Innlent

Kennsl borin á líkið

Maðurinn sem fannst myrtur í Boksburg í Suður Afríku á sunnudag hét Gísli Þorkelsson. Hann var fæddur árið 1951 og hafði búið í Suður Afríku í ellefu ár. Dánarorsök er ókunn en búist er við að líkið verði krufið á morgun. Kona og karl eru grunuð um að hafa myrt manninn og mæta þau fyrir rétt í dag þar sem þeim verða birtar ákærur. Þau verða ákærð fyrir morð og fjársvik. André Wendermerves rannsóknarlögreglumaður í Boksburg sagði í samtali við fréttastofu að parið hafi selt bifreið mannsins. Það hafi einnig reynt að fá aðgang að bankareikningum mannsins, en það hafi ekki tekist. Að sögn Wendermerves er gert ráð fyrir að niðurstaða krufningar liggi fyrir á morgun. Parið sem er í haldi lögreglunnar og verður ákært í dag þekkti hinn myrta að sögn Wendermerwes. Karlmaðurinn er 28 ára og konan 43 ára. Þau hafa ekki játað verknaðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×