Innlent

Birmingham rýmd

Tuttugu þúsund manns voru flutt úr miðborg Birmingham á Englandi í nótt eftir að öryggisviðvörun var gefin þar, aðeins þremur dögum eftir að fimmtíu manns voru ráðin af dögum í hryðjuverkaárásum í Lundúnum. Sérsveitir lögreglunnar sprengdu í loft upp böggul sem fannst í strætisvagni, en það reyndist ekki vera sprengja. Talsmenn lögregluyfirvalda segjast hafa fengið mjög ákveðnar vísbendingar um tímasetningu og staðsetningu árása og að enginn vafi leiki á því að íbúar í Birmingham hafi verið í hættu í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×