vita ef vart verður við dauðan eða deyjandi svartfugl. Allt bendir til að svartfugl sé að drepast úr hor við Ísland, fjórða veturinn í röð, en fyrir þremur árum drápust tugir eða hundruð þúsunda svartfugla við strendur landsins vegna skorts á æti. Innlent 13.10.2005 15:23 Rætt um orkumál vegna stóriðju Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, fór til fundar við forsvarsmenn orkufyrirtækja á Norðurlandi í gær. Meðal þeirra eru forsvarsmenn Norðurorku og fulltrúar Akureyrarbæjar, Húsavíkur og Lauga. Friðrik segir rætt hafi verið um ástand og horfur í orkumálum. Innlent 13.10.2005 15:23 « ‹ ›
Hringbrautin á áætlun Ekið verður um hluta nýju Hringbrautarinnar í Reykjavík í maí. Hafliði Richard Jónsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir verklok 15. október. Innlent 13.10.2005 15:24
Ofgreitt fyrir Stjörnubíósreit Reykjavíkurborg borgaði 55 prósentum meira en hæsta markaðsverð á svæðinu þegar hún keypti Stjörnubíósreitinn við Laugaveg. Þetta kemur fram í úttekt sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina spillingu hafi verið að ræða. Innlent 13.10.2005 15:24
Guðni stendur við fyrri orð Guðni Ágústsson segir að yfirlýsing forsætisráðherra staðfesti atburðarásina sem lá að baki ákvörðuninni um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak. Íraksmálið hafi verið margrætt. Hins vegar var ákvörðunin sjálf ekki rædd. Hann segist standa við það sem hann hefur áður sagt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24
Borgarráð hunsar ráð fræðsluráðs Margir grunnskólakennarar höfðu lokið endurskipulagningu kennslu í þeirri vissu að fá greitt fyrir vinnuna. Rætt var um að einn vinnudagur fengist greiddur. Fræðsluráð mælti með greiðslunni en Borgarráð felldi hugmyndina. Innlent 13.10.2005 15:24
Frumvarp um rýmri afgreiðslutíma Matvöruverslunum, sem eru undir sex hundruð fermetrum að stærð, verður heimilað að hafa opið á stórhátíðardögum eins og á jóladag, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þetta er gert til þess að jafna aðstöðu þessara verslana og til dæmis bensínstöðva sem eru opnar á helgidögum og eru farnar að selja matvöru í auknum mæli. Innlent 13.10.2005 15:24
Skilja illa ráðningarsamninga Meira en 40 prósent innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum hafa áhuga á að stofna til eigin reksturs. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem einnig leiðir í ljós að nærri tveir þriðju hlutar sama hóps skilja illa eða alls ekki ráðningarsamning sinn. Innlent 13.10.2005 15:24
Sérsniðin lífeyrislög hneyksli Þingmaður Vinstri-grænna segir að það hafi verið vitað þegar eftirlaunafrumvarpið var samþykkt á þingi árið 2003 að samkvæmt því gætu fyrrverandi ráðherrar þegið eftirlaun á sama tíma og þeir gegndu starfi á vegum hins opinbera. Þingmaður Sjálfstæðisflokks gerir ekki athugasemdir við að þeir njóti góðra lífeyriskjara sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir þjóðina. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23
Hannes tekur við af Sigurði Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í vor en hann var nýverið kjörinn maður ársins í viðskiptalífinu af tímaritinu Frjálsri verslun. Hannes Smárason verður starfandi stjórnarformaður. Innlent 13.10.2005 15:23
Ótti um snjóflóð 53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Innlent 13.10.2005 15:23
Verðir gæta eitt hundrað milljóna Í Listasafninu á Akureyri gefur nú að líta það sem flesta dreymir um en fæstir fá; brakandi peningaseðla í bunkatali. Samtals 108 þúsund íslenskir peningaseðlar. Von er á fjölmörgum erlendum blaðamönnum til að fjalla um sýninguna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23
Nám á háskólastigi tekið út Menntamálaráðherra hefur gert þriggja ára áætlun um úttekt á námi á háskólastigi. Tilteknar deildir og námsleiðir í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskólanum á Bifröst verða teknar út, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 15:23
Tveir af fjörutíu hafa sótt um fé Aðeins tveir grunnskólar af fjörutíu í Reykjavík hafa sótt um fjármagn til að bæta nemendum upp það tjón, sem hlaust af verkfalli grunnskólakennara. Dæmi eru um að bæði kennarar og foreldrar setji sig á móti því að kennslustundum barnanna fjölgi, segir formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 15:23
Skiptastjóri FF til Lúxemborg Sigurður Gizurarson, skiptastjóri í gjaldþrotamáli Frjálsrar fjölmiðlunar, ætlar sjálfur að leita upplýsinga í Lúxemborg um dótturfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðlunar og hugsanlegar eigur þeirra þar. Innlent 13.10.2005 15:23
Fá allt að 400 þúsund ofan á laun Dæmi eru um að fyrrverandi ráðherrar sem gegna sendiherrastöðu geti haft allt að fjögur hundruð þúsund krónur ofan á laun sendiherra sem eru um milljón á mánuði. Innlent 13.10.2005 15:23
Rúmlega 100 manns rýmdu hús sín Lokið er rýmingu húsa sem ákveðnar hafa verið á Vestfjörðum. Alls hafa 103 íbúar í 37 húsum þurft að yfirgefa heimili sín í dag vegna snjóflóðahættu. 49 á Patreksfirði, 23 á Ísafirði, Hnífsdal og í dreifbýli Ísafjarðarbæjar og 31 á Bolungarvík og tveimur bæjum þar við. Almannavarnir munu fylgjast grannt með þróun mála í nótt. Innlent 13.10.2005 15:23
Rífandi gangur í útsölum Sigurður Jónsson forstjóri Samtaka verslunar og þjónustu kvaðst hafa tekið stöðuna hjá nokkrum þeirra í síðustu viku og svo virtist sem rífandi gangur væri í þeim. Innlent 13.10.2005 15:23
Sporin komu upp um þjófana Þrír menn voru handteknir undir morgun eftir að hafa brotist inn á skrifstofur Borgarskipulags og stolið þaðan tölvubúnaði. Lögregla rakti spor þeirra frá innbrotsstaðnum að heimili eins þeirra þar sem þeir voru allir gripnir og þýfið fannst. Innlent 13.10.2005 15:23
Þrjú hús rýmd á Ísafirði Þrjú hús, þar af tvö atvinnnuhús, voru rýmd upp úr hádegi á Ísafirði á milli gamla bæjarkjarnans og Holtahverfis vegna snjóflóðahættu. Viðbúnaðarástand vegna snjóflóðahættu er í gildi á öllum norðanverðum Vestfjörðum. Innlent 13.10.2005 15:23
Fólk hugi að smáfuglum Fuglavernd hvetur fólk til að huga að smáfuglum þar sem þeir eiga erfitt með að ná sér í fæðu vegna snjóalaga. Einkum eiga skógarþrestir, sem hafa vetursetu hér á landi, erfitt uppdráttar við þessar aðstæður og sömuleiðis svartþrestir. Innlent 13.10.2005 15:23
Illviðri víða um land Illviðri brast á upp úr klukkan níu í gærkvöldi á Hellisheiði og varð að loka leiðinni en greiðfært var um Þrengslin. Vegurinn var ruddur snemma í morgun og opnaður á ný. Um svipað leyti gerði afleitt veður á Holtavörðuheiði þannig að ökumenn sem voru á leið á heiðina sneru við. Þar er enn stórhríð og ófært. Innlent 13.10.2005 15:23
Tollstjóri greiði bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tollstjórann í Reykjavík til að greiða Kolbrúnu Björndsdóttur grasalækni 200 þúsund krónur í miskabætur fyrir að leggja hald á jurtir sem hún hafði pantað frá Bretlandi árið 2001. Innlent 13.10.2005 15:23
Vill styrkja þá eldri í vinnu Félagsmálaráðherra stefnir að því að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Kannanir sýna neikvæð viðhorf í garð þessa aldurshóps. Innlent 13.10.2005 15:23
Útskýrir aðdraganda Íraksmáls Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Innlent 13.10.2005 15:23
Varað við snjóflóðum við Ísafjörð Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að snjóflóðahætta sé á vegum í nágrenni Ísafjarðar. Er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Þetta á sérstaklega við um Óshlíð, Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg. Innlent 13.10.2005 15:23
Dómstóll fjallar um mál Fischers Japanskur dómstóll mun á miðvikudag fjalla um það hvort Bobby Fischer verður vísað frá Japan og hann fluttur til heimalands síns, Bandaríkjanna. Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ætla að nota þetta tækifæri og krefjast þess að tekin verði afstaða til tilboðs íslenskra stjórnvalda um að veita Fischer landvistarleyfi. Innlent 13.10.2005 15:23
Sigurður hættir hjá Flugleiðum Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, lætur af því starfi 31. maí eftir 29 ára starf hjá félaginu, þar af 20 ár sem forstjóri. Þetta kom fram á stjórnarfundi í morgun. Hannes Smárason, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarformaður Flugleiða, verður nú starfandi stjórnarformaður og mun einbeita sér að útrás og viðskiptaþróun félagsins, eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Innlent 13.10.2005 15:23
Sjór flæddi upp á hringtorg við JL Sjór flæddi upp á hringtorgið við JL húsið vestast á Hringbraut í nótt og drapst á nokkrum bílum þegar þeir óku út í vatnselginn. Lögregla aðstoðaði ökumenn og lokaði nærliggjandi götum á meðan starfsmenn borgarinnar hreinsuðu vettvanginn með stórvirkum vinnuvélum. Innlent 13.10.2005 15:23
Hús rýmd í Bolungarvík Búið er að rýma átta efstu íbúðarhúsin í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu en þar búa um 30 manns. Þá er búið að lýsa hesthúsahverfið hættusvæði og vegurinn um Óshlíð til Ísafjarðar er ófær vegna snjóflóða. Bærinn Geirastaðir í Syðridal hefur líka verið rýmdur. Innlent 13.10.2005 15:23
Hordauður fugl við strendurnar Náttúrufræðistofnun Íslands hefur beðið fuglaáhugamenn vítt og breitt um landið að láta vita ef vart verður við dauðan eða deyjandi svartfugl. Allt bendir til að svartfugl sé að drepast úr hor við Ísland, fjórða veturinn í röð, en fyrir þremur árum drápust tugir eða hundruð þúsunda svartfugla við strendur landsins vegna skorts á æti. Innlent 13.10.2005 15:23
Rætt um orkumál vegna stóriðju Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, fór til fundar við forsvarsmenn orkufyrirtækja á Norðurlandi í gær. Meðal þeirra eru forsvarsmenn Norðurorku og fulltrúar Akureyrarbæjar, Húsavíkur og Lauga. Friðrik segir rætt hafi verið um ástand og horfur í orkumálum. Innlent 13.10.2005 15:23