Innlent

Sprengdi sektarskala lögreglunnar

Ökumaður, sem var stöðvaður á nýju Hringbrautinni í Reykjavík í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hann á hundrað sextíu og fjögurra kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar, sprengdi sektarskala lögreglunnar. Hann var á rösklega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, eða níutíu og fjórum kílómetrum yfir hámarkshraðanum. Þannig nam umframhraðinn einn, meiru en hæsta leyfilegum hraða á landinu öllu. Ökumaðurinn var sviftur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða og ákveður dómari síðan hversu sviftingin verður löng, og sektina. Lögreglan fer eftir ákveðnum skala þegar sektir eru ákveðnar fyri hraða umfram hámarkshraða, en hann nær ekki nema upp í 150 kílómetra hraða þar sem hámarkið er 70 kílómetarr og ökumaðurinn sprengdi því refsiskalann, þannig að ekki er hægt að ljúka málinu með sekt. Það verður að ákæra í málinu og samkvæmt upplýsingum lögreglu gæti sektin að öllum líkindum numið um það bil hundrað þúsund krónum og svifting ökuleyfis orðið á bilinu þrír til sex mánuðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×