Innlent

Erlendum ferðamanni bjargað

Björgunarsveitir fundu erlendan ferðamann á Langjökli í gærkvöld en hann treysti sér ekki til að ganga lengra vegna eymsla í baki og hafði sett neyðarsendi í gang. Þyrla Landhelgisgæslunnar nam sendinguna og fór á staðinn til að reyna að miða út staðsetningu. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Vesturlandi voru kallaðar út, þrjátíu menn á tólf vélsleðum og sex bílum tóku þátt í leitinni ásamt starfsmönnum á Skálparnesi á snjótroðara og vélsleðum. Vel gekk að finna manninn út frá upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Eftir að búnaður mannsins hafði verið grafinn upp var hann fluttur niður af jöklinum og lauk aðgerðum klukkan ellefu, sjö tímum eftir að kallið barst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×