Innlent

Fréttamynd

Regnbogabörn fordæma fjölmiðla

Samtökin Regnbogabörn fordæma þá fjölmiðla sem hafa það að markmiði sínu að meiða æru þjóðþekktra einstaklinga í landinu og telja að það komi engum að gagni og allir tapi. Yfirlýsingin kemur í kjölfar viðtals við Bubba Morthens í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Innlent
Fréttamynd

Allir nýnemar fá skólavist

Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki.

Innlent
Fréttamynd

Samtal eða viðtal?

Ásgerður Guðmundsdóttir, sem DV og tímaritið Hér og nú, kalla sviknu eiginkonuna í umfjöllun um skilnaðarmál Bubba Morthens, segist aldrei hafa veitt blöðunum viðtal. Þvert á móti segist hún hafa beðist undan umfjöllun um sig til að vernda börnin sín.

Innlent
Fréttamynd

Óttast tekjumissi fyrir norðan

Íbúar Raufarhafnar og sérstaklega Siglufjarðar hafa áhyggjur af tekjumissi ef ekkert verður úr sumarloðnuveiðum eins og útlit er fyrir. Leiðangur nokkura loðnuskipa og hafrannsóknaskips í leit að loðnu að undanförnu bar engan árangur, m.a. vegna hafíss á leitarsvæðinu, en enginn kvóti verður gefinn út án þess að eitthvað finnist.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaeftirlit í fullum rétti

Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fólk vill nóg pláss

Samhliða háu fasteignaverði í Reykjavík hefur orðið miki hækkun á jörðum í kring um borgina. Magnús Leópoldsson, fasteignasali telur jafnvel jarðaverð hafi hækkað meira en almennt fasteignaverð, en erfitt sé að draga heildstæðar ályktanir af verði á jörðum því þar spili margt inn í og þurfi að meta hvert tilfelli fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

75 ára afmæli SUS á Þingvöllum

Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ætlar í dag að ávarpa hátíðarstjórnarfund SUS sem haldinn verður á Þingvöllum. Tilefni fundarins er sjötíu og fimm ára afmæli SUS en sambandið var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum 27. júlí árið 1930.

Innlent
Fréttamynd

Vill mislæg gatnamót á Miklubraut

Forvarnarfulltrúi Sjóvár segir beygjuljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar ekki hafa skilað því sem vonast var til. Hann hefur ekki trú á að þær framkvæmdir sem nú eru hafnar bæti öryggið mikið og vill mislæg gatnamót.

Innlent
Fréttamynd

Flug til New York í allan vetur

Icelandair mun fljúga til New York í áætlunarflugi í allan vetur en undanfarin tvö ár hefur félagið gert hlé á flugi sínu í nokkrar vikur yfir háveturinn. Icelandair mun hins vegar ekki bjóða upp á flug til og frá Minneapolis í um tvo mánuði í vetur, á tímabilinu frá 9. janúar til 13. mars 2006.

Innlent
Fréttamynd

9 1/2 tíma seinkun á flugi

Um níu og hálfs klukkutíma seinkun verður á flugvél Icelandair frá Boston sem átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálfsjö í morgun. Rót seinkunarinnar liggur í bilun sem varð á laugardagskvöldið í vél sem var á leiðinni til Boston frá Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar vill óperuna í Kópavoginn

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, vill reisa óperuhús fyrir íslensku óperuna á ónotaðri lóð sunnan við Gerðarsafn í miðbæ Kópavogs. Þegar hafa verið unnar frumteikningar að óperuhúsi sem Gunnar telur að gæti kostað 1,5 til tvo milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Sjómaður skarst í andliti

Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfn í Hornafirði var kallað út klukkan hálffimm í nótt til að sækja slasaðan skipverja af bátnum Smáey frá Vestmannaeyjum sem var við veiðar við Suðurströndina. Maðurinn hafði skorist í andliti og þurfti að komast undir læknishendur.

Innlent
Fréttamynd

4.000 nýir bílar í júní

Innflutningur og sala á nýjum bílum og öðrum vélknúnum ökutækjum það sem af er þessu ári eru talin vera allt að 66 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Hafa bílaumboðin vart við að afgreiða nýja bíla og eru dæmi um að stöku tegundir seljist allt að 90 prósent betur nú en fyrir ári.

Innlent
Fréttamynd

100 ár frá því að fyrsta loftskeytið barst hingað til lands

Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði).

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaeftirlitið hótar húsleit

Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingar gáfu 230 milljónir

Íslendingar gáfu yfir 230 milljón króna til styrktar fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf en endanlegar tölur liggja nú fyrir. Alls safnaðist 121 milljón króna í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri, sem haldin var um miðjan janúar, en áður en sú söfnun fór af stað höfðu safnast 110 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Misnota flóttamannasamning Sþ

Langflestir hælisleitenda sem koma hingað til lands eru að misnota flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Oft getur reynst erfitt að finna réttar upplýsingar um viðkomandi þar sem í mörgum tilfellum er gefið upp rangt nafn við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

5000 manns á Kirkjudögum

Um 5000 manns á öllum aldri sóttu Kirkjudaga 2005 en biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sleit hátíðinni á Skólavörðuholti á miðnætti. Kirkjudagar hófust á föstudagskvöld og fór fram viðamikil dagskrá úti og inni í Iðnskólanum og í Hallgrímskirkju.

Lífið
Fréttamynd

Skorað á ráðherra og fjárlaganefnd

Áskorun til fjárlaganefndar Alþingis og menntamálaráðherra var undirrituð á málþingi um framtíð Héraðsskólahússins á Laugarvatni í gær. Þar er skorað á ráðherra og nefndina að beita sér fyrir að á fjárlögum verði eyrnamerktir fjármunir til endurbóta á húsnæði Héraðsskólans.

Innlent
Fréttamynd

Settu sig í spor pyntaðra fanga

Íslandsdeild Amnesty International mótmælti pyndingum á Austurvelli í gær. Vegfarandur gátu fengið að reyna á eigin skinni þá meðferð sem fangar í Guantanamo fá.

Innlent
Fréttamynd

Fengu leyfi fyrir tjaldbúðunum

Skipuleggjendur mótmælabúða við Kárahnjúka hafa nú fengið leyfi heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir tjaldbúðunum að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, helsta hvatamanns aðgerðanna. Þá segist hann búast við að fá leyfi landeigenda í kvöld eða fyrrramálið en landið tilheyrir prestsjörðinni Valþjófsstað.

Innlent
Fréttamynd

Blað brotið í skipulagsumræðu

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir marka tímamót að bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi skuli hafa verið reiðubúin að leggja tvo skulbindandi kosti í skipulagsmálum í hendur bæjarbúa. Hann er sáttur við kjörsóknina um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Tveir kærðir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Keflavík kærði tvo ökumenn í nótt fyrir hraðakstur. Annar þeirra var mældur á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Þá var ökumaður stöðvaður á 95 kílómetra hraða innanbæjar í Keflavík þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Össur á Evrópuráðsþinginu

Atlantshafsbandalagið hefur átt í viðræðum við bæði Ísraelsmenn og Palestínumenn um þá málaleitan Palestínumanna að bandalagið komi að sáttaumleitan fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innlent
Fréttamynd

Samúð um allan heim

Samúðin með fórnarlömbum hamfaranna greip um sig um allan heim og fólk sameinaðist í að styðja við þá sem stóðu eftir án heimils, lifibrauðs og ástvina. Framlög almennings á Íslandi námu 231 milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

Björk syngur á Live 8

Björk Guðmundssdóttir mun vera á meðal þeirra sem syngur á Live 8 tónleikunum í Tókýó í Japan þann 2. júlí næstkomandi. Tónleikarnir eru einir af mörgum sem haldnir verða samtímis víða um heim til að vekja athygli á aðstæðum bágstaddra í Afríku.

Lífið
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig

Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig fylgi í suðvesturkjördæmi samkvæmt könnun Gallup frá því byrjun mánaðarins. Hann hefur samkvæmt könnuninni 44 prósenta fylgi í kjördæminu en hlaut 38,5 prósent fylgi í kosningunum 2003.

Innlent
Fréttamynd

Pyntingar á Austurvelli í dag

Íslandsdeild Amnesty International bauð gestum og gangandi upp á pyntingar á Austurvelli í dag. Þar var verið að líkja eftir pyntingum sem fangar í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu verða fyrir af hálfu bandarískra hermanna.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi höfðar skaðabótamál

Bubbi Morthens segist ekki samþykkja að hægt sé að beita sig og fjölskyldu sína ofbeldi í skjóli ritfrelsis. Hann ætlar að draga þá sem bera ábyrgð á forsíðufréttum <em>Hér og nú</em> fyrir dómstóla og spyr hvar þjóðin vilja draga mörkin í umfjöllun um persónulega hagi fólks.

Innlent