Innlent

18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun

Þrjátíu og átta ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað átján ára stúlku á Ísafirði í júní í fyrra. Maðurinn, var ákærður fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna á heimili hennar gegn vilja hennar, en stúlkan var mjög ölvuð þegar nauðgunin átti sér stað. Í dómnum kemur fram að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir alvarlegt brot sem hafi beinst gegn persónu- og kynfrelsi ungrar stúlku. Ráða megi af framburði læknis og sálfræðings að brotið hafi haft í för með sér verulega andlegar afleiðingar fyrir hana. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í skaðabætur, auk sakarkostnaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×