Innlent 42 skot í Reykjavíkurhöfn Rússneski tundurspillirinn Admiral Levtsjenko kom til Reykjavíkur um hádegisbilið í gær í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Tundurspillirinn skaut 21 púðurskoti til heiðurs íslensku þjóðinni við komuna til hafnar og varðskipið Týr, sem lá við landfestar í Reykjavíkurhöfn, svaraði í sömu mynt. Innlent 13.10.2005 19:29 Ráðherra fer með rangt mál Formaður efnahags og viðskiptanefndar segir félagsmálaráðherra hafa farið með rangt mál um lánastarfsemi Íbúðalánasjóðs á þinginu í mars. Hann segir ráðherrann annaðhvort ekki vita betur, eða að veruleikinn sé allur annar en komið hafi fram í umræðum síðustu daga. Nema ráðherrann hafi vísvitandi sagt þinginu ósatt en það sé mjög alvarlegt mál. Innlent 13.10.2005 19:29 Þjófar gómaðir í Grafarvogi Tveir menn ruddust inn í Lyfju Austurveri og reyndu að komast á brott með lyf en hurfu á brott tómhentir. Fóru því næst í Dómínós Pizza í Spönginni, vopnaði hnífi sem þeir eru þó ekki taldir hafa ógnað með. Þaðan komust þeir undan með eitthvað af fé en náðust fljótlega í Brekkuhúsum í Grafarvogi. Þessa stundina er verið að flytja þá niður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Innlent 13.10.2005 19:29 Rússneskt herskip í heimsókn Vináttuheimsókn tveggja rússneskra herskipa hefst í Reykjavík í dag. Stórt kafbátavarnaskip, Admirall Levchencko kemur til hafnar í Reykjavík um hádegi og klukkan eitt verður 21 fallbyssuskoti skotið frá borði skipsins í virðingarskyni við Íslands, móttökulandið. Íslenskum almenningi verður boðið að skoða skipið á þriðjudag og miðvikudag. Innlent 13.10.2005 19:29 Rændu apótek og pítsustað "Auðvitað var okkur brugðið enda alveg fáránlegt að ræna pítsustað á þessum tíma," segir Ingólfur Kristinsson, starfsmaður á Domino´s pítsustaðnum í Spönginni í Reykjavík, þar sem vopnaður maður framdi rán í gær. Innlent 13.10.2005 19:29 Birmingham rýmd Tuttugu þúsund manns voru flutt úr miðborg Birmingham á Englandi í nótt eftir að öryggisviðvörun var gefin þar, aðeins þremur dögum eftir að fimmtíu manns voru ráðin af dögum í hryðjuverkaárásum í Lundúnum. Innlent 13.10.2005 19:29 Persónuvernd krefst skýringa Persónuvernd hefur krafið Landspítalann um skýringar á rafrænu sjúkraskrárkerfi spítalans og þeirri ákvörðun að hætta að takmarka aðgang að gagnagrunni spítalans, við ákveðnar sérgreinar. Allir læknar hafa nú aðgang að öllum sjúkráskrám á rafrænu formi, fyrir utan nokkra sjúkdómaflokka sem gætu fallið undir feimnismál. Innlent 13.10.2005 19:29 R-listinn gæti sprungið í dag Það getur ráðið úrslitum um framtíð Reykjavíkurlistans hvaða tillögur Samfylkingin leggur fram á viðræðufundi aðildarflokkanna í dag. Fari fulltrúar hennar fram á fleiri sæti en boðið hefur verið getur það þýtt endalok listans. </font /> Innlent 13.10.2005 19:29 Vatn Eyjabakka virkjað Upphaflega stóð til að sökkva Eyjabökkum og gera þar stórt miðlunarlón. Þau áform mættu harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka og var fallið frá þeim fyrir fimm árum þegar erlendir samningsaðilar vildu stærra álver sem kallaði á meiri orku. Það var þó aldrei hætt við að virkja vatnið af Eyjabökkum, það verður í staðinn gert með með litlu lóni. Innlent 13.10.2005 19:29 Órói á Sæluhelgi Grunur leikur á að karlmaður hafi verið skallaður í andlitið á Suðureyri í nótt, en áverkar virðast ekki alvarlegir við fyrstu sýn að sögn lögreglu. Enginn var handtekinn og árásin hefur ekki verið kærð. Nú stendur yfir hátíðin Sæluhelgi á Suðureyri og er þar talsverður fjöldi gesta. Sérstakt eftirlit hefur verið með ungmennum og hefur verið lagt hald á áfengi í fórum nokkurra unglinga undir lögaldri. Innlent 13.10.2005 19:29 Baugur með augum Breta Breskir fjölmiðlar halda því fram í umfangsmikilli umfjöllun sinni um Baugsmálið að sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild séu kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglusjóra á hendur Baugsmönnum. Óhætt er að segja að breskir blaðamenn dragi upp all sérstaka mynd af íslensku þjóðfélagi í skrifum sínum í dag. Innlent 13.10.2005 19:29 Fíknefni finnast í Herjólfi Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók tvítugan mann með fíkniefni í fórum sínum við komu Herjólfs til Vestmannaeyja í gærkvöldi þar sem lögregla viðhafði reglubundið eftirlit. Við leit í bifreið mannsins fundust fíkniefni með aðstoð fíkniefnaleitarhunds. Innlent 13.10.2005 19:29 Landspítali hyggst áfrýja Ríkislögmaður ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms í máli Landspítalans og Þóru Fischer fæðingarlæknis. Spítalinn þarf samkvæmt héraðsdómi að greiða sjö og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna stórfellds gáleysis sem olli dauða ungabarns. Foreldrar barnsins berjast enn fyrir því að lögreglan rannsaki málið. Innlent 13.10.2005 19:29 Engin hrossakaup um málskotsrétt Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd, telur sig bundinn af samþykkt landsfundar flokksins um málskotsrétt forseta Íslands. Innlent 13.10.2005 19:29 Jón Ásgeir ýjar að samsæri Tímasetning á ákærunum er afskaplega undarleg segir Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs í viðtali sem birtist í Sunday Times á morgun. Hann segist þar ætla að bíða með frekari stórviðskipti uns hann hafi sannað sakleysi sitt. Innlent 13.10.2005 19:29 Mjótt á mununum í borginni Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Fimmtíu komma tvö prósent þeirra sem tóku þátt sögðust ætla að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn, fjörutíu og níu prósent R-listann og núll komma átta prósent Frjálslynda flokkinn. Sexhundruð og sjötíu Reykvíkingar á kosningaaldri voru í úrtakinu og var svarhlutfall 56,1 eitt prósent. Innlent 13.10.2005 19:29 Handtekinn í Herjólfi Tvítugur farþegi var handtekinn með mikið magn fíkniefna við komu Herjólfs til Vestmannaeyja klukkan hálf tíu í fyrrakvöld. Við leit í bifreið hans fundust 400 grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og sex grömm af kókaíni. Efnin voru falin undir mælaborði, milli sæta og í farangursrými bifreiðarinnar. Innlent 13.10.2005 19:29 Erlendir fangar á Íslandi Náin tengsl skapast milli erlendra og íslenskra fanga þegar þeir sitja saman í fangelsum landsins. Skiptar skoðanir eru um hvort eigi að aðskilja þá eins og gert er í Finnlandi. Á Litla Hrauni sitja allir helstu glæpamenn landsins og innan um eru erlendir glæpamenn, sem hafa verið dæmdir af íslensku réttarkerfi fyrir fíkniefnainnflutning, fjársvik, mansal og aðra glæpi. Innlent 13.10.2005 19:29 Versta vikan í viðskiptum Jón Ásgeir Jóhannesson segir efnislega í Sunday Times í dag að síðasta vika hafi verið ein sú versta í hans viðskiptalífi og hann hyggist ekki standa í stórviðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað. Innlent 13.10.2005 19:29 Stígamót gera athugasemd við dóm Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að bana 25 ára gamalli eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur. Magnús játaði að hafa kyrkt Sæunni með þvottasnúru. Við málsmeðferð kom fram að erfiðleikar voru í hjónabandi þeirra. Í niðurstöðu dómsins segir að ekki verði vísað á bug frásögn Magnúsar um að Sæunn hafi skýrt honum frá kynferðislegum samskiptum sínum við aðra menn, og lýst þeim í smáatriðum. Innlent 13.10.2005 19:29 Baugur úr samningaviðræðunum Baugur hefur dregið sig úr samstarfi um mögulega yfirtöku á bresku verslanakeðjunni Somerfield. Í tilkynningu frá félaginu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í þágu fyrirtækjahópsins, aðila hans og hluthafa í Somerfield í kjölfar þess að ákærur voru birtar forstjóra Baugs og fimm öðrum einstaklingum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:29 Ágreiningur um vandræðagang Fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans í Reykjavík er nánast hnífjafnt. Um er að kenna vandræðagangi innan R-listans að sögn forseta borgarstjórnar, en við það vill formaður Borgarráðs þó ekki kannast. Í nýrri Gallup könnun sem gerð var fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga. Innlent 13.10.2005 19:29 Sjálfstæðisflokkkur með meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga samkvæmt nýrri Gallup könnun. Niðurstöður hennar gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 50,2 prósent atkvæða, R-listinn 49 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag. Innlent 13.10.2005 19:29 Leitað á Langjökli Björgunarsveitir úr Árnessýslu og frá Borgarfirði voru sendar út í gær til að leita þýsks ferðamanns sem fór fótgangandi á Langjökul. Neyðarskeyti barst frá manninum skömmu eftir hádegi í gær og var þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað en mjög þungbúið var á jöklinum og því ógjörningur að lenda þar. Voru þá björgunarsveitirnar sendar út. Innlent 13.10.2005 19:29 Stjórnarformaður FL fær ádrepu Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, sakaði Hannes Smárason stjórnarformann um að virða hvorki starfsreglur né samþykktir félagsins á hluthafafundi í dag. Þrír stjórnarmenn sögðu af sér í lok júní og þrír aðrir seldu allan hlut sinn í félaginu og hurfu á braut. Innlent 13.10.2005 19:29 Fylgisbreytingin eru tíðindi <font face="Helv"> </font>Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt. Innlent 13.10.2005 19:29 Veislan er að hefjast Veislan er að hefjast auglýsa hrefnuveiðimenn þessa dagana og vísa til þess að nú er hægt að nálgast ferskt hrefnukjöt í næstu nýlenduvörubúð. Kílóverðið af hrefnulundum úr kjötborði er í kringum 1300 krónur út úr búð, en hægt er að fá frosið hrefnukjöt á undir sex hundruð krónum kílóið. Konráð Eggertsson og félagar á Halldóri Sigurðssyni hafa landað tveimur skepnum. Innlent 13.10.2005 19:29 Óánægja með stjórnarhætti "Ég treysti mér einfaldlega ekki lengur til að starfa við núverandi stjórnarhætti hjá félaginu," segir Inga Jóna Þórðardóttir sem gaf skýringu á úrsögn sinni úr stjórn FL-group á hluthafafundi félagsins sem haldinn var á Nordica hótel í gær. Innlent 13.10.2005 19:29 Olívuerð hækkar enn Olíuverð hefur enn hækkað og er nú komið nærri sextíu og einum dollar á fatið. Það komst raunar í ríflega sextíu og tvo dollara um skamma stund eftir hryðjuverkaárásirnar í London í gær en efnahagssérfræðingar segja nú ljóst að þær árásir muni ekki hafa nein mælanleg áhrif á efnahagsþróun á heimsmarkaði.</font /> Innlent 13.10.2005 19:28 Hvetja R-listann til að hætta "Við hvetjum R-listann til að hætta samstarfsviðræðum nú þegar," segir Örn Sigurðsson, talsmaður Höfuðborgarsamtakana. "Þessar þreyfingar um uppstillingu listans eru hrein móðgun við alla kjósendur og almenna skynsemi," bætir hann við. Innlent 13.10.2005 19:29 « ‹ ›
42 skot í Reykjavíkurhöfn Rússneski tundurspillirinn Admiral Levtsjenko kom til Reykjavíkur um hádegisbilið í gær í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Tundurspillirinn skaut 21 púðurskoti til heiðurs íslensku þjóðinni við komuna til hafnar og varðskipið Týr, sem lá við landfestar í Reykjavíkurhöfn, svaraði í sömu mynt. Innlent 13.10.2005 19:29
Ráðherra fer með rangt mál Formaður efnahags og viðskiptanefndar segir félagsmálaráðherra hafa farið með rangt mál um lánastarfsemi Íbúðalánasjóðs á þinginu í mars. Hann segir ráðherrann annaðhvort ekki vita betur, eða að veruleikinn sé allur annar en komið hafi fram í umræðum síðustu daga. Nema ráðherrann hafi vísvitandi sagt þinginu ósatt en það sé mjög alvarlegt mál. Innlent 13.10.2005 19:29
Þjófar gómaðir í Grafarvogi Tveir menn ruddust inn í Lyfju Austurveri og reyndu að komast á brott með lyf en hurfu á brott tómhentir. Fóru því næst í Dómínós Pizza í Spönginni, vopnaði hnífi sem þeir eru þó ekki taldir hafa ógnað með. Þaðan komust þeir undan með eitthvað af fé en náðust fljótlega í Brekkuhúsum í Grafarvogi. Þessa stundina er verið að flytja þá niður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Innlent 13.10.2005 19:29
Rússneskt herskip í heimsókn Vináttuheimsókn tveggja rússneskra herskipa hefst í Reykjavík í dag. Stórt kafbátavarnaskip, Admirall Levchencko kemur til hafnar í Reykjavík um hádegi og klukkan eitt verður 21 fallbyssuskoti skotið frá borði skipsins í virðingarskyni við Íslands, móttökulandið. Íslenskum almenningi verður boðið að skoða skipið á þriðjudag og miðvikudag. Innlent 13.10.2005 19:29
Rændu apótek og pítsustað "Auðvitað var okkur brugðið enda alveg fáránlegt að ræna pítsustað á þessum tíma," segir Ingólfur Kristinsson, starfsmaður á Domino´s pítsustaðnum í Spönginni í Reykjavík, þar sem vopnaður maður framdi rán í gær. Innlent 13.10.2005 19:29
Birmingham rýmd Tuttugu þúsund manns voru flutt úr miðborg Birmingham á Englandi í nótt eftir að öryggisviðvörun var gefin þar, aðeins þremur dögum eftir að fimmtíu manns voru ráðin af dögum í hryðjuverkaárásum í Lundúnum. Innlent 13.10.2005 19:29
Persónuvernd krefst skýringa Persónuvernd hefur krafið Landspítalann um skýringar á rafrænu sjúkraskrárkerfi spítalans og þeirri ákvörðun að hætta að takmarka aðgang að gagnagrunni spítalans, við ákveðnar sérgreinar. Allir læknar hafa nú aðgang að öllum sjúkráskrám á rafrænu formi, fyrir utan nokkra sjúkdómaflokka sem gætu fallið undir feimnismál. Innlent 13.10.2005 19:29
R-listinn gæti sprungið í dag Það getur ráðið úrslitum um framtíð Reykjavíkurlistans hvaða tillögur Samfylkingin leggur fram á viðræðufundi aðildarflokkanna í dag. Fari fulltrúar hennar fram á fleiri sæti en boðið hefur verið getur það þýtt endalok listans. </font /> Innlent 13.10.2005 19:29
Vatn Eyjabakka virkjað Upphaflega stóð til að sökkva Eyjabökkum og gera þar stórt miðlunarlón. Þau áform mættu harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka og var fallið frá þeim fyrir fimm árum þegar erlendir samningsaðilar vildu stærra álver sem kallaði á meiri orku. Það var þó aldrei hætt við að virkja vatnið af Eyjabökkum, það verður í staðinn gert með með litlu lóni. Innlent 13.10.2005 19:29
Órói á Sæluhelgi Grunur leikur á að karlmaður hafi verið skallaður í andlitið á Suðureyri í nótt, en áverkar virðast ekki alvarlegir við fyrstu sýn að sögn lögreglu. Enginn var handtekinn og árásin hefur ekki verið kærð. Nú stendur yfir hátíðin Sæluhelgi á Suðureyri og er þar talsverður fjöldi gesta. Sérstakt eftirlit hefur verið með ungmennum og hefur verið lagt hald á áfengi í fórum nokkurra unglinga undir lögaldri. Innlent 13.10.2005 19:29
Baugur með augum Breta Breskir fjölmiðlar halda því fram í umfangsmikilli umfjöllun sinni um Baugsmálið að sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild séu kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglusjóra á hendur Baugsmönnum. Óhætt er að segja að breskir blaðamenn dragi upp all sérstaka mynd af íslensku þjóðfélagi í skrifum sínum í dag. Innlent 13.10.2005 19:29
Fíknefni finnast í Herjólfi Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók tvítugan mann með fíkniefni í fórum sínum við komu Herjólfs til Vestmannaeyja í gærkvöldi þar sem lögregla viðhafði reglubundið eftirlit. Við leit í bifreið mannsins fundust fíkniefni með aðstoð fíkniefnaleitarhunds. Innlent 13.10.2005 19:29
Landspítali hyggst áfrýja Ríkislögmaður ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms í máli Landspítalans og Þóru Fischer fæðingarlæknis. Spítalinn þarf samkvæmt héraðsdómi að greiða sjö og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna stórfellds gáleysis sem olli dauða ungabarns. Foreldrar barnsins berjast enn fyrir því að lögreglan rannsaki málið. Innlent 13.10.2005 19:29
Engin hrossakaup um málskotsrétt Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd, telur sig bundinn af samþykkt landsfundar flokksins um málskotsrétt forseta Íslands. Innlent 13.10.2005 19:29
Jón Ásgeir ýjar að samsæri Tímasetning á ákærunum er afskaplega undarleg segir Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs í viðtali sem birtist í Sunday Times á morgun. Hann segist þar ætla að bíða með frekari stórviðskipti uns hann hafi sannað sakleysi sitt. Innlent 13.10.2005 19:29
Mjótt á mununum í borginni Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Fimmtíu komma tvö prósent þeirra sem tóku þátt sögðust ætla að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn, fjörutíu og níu prósent R-listann og núll komma átta prósent Frjálslynda flokkinn. Sexhundruð og sjötíu Reykvíkingar á kosningaaldri voru í úrtakinu og var svarhlutfall 56,1 eitt prósent. Innlent 13.10.2005 19:29
Handtekinn í Herjólfi Tvítugur farþegi var handtekinn með mikið magn fíkniefna við komu Herjólfs til Vestmannaeyja klukkan hálf tíu í fyrrakvöld. Við leit í bifreið hans fundust 400 grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og sex grömm af kókaíni. Efnin voru falin undir mælaborði, milli sæta og í farangursrými bifreiðarinnar. Innlent 13.10.2005 19:29
Erlendir fangar á Íslandi Náin tengsl skapast milli erlendra og íslenskra fanga þegar þeir sitja saman í fangelsum landsins. Skiptar skoðanir eru um hvort eigi að aðskilja þá eins og gert er í Finnlandi. Á Litla Hrauni sitja allir helstu glæpamenn landsins og innan um eru erlendir glæpamenn, sem hafa verið dæmdir af íslensku réttarkerfi fyrir fíkniefnainnflutning, fjársvik, mansal og aðra glæpi. Innlent 13.10.2005 19:29
Versta vikan í viðskiptum Jón Ásgeir Jóhannesson segir efnislega í Sunday Times í dag að síðasta vika hafi verið ein sú versta í hans viðskiptalífi og hann hyggist ekki standa í stórviðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað. Innlent 13.10.2005 19:29
Stígamót gera athugasemd við dóm Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að bana 25 ára gamalli eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur. Magnús játaði að hafa kyrkt Sæunni með þvottasnúru. Við málsmeðferð kom fram að erfiðleikar voru í hjónabandi þeirra. Í niðurstöðu dómsins segir að ekki verði vísað á bug frásögn Magnúsar um að Sæunn hafi skýrt honum frá kynferðislegum samskiptum sínum við aðra menn, og lýst þeim í smáatriðum. Innlent 13.10.2005 19:29
Baugur úr samningaviðræðunum Baugur hefur dregið sig úr samstarfi um mögulega yfirtöku á bresku verslanakeðjunni Somerfield. Í tilkynningu frá félaginu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í þágu fyrirtækjahópsins, aðila hans og hluthafa í Somerfield í kjölfar þess að ákærur voru birtar forstjóra Baugs og fimm öðrum einstaklingum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:29
Ágreiningur um vandræðagang Fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans í Reykjavík er nánast hnífjafnt. Um er að kenna vandræðagangi innan R-listans að sögn forseta borgarstjórnar, en við það vill formaður Borgarráðs þó ekki kannast. Í nýrri Gallup könnun sem gerð var fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga. Innlent 13.10.2005 19:29
Sjálfstæðisflokkkur með meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga samkvæmt nýrri Gallup könnun. Niðurstöður hennar gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 50,2 prósent atkvæða, R-listinn 49 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag. Innlent 13.10.2005 19:29
Leitað á Langjökli Björgunarsveitir úr Árnessýslu og frá Borgarfirði voru sendar út í gær til að leita þýsks ferðamanns sem fór fótgangandi á Langjökul. Neyðarskeyti barst frá manninum skömmu eftir hádegi í gær og var þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað en mjög þungbúið var á jöklinum og því ógjörningur að lenda þar. Voru þá björgunarsveitirnar sendar út. Innlent 13.10.2005 19:29
Stjórnarformaður FL fær ádrepu Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, sakaði Hannes Smárason stjórnarformann um að virða hvorki starfsreglur né samþykktir félagsins á hluthafafundi í dag. Þrír stjórnarmenn sögðu af sér í lok júní og þrír aðrir seldu allan hlut sinn í félaginu og hurfu á braut. Innlent 13.10.2005 19:29
Fylgisbreytingin eru tíðindi <font face="Helv"> </font>Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt. Innlent 13.10.2005 19:29
Veislan er að hefjast Veislan er að hefjast auglýsa hrefnuveiðimenn þessa dagana og vísa til þess að nú er hægt að nálgast ferskt hrefnukjöt í næstu nýlenduvörubúð. Kílóverðið af hrefnulundum úr kjötborði er í kringum 1300 krónur út úr búð, en hægt er að fá frosið hrefnukjöt á undir sex hundruð krónum kílóið. Konráð Eggertsson og félagar á Halldóri Sigurðssyni hafa landað tveimur skepnum. Innlent 13.10.2005 19:29
Óánægja með stjórnarhætti "Ég treysti mér einfaldlega ekki lengur til að starfa við núverandi stjórnarhætti hjá félaginu," segir Inga Jóna Þórðardóttir sem gaf skýringu á úrsögn sinni úr stjórn FL-group á hluthafafundi félagsins sem haldinn var á Nordica hótel í gær. Innlent 13.10.2005 19:29
Olívuerð hækkar enn Olíuverð hefur enn hækkað og er nú komið nærri sextíu og einum dollar á fatið. Það komst raunar í ríflega sextíu og tvo dollara um skamma stund eftir hryðjuverkaárásirnar í London í gær en efnahagssérfræðingar segja nú ljóst að þær árásir muni ekki hafa nein mælanleg áhrif á efnahagsþróun á heimsmarkaði.</font /> Innlent 13.10.2005 19:28
Hvetja R-listann til að hætta "Við hvetjum R-listann til að hætta samstarfsviðræðum nú þegar," segir Örn Sigurðsson, talsmaður Höfuðborgarsamtakana. "Þessar þreyfingar um uppstillingu listans eru hrein móðgun við alla kjósendur og almenna skynsemi," bætir hann við. Innlent 13.10.2005 19:29