Innlent

Fréttamynd

Fleiri dauðsföll sökum inflúensu

Infúensa í byrjun árs er talin hafa valdið því að dánartölur fyrstu tíu vikur ársins eru mun hærri en meðaltalið segir til um. Fyrstu tvær vikurnar í febrúar létust á bilinu 55 til 60 hvora viku sem er yfir efri viðmiðunarmörkum.

Innlent
Fréttamynd

Ræningjans enn leitað

Lögreglan leitar enn manns sem framdi vopnað rán í Lyf og heilsu í Domus Medica upp úr klukkan hálf eitt í dag. Maðurinn, sem var með klút fyrir andlitinu og hníf í hendi, kom inn í apótekið og ógnaði starfsfólki.

Innlent
Fréttamynd

Harður árekstur í Húnavatnssýslu

Harður árekstur varð í Húnavatnssýslu á Þjóðvegi eitt á móts við bæinn Vatnshorn rétt fyrir klukkan eitt. Einn hlaut beinbrot en aðrir slösuðust minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Kúabændur fari yfir skipulagið

Landsamband Kúabænda hvetur kúabændur til að fara yfir framleiðsluskipulag búa sinna þar sem framleiða þarf meiri mjólk. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri afurðastöðva var mjólkurframleiðslan í júní 9,9 milljónir lítra en í júní í fyrra var hún 10,1 milljón lítra.

Innlent
Fréttamynd

Námskeið í uppeldi á Suðurnesjum

Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði.

Innlent
Fréttamynd

Árni segist aldrei hafa sagt ósatt

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist aldrei hafa sagt Alþingi ósatt. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki fara út fyrir lánaheimildir sínar og að sjóðurinn sé ekki að lána eftir tveimur leiðum, beint til lántakenda og til lántakenda í gegnum banka og sparisjóði.

Innlent
Fréttamynd

800 milljóna lækkun á veltu

Þrátt fyrir að vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að hækka þá er farið að draga úr veltunni og kaupsamningum fer fækkandi. Veltan í nýliðinni viku var liðlega 4,2 milljarðar króna og hefur því lækkað um 300 milljónir síðan í apríl og um 800 milljónir síðan í desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harður árekstur tveggja vörubíla

Vörubílstjóri var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir mjög harðan árekstur tveggja vörubifreiða og fólksbíls við Vatnshorn í Húnaþingi vestra eftir hádegi í gær. Annar vörubílstjórinn slasaðist minna og tveir sem í fólksbílnum voru sluppu nær ómeiddir.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn deildarforseti á Bifröst

Bernhard Þór Bernhardsson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hann hefur þegar tekið til starfa en Magnús Árni Magnússon, fráfarandi forseti viðskiptadeildar, er nýráðinn deildarforseti félagsvísinda- og hagfræðideildar skólans. Átta sóttu um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

2,9% hagvöxtur á fyrsta fjórðungi

Hagvöxtur mældist 2,9% að raunvirði á fyrsta fjórðungi ársins að því er fram kemur í hálffimm fréttum KB banka. Bankinn segir minni vöxt landsframleiðslu ekki hægt að rekja til minni eftirspurnar því þjóðarútgjöld uxu alls um 11% að raunvirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grípur ekki til aðgerða

Fjármálaeftirlitið ætlar ekki að grípa til aðgerða vegna sölu Íslandsbanka á tæplega 67 prósenta hlut í Sjóvá til eins af stjórnarmönnum bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lána einungis fyrir brunabótamati

Nú er orðið mun erfiðara að kaupa gamlar íbúðir en verið hefur þar sem bankarnir eru almennt hættir að lána nema sem nemur brunabótamati. Það getur hins vegar verið svo langt undir markaðsverði að bilið getur orðið óbrúanlegt fyrir kaupandann. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk mánuð fyrir að aka á stúlku

Tæplega tvítugur piltur var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að aka niður 15 ára gamla stúlku við Bíldudal um miðjan júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð R-listans að ráðast

Það gæti ráðist á fundi viðræðunefndar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í dag hvort R-lista flokkarnir bjóða áfram sameiginlega fram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi hvalveiðarnar við Koizumi

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í dag fund í Tókýó með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. stuðning Íslands við tillögu Japans og fleiri ríkja um fjölgun sæta í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá undirstrikaði Halldór mikilvægi Japansmarkaðar fyrir áframhaldandi hvalveiðar í vísindaskyni við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán í Domus Medica

Vopnað rán var framið í Lyf og heilsu í Domus Medica við Egilsgötu fyrir stundu. Maður með klút fyrir andlitinu og hníf í hendi kom inn í apótekið og ógnaði starfsfólki. Ræninginn beitti hnífnum þó ekki en hafði lítilræði af lyfjum á brott með sér.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu hettusóttartilfellin í 6 ár

Hettusótt, sem ekki hefur greinst hér á landi síðan árið 1999, greindist nýverið í þremur einstaklingum. Tveir þeirra sem sýktust höfðu ekki verið bólusettir gegn hettusótt að því er fram kemur í farsóttarfréttum frá Landlæknisembættinu. 

Innlent
Fréttamynd

Veiði mun betri en í fyrra

Það er rífandi gangur í laxveiðinni og víða er veiði mun betri en í fyrra. Veiðin í Norðurá er nærri helmingi meiri en á sama tíma í fyrra og Laxá í Kjós er að taka við sér eftir slaka byrjun.

Innlent
Fréttamynd

Félagsþjónusta á síðasta ári

Alls fengu 14.475 heimili í Reykjavík þjónustu hjá Félagsþjónustunni á síðasta ári. Algengasta þjónustan sem var veitt eru húsaleigubætur og nokkra athygli vekur að fjöldi þiggjenda var mun meiri á síðasta ári en árið 2003, en það var á síðari hluta síðasta árs sem bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn framkvæmdastjóri Samson

Birgir Már Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samson eignarhaldsfélags ehf. en félagið fer með um 45% eignarhlut í Landsbanka Íslands. Birgir Már er fæddur árið 1974 og lauk hann embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1999. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögum frá Lagaskóla Harvard árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan aðhafðist ekki

Lögreglan sá ekki ástæðu til að aðhafast þegar barnslát á Kvennadeild Landspítalans var kært þangað en spítalinn og læknirinn sem kom að málinu hafa verið dæmdir til skaðabótagreiðslu fyrir stórfellt gáleysi. Allir læknar kvennadeildarinnar gáfu út yfirlýsingu í fyrra þar sem fullu trausti er lýst á viðkomandi lækni.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að svara Helga

Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagðist í bréfi sem hann sendi Helga Hjörvar alþingismanni ekki telja í sínum verkahring að leita svara við einstökum spurningum, sem kunna að vakna í huga nefndarmanna um sölu ríkisbankanna.

Innlent
Fréttamynd

Lýstu yfir fullu trausti

Allir starfandi læknar á kvennadeild Landspítalans sögðust í yfirlýsingu í mars á síðasta ári bera fullt traust til þess fæðingarlæknis sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag fyrir stórfellt gáleysi. Yfirmaður lækninga á kvennadeild vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofan leitaði eftir því en læknamistökin urðu til þess að ungbarn lést.

Innlent
Fréttamynd

Persónuvernd krefst skýringa

Persónuvernd hefur krafið Landspítalann um skýringar á rafrænu sjúkraskrárkerfi spítalans og þeirri ákvörðun að hætta að takmarka aðgang að gagnagrunni spítalans, við ákveðnar sérgreinar. Allir læknar hafa nú aðgang að öllum sjúkráskrám á rafrænu formi, fyrir utan nokkra sjúkdómaflokka sem gætu fallið undir feimnismál.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn gæti sprungið í dag

Það getur ráðið úrslitum um framtíð Reykjavíkurlistans hvaða tillögur Samfylkingin leggur fram á viðræðufundi aðildarflokkanna í dag. Fari fulltrúar hennar fram á fleiri sæti en boðið hefur verið getur það þýtt endalok listans. </font />

Innlent
Fréttamynd

Vatn Eyjabakka virkjað

Upphaflega stóð til að sökkva Eyjabökkum og gera þar stórt miðlunarlón. Þau áform mættu harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka og var fallið frá þeim fyrir fimm árum þegar erlendir samningsaðilar vildu stærra álver sem kallaði á meiri orku. Það var þó aldrei hætt við að virkja vatnið af Eyjabökkum, það verður í staðinn gert með með litlu lóni.

Innlent
Fréttamynd

Órói á Sæluhelgi

Grunur leikur á að karlmaður hafi verið skallaður í andlitið á Suðureyri í nótt, en áverkar virðast ekki alvarlegir við fyrstu sýn að sögn lögreglu.  Enginn var handtekinn og árásin hefur ekki verið kærð.  Nú stendur yfir hátíðin Sæluhelgi á Suðureyri og er þar talsverður fjöldi gesta.  Sérstakt eftirlit hefur verið með ungmennum og hefur verið lagt hald á áfengi í fórum nokkurra unglinga undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Baugur með augum Breta

Breskir fjölmiðlar halda því fram í umfangsmikilli umfjöllun sinni um Baugsmálið að sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild séu kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglusjóra á hendur Baugsmönnum. Óhætt er að segja að breskir blaðamenn dragi upp all sérstaka mynd af íslensku þjóðfélagi í skrifum sínum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Erlendum ferðamanni bjargað

Björgunarsveitir fundu erlendan ferðamann á Langjökli í gærkvöld en hann treysti sér ekki til að ganga lengra vegna eymsla í baki og hafði sett neyðarsendi í gang. Þyrla Landhelgisgæslunnar nam sendinguna og fór á staðinn til að reyna að miða út staðsetningu. 

Innlent
Fréttamynd

Engin þörf á fjölgun

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri gefur lítið fyrir ummæli Arnar Sigurðssonar, talsmanns Höfuðborgarsamtakanna, um að flokkarnir sem standa að R-lista ættu að slíta að samstarfi sínu og frekar beita sér fyrir að fjölga borgarfulltrúum svo skipting þeirra endurspegli betur vilja almennings.

Innlent