Innlent Þrívíddarskönnun við jarðgangagerð Ný tækni, þrívíddarskönnun með leysigeislum, gefur bormönnum Arnarfells á Eyjabökkum mun nákvæmari mynd af framvindu jarðgangagerðar en hingað til hefur þekkst hérlendis. Innlent 13.10.2005 19:30 Kennsl borin á líkið Maðurinn sem fannst myrtur í Boksburg í Suður Afríku á sunnudag hét Gísli Þorkelsson. Hann var fæddur árið 1951 og hafði búið í Suður Afríku í ellefu ár. Dánarorsök er ókunn en búist er við að líkið verði krufið á morgun Kona og karl eru grunuð um að hafa myrt manninn og mæta þau fyrir rétt í dag þar sem þeim verða birtar ákærur. Þau verða ákærð fyrir morð og fjársvik. Innlent 13.10.2005 19:30 Fjallagarpar á leið til Grænlands Fjórir íslenskir fjallagarpar á fimmtugsaldri halda til Grænlands á morgun til að etja kappi við náttúruöflin og fjallagarpa af öðrum þjóðernum. Þeir telja engar líkur á sigri og voru í óða önn við að birgja sig upp af óhollustu. Innlent 13.10.2005 19:30 Bréf í deCode hækkandi Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar hafa hækkað úr 5,5 dollurum á hlut í byrjun apríl upp í rúma tíu dollara, sem er hátt í tvöföldun. Þau hafa reyndar áður komist í tíu dollara og þar yfir, og enn er langt í að þau nái því hámarki sem þau komust í á gráa markaðnum hér á landi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:30 Heilbrigðisstofnun sýkn saka Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Suðurlands af rúmlega 28 milljón króna bótakröfu læknis sem þar starfaði en var sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika og endurtekinna kvartana sjúklinga. Innlent 13.10.2005 19:30 Mikil kjaraskerðing Verðhækkanir á dísilolíu hafa í för með sér gríðarlegan kostnaðarauka," segir Hlynur Snæland Lárusson, deildarstjóri bílaútgerðar hjá ferðaskrifstofunni Snæland Grímssyni. "Sérstaklega er um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir þröngan kjarna manna sem lifa á bílaútgerð." Innlent 13.10.2005 19:30 Blaðamenn gæti meðalhófs Stjórn Persónuverndar hefur sent frá sér álit um meðferð persónuupplýsinga og myndbirtingar á fréttamiðlum. Í álitinu kemur fram að fréttamenn skuli gæta meðalhófs í meðferð persónuupplýsinga og hafa í huga hvaða hagsmunum það þjóni að fjalla um einkamálefni einstaklinga án þeirra samþykkis. Innlent 13.10.2005 19:30 Verð á íbúðarhúsnæði fer lækkandi Vísbendingar eru um að íbúðarhúsnæði sé hætt að hækka í verði og hafi jafnvel lækkað lítillega síðustu daga, að mati Greiningardeildar Íslandsbanka. Deildin byggir þetta á gögnum frá Fasteignamati Ríkisins þar sem fram komi að verð á íbúðum í fjölbýli hafi hækkað mjög lítið síðustu dagana og lækkað um nokkur prósent í sérbýli á sama tímabili. Innlent 13.10.2005 19:30 Var myrtur við komuna frá BNA Gísli Þorkelsson, sem myrtur var í Suður-Afríku fyrir rúmum fimm vikum, var að koma úr heimsókn til systur sinnar í Bandaríkjunum. Þar hitti hann uppkominn son sinn, sem hann hafði boðið út að hitta sig. Lík Gísla verður flutt til Íslands til jarðsetningar. Innlent 13.10.2005 19:30 Konan játar að hafa banað Gísla Konan sem kom fyrir rétt í dag í Boksburg í Suður Afríku hefur játað að hafa orðið Gísla Þorkelsyni að bana, en frá þessu er greint á fréttavef News 24 í Suður Afríku. Konan og maðurinn voru úrskurðuð í gæsluvarðhald til 22. ágúst eða þar til þau koma aftur fyrir rétt þar í landi. Innlent 13.10.2005 19:30 Met í Norðurá Veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og Ingólfur Ásgeirsson flugmaður veiddu í sameiningu sjötíu og tvo laxa á eina stöng á þremur dögum í Norðurá í vikunni og hefur aldrei fyrr fengist annar eins afli á eina stöng úr ánni. Innlent 13.10.2005 19:30 Ekki dregur úr flugi til Lundúna Hryðjuverkin í Lundúnum á fimmtudag, þar sem að minnsta kosti 52 biðu bana og fjöldi særðist, hafa lítt eða ekki dregið úr áhuga fólks á að ferðast til borgarinnar. Innlent 13.10.2005 19:30 Ofsaakstur á nýju Hringbrautinni Ökumaður var stöðvaður á nýju Hringbrautinni í Reykjavík í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hann á hundrað sextíu og fjögurra kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á rösklega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, eða níutíu og fjórum kílómetrum yfir hámarkshraðanum. Innlent 13.10.2005 19:30 Gjaldfrjáls leikskóli um allt land Gjaldfrjáls leikskóli er það sem koma skal um allt land, segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Frá og með 1. september borga Súðvíkingar ekkert fyrir að senda börn sín í leikskóla. Innlent 13.10.2005 19:30 Varðhald fellt úr gildi Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. júlí þess efnis að meintur kynferðisglæpamaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 15. júlí eins og Lögreglustjórinn í Reykjavík hafði farið fram á. Innlent 13.10.2005 19:30 Gísli þekkti morðingja sína Fimmtíu og fjögurra ára Íslendingur sem var myrtur í Suður-Afríku hét Gísli Þorkelsson. Hann hafði búið í Suður-Afríku í ellefu ár og starfaði á eigin vegum við viðskipti. Hann á einn uppkominn son sem er búsettur á Íslandi. Innlent 13.10.2005 19:30 Vilja framtöl áratugi aftur í tíma Landssamtök Lífeyrissjóða hafa sent um þúsund öryrkjum bréf þar sem óskað er eftir skattframtölum síðustu þriggja ára fyrir örorkumat þeirra. Í einhverjum tilvikum er beðið um skattframtöl frá áttunda áratugnum, en einstaklingum er aðeins skylt að geyma skattframtöl í sex ár. Innlent 13.10.2005 19:30 Eitt og hálft ár fyrir nauðgun Maður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að nauðga ungri stúlku á heimili hennar á Ísafirði eftir samkvæmi síðasta sumar. Stúlkan hafði lagst til svefns með vini sínum, en maðurinn vakti hann og vísaði burt áður en hann hóf að samfarir við stúlkuna sem þá vaknaði. Innlent 13.10.2005 19:30 Kona játaði aðild að morðinu Tvennt er í haldi lögreglu vegna morðsins á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum athafnamanni, í Suður-Afríku, 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona. Réttað verður í máli þeirra í lok ágúst. Dánarorsök Gísla er enn ókunn en hann verður krufinn í dag. Innlent 13.10.2005 19:30 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun Þrjátíu og átta ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað átján ára stúlku á Ísafirði í júní í fyrra. Maðurinn, var ákærður fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna á heimili hennar gegn vilja hennar, en stúlkan var mjög ölvuð þegar nauðgunin átti sér stað. Innlent 13.10.2005 19:30 Aron Pálmi fær námssjóð Stuðningshópur Arons Pálma Ágústssonar sem situr í stofufangelsi í Texas í Bandaríkjunum mun á morgun leggja hálfa milljón króna í sérstakan námssjóð fyrir Aron Pálma, en hann verður tuttugu og tveggja ára á morgun. Innlent 13.10.2005 19:30 Níu íbúðir eldri borgara rýmdar Milljónatjón varð í íbúðum aldraðra í Breiðabliki í Neskaupstað aðfaranótt þriðjudags þegar vatnssía við vatnsinntak í kjallara gaf sig og kalt vatn flæddi um 350 fermetra gólfflöt kjallarans. Innlent 13.10.2005 19:30 Gegnumlýsing í Leifsstöð biluð Gegnumlýsingartæki í Leifsstöð bilaði í gær og tókst ekki að gegumlýsa allan farangur einnar flugvélar sem hélt utan í gærdag. Reynt var að notast við sérstaka bifreið sem notuð er til að gegnumlýsa farangur en hún er ekki jafn afkastamikil og tækin inni í flugstöðinni. Því voru tólf töskur skildar eftir og verða þær sendar með öðrum flugvélum í dag, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 19:30 Fleiri vilja skrá sig í sumarhús Skipulagsnefnd sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu hefur lagt til að ekki verði veitt leyfi til lögheimilis í frístundarbyggð nema að umsækjandi færi fram sannanir fyrir fastri búsetu sinni og skuli það gert með lögregluskýrslu þar sem umsækjandi færir einnig rök fyrir því að hann vilji búa í frístundarbyggð. Innlent 13.10.2005 19:30 Nýjar kartöflur eftirsóttar Fyrsta uppskera ársins af nýjum íslenskum kartöflum úr Þykkvabænum sem komu í verslanir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun kláruðust úr hillum verslana á nokkrum klukkustundum. Innlent 13.10.2005 19:30 Víðtæk samstaða um heilsársveg Norðlendingar hafa horfið frá umdeildum áformum um hálendisveg yfir Stórasand en ætla þess í stað að taka höndum saman við Sunnlendinga um gerð heilsársvegar yfir Kjöl. Veggjöld eiga að standa undir kostnaði við framkvæmdina og líst samgönguráðherra vel á hugmyndina. Innlent 13.10.2005 19:30 Sprengdi sektarskala lögreglunnar Ökumaður, sem var stöðvaður á nýju Hringbrautinni í Reykjavík í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hann á hundrað sextíu og fjögurra kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar, sprengdi sektarskala lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:30 Hækkaði vísitöluna um 0,06% Kerfisbreyting stjórnvalda á sölu á gasolíu á bíla hækkaði ein og sér vísitölu neysluverðs um 0,06 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:30 PFS vill skýringar á viðgerðartöf Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan. Innlent 13.10.2005 19:30 Sími Landhelgisgæslunnar niðri Sími Landhelgisgæslunnar, 545-2100, liggur niðri fram eftir degi. Neyðarnúmer gæslunnar, 511-3333, er hins vegar virkt. Innlent 13.10.2005 19:30 « ‹ ›
Þrívíddarskönnun við jarðgangagerð Ný tækni, þrívíddarskönnun með leysigeislum, gefur bormönnum Arnarfells á Eyjabökkum mun nákvæmari mynd af framvindu jarðgangagerðar en hingað til hefur þekkst hérlendis. Innlent 13.10.2005 19:30
Kennsl borin á líkið Maðurinn sem fannst myrtur í Boksburg í Suður Afríku á sunnudag hét Gísli Þorkelsson. Hann var fæddur árið 1951 og hafði búið í Suður Afríku í ellefu ár. Dánarorsök er ókunn en búist er við að líkið verði krufið á morgun Kona og karl eru grunuð um að hafa myrt manninn og mæta þau fyrir rétt í dag þar sem þeim verða birtar ákærur. Þau verða ákærð fyrir morð og fjársvik. Innlent 13.10.2005 19:30
Fjallagarpar á leið til Grænlands Fjórir íslenskir fjallagarpar á fimmtugsaldri halda til Grænlands á morgun til að etja kappi við náttúruöflin og fjallagarpa af öðrum þjóðernum. Þeir telja engar líkur á sigri og voru í óða önn við að birgja sig upp af óhollustu. Innlent 13.10.2005 19:30
Bréf í deCode hækkandi Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar hafa hækkað úr 5,5 dollurum á hlut í byrjun apríl upp í rúma tíu dollara, sem er hátt í tvöföldun. Þau hafa reyndar áður komist í tíu dollara og þar yfir, og enn er langt í að þau nái því hámarki sem þau komust í á gráa markaðnum hér á landi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:30
Heilbrigðisstofnun sýkn saka Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Suðurlands af rúmlega 28 milljón króna bótakröfu læknis sem þar starfaði en var sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika og endurtekinna kvartana sjúklinga. Innlent 13.10.2005 19:30
Mikil kjaraskerðing Verðhækkanir á dísilolíu hafa í för með sér gríðarlegan kostnaðarauka," segir Hlynur Snæland Lárusson, deildarstjóri bílaútgerðar hjá ferðaskrifstofunni Snæland Grímssyni. "Sérstaklega er um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir þröngan kjarna manna sem lifa á bílaútgerð." Innlent 13.10.2005 19:30
Blaðamenn gæti meðalhófs Stjórn Persónuverndar hefur sent frá sér álit um meðferð persónuupplýsinga og myndbirtingar á fréttamiðlum. Í álitinu kemur fram að fréttamenn skuli gæta meðalhófs í meðferð persónuupplýsinga og hafa í huga hvaða hagsmunum það þjóni að fjalla um einkamálefni einstaklinga án þeirra samþykkis. Innlent 13.10.2005 19:30
Verð á íbúðarhúsnæði fer lækkandi Vísbendingar eru um að íbúðarhúsnæði sé hætt að hækka í verði og hafi jafnvel lækkað lítillega síðustu daga, að mati Greiningardeildar Íslandsbanka. Deildin byggir þetta á gögnum frá Fasteignamati Ríkisins þar sem fram komi að verð á íbúðum í fjölbýli hafi hækkað mjög lítið síðustu dagana og lækkað um nokkur prósent í sérbýli á sama tímabili. Innlent 13.10.2005 19:30
Var myrtur við komuna frá BNA Gísli Þorkelsson, sem myrtur var í Suður-Afríku fyrir rúmum fimm vikum, var að koma úr heimsókn til systur sinnar í Bandaríkjunum. Þar hitti hann uppkominn son sinn, sem hann hafði boðið út að hitta sig. Lík Gísla verður flutt til Íslands til jarðsetningar. Innlent 13.10.2005 19:30
Konan játar að hafa banað Gísla Konan sem kom fyrir rétt í dag í Boksburg í Suður Afríku hefur játað að hafa orðið Gísla Þorkelsyni að bana, en frá þessu er greint á fréttavef News 24 í Suður Afríku. Konan og maðurinn voru úrskurðuð í gæsluvarðhald til 22. ágúst eða þar til þau koma aftur fyrir rétt þar í landi. Innlent 13.10.2005 19:30
Met í Norðurá Veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og Ingólfur Ásgeirsson flugmaður veiddu í sameiningu sjötíu og tvo laxa á eina stöng á þremur dögum í Norðurá í vikunni og hefur aldrei fyrr fengist annar eins afli á eina stöng úr ánni. Innlent 13.10.2005 19:30
Ekki dregur úr flugi til Lundúna Hryðjuverkin í Lundúnum á fimmtudag, þar sem að minnsta kosti 52 biðu bana og fjöldi særðist, hafa lítt eða ekki dregið úr áhuga fólks á að ferðast til borgarinnar. Innlent 13.10.2005 19:30
Ofsaakstur á nýju Hringbrautinni Ökumaður var stöðvaður á nýju Hringbrautinni í Reykjavík í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hann á hundrað sextíu og fjögurra kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á rösklega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, eða níutíu og fjórum kílómetrum yfir hámarkshraðanum. Innlent 13.10.2005 19:30
Gjaldfrjáls leikskóli um allt land Gjaldfrjáls leikskóli er það sem koma skal um allt land, segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Frá og með 1. september borga Súðvíkingar ekkert fyrir að senda börn sín í leikskóla. Innlent 13.10.2005 19:30
Varðhald fellt úr gildi Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. júlí þess efnis að meintur kynferðisglæpamaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 15. júlí eins og Lögreglustjórinn í Reykjavík hafði farið fram á. Innlent 13.10.2005 19:30
Gísli þekkti morðingja sína Fimmtíu og fjögurra ára Íslendingur sem var myrtur í Suður-Afríku hét Gísli Þorkelsson. Hann hafði búið í Suður-Afríku í ellefu ár og starfaði á eigin vegum við viðskipti. Hann á einn uppkominn son sem er búsettur á Íslandi. Innlent 13.10.2005 19:30
Vilja framtöl áratugi aftur í tíma Landssamtök Lífeyrissjóða hafa sent um þúsund öryrkjum bréf þar sem óskað er eftir skattframtölum síðustu þriggja ára fyrir örorkumat þeirra. Í einhverjum tilvikum er beðið um skattframtöl frá áttunda áratugnum, en einstaklingum er aðeins skylt að geyma skattframtöl í sex ár. Innlent 13.10.2005 19:30
Eitt og hálft ár fyrir nauðgun Maður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að nauðga ungri stúlku á heimili hennar á Ísafirði eftir samkvæmi síðasta sumar. Stúlkan hafði lagst til svefns með vini sínum, en maðurinn vakti hann og vísaði burt áður en hann hóf að samfarir við stúlkuna sem þá vaknaði. Innlent 13.10.2005 19:30
Kona játaði aðild að morðinu Tvennt er í haldi lögreglu vegna morðsins á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum athafnamanni, í Suður-Afríku, 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona. Réttað verður í máli þeirra í lok ágúst. Dánarorsök Gísla er enn ókunn en hann verður krufinn í dag. Innlent 13.10.2005 19:30
18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun Þrjátíu og átta ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað átján ára stúlku á Ísafirði í júní í fyrra. Maðurinn, var ákærður fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna á heimili hennar gegn vilja hennar, en stúlkan var mjög ölvuð þegar nauðgunin átti sér stað. Innlent 13.10.2005 19:30
Aron Pálmi fær námssjóð Stuðningshópur Arons Pálma Ágústssonar sem situr í stofufangelsi í Texas í Bandaríkjunum mun á morgun leggja hálfa milljón króna í sérstakan námssjóð fyrir Aron Pálma, en hann verður tuttugu og tveggja ára á morgun. Innlent 13.10.2005 19:30
Níu íbúðir eldri borgara rýmdar Milljónatjón varð í íbúðum aldraðra í Breiðabliki í Neskaupstað aðfaranótt þriðjudags þegar vatnssía við vatnsinntak í kjallara gaf sig og kalt vatn flæddi um 350 fermetra gólfflöt kjallarans. Innlent 13.10.2005 19:30
Gegnumlýsing í Leifsstöð biluð Gegnumlýsingartæki í Leifsstöð bilaði í gær og tókst ekki að gegumlýsa allan farangur einnar flugvélar sem hélt utan í gærdag. Reynt var að notast við sérstaka bifreið sem notuð er til að gegnumlýsa farangur en hún er ekki jafn afkastamikil og tækin inni í flugstöðinni. Því voru tólf töskur skildar eftir og verða þær sendar með öðrum flugvélum í dag, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 19:30
Fleiri vilja skrá sig í sumarhús Skipulagsnefnd sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu hefur lagt til að ekki verði veitt leyfi til lögheimilis í frístundarbyggð nema að umsækjandi færi fram sannanir fyrir fastri búsetu sinni og skuli það gert með lögregluskýrslu þar sem umsækjandi færir einnig rök fyrir því að hann vilji búa í frístundarbyggð. Innlent 13.10.2005 19:30
Nýjar kartöflur eftirsóttar Fyrsta uppskera ársins af nýjum íslenskum kartöflum úr Þykkvabænum sem komu í verslanir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun kláruðust úr hillum verslana á nokkrum klukkustundum. Innlent 13.10.2005 19:30
Víðtæk samstaða um heilsársveg Norðlendingar hafa horfið frá umdeildum áformum um hálendisveg yfir Stórasand en ætla þess í stað að taka höndum saman við Sunnlendinga um gerð heilsársvegar yfir Kjöl. Veggjöld eiga að standa undir kostnaði við framkvæmdina og líst samgönguráðherra vel á hugmyndina. Innlent 13.10.2005 19:30
Sprengdi sektarskala lögreglunnar Ökumaður, sem var stöðvaður á nýju Hringbrautinni í Reykjavík í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hann á hundrað sextíu og fjögurra kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar, sprengdi sektarskala lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:30
Hækkaði vísitöluna um 0,06% Kerfisbreyting stjórnvalda á sölu á gasolíu á bíla hækkaði ein og sér vísitölu neysluverðs um 0,06 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:30
PFS vill skýringar á viðgerðartöf Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan. Innlent 13.10.2005 19:30
Sími Landhelgisgæslunnar niðri Sími Landhelgisgæslunnar, 545-2100, liggur niðri fram eftir degi. Neyðarnúmer gæslunnar, 511-3333, er hins vegar virkt. Innlent 13.10.2005 19:30