Innlent

Fréttamynd

Frístundaveiði bara í soðið

Svo getur farið að vestfirsk fyrirtæki, sem ætla að fara að gera út á erlenda sjóstangaveiðimenn, verði að kaupa handa þeim kvóta. Í lögum um fiskveiðar eru svonefndar frístundaveiðar skilgreindar svo að hverjum sem er sé heimilt að veiða sér í soðið, en sú hófsemi vill fara úr böndunum.

Innlent
Fréttamynd

Sniglatilkynningar streyma inn

"Ég er búinn að fá fullt af sniglatilkynningum," sagði Erling Ólafsson dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, spurður um hvort spánarsnigillinn illræmdi hefði látið á sér kræla hér á landi í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Fundur í dag hjá R - flokkunum

Viðræðunefnd flokkanna, sem standa að R-listanum kemur saman til fundar í dag eftir langt hlé, enda liggur ekki enn fyrir hvort flokkarnir ætli að standa að sameiginlegu framboði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur Actavis jukust um 14,4%

Heildartekjur Actavis námu 9,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og jukust um 14,4 prósent. Það finnst stjórnendum tæpast nóg, en búast við betri afkomu síðari hluta ársins. Robert Wessman, forstjóri Actavis, segir að ársfjórðungurinn hafi verið annasamur hjá félaginu þar sem bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide var keypt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameiningarkosningar í október

Þann 8. október næstkomandi munu 16 sameiningarkosningar fara fram í 62 sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst laugardaginn 13. ágúst 2005 og er unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt, sendiráðum, fastanefndum hjá alþjóðastofnunum og ræðismönnum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Framboðsmál enn í lausu lofti

Stefnt er að því að viðræðunefnd flokkanna sem standa að R-listanum komi saman á morgun, en hún hefur ekki haldið fund síðan fyrir verslunarmannahelgi og má því segja að framboðsmál listans séu enn í lausu lofti.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskir auðmenn kaupa á Spáni

Íslenskir fjárfestar hafa keypt land á Spáni fyrir rúma átta milljarða króna. Á svæðinu verður reist glæsihótel og íbúðarhús fyrir ríka Evrópubúa. Um er að ræða tvær milljónir fermetra lands í Murcia héraði á suð-austur Spáni í nágrenni en ferðamannastaðarins La Manga.

Innlent
Fréttamynd

Hús fyrir fuglaskoðara á Reykhólum

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði er sagt frá því að verið sé að reisa fuglaskoðunarhús við Langavatn í Reykhólahreppi. Það er sveitarfélagið sem stendur að byggingu hússins með styrk frá Ferðamálaráði.

Innlent
Fréttamynd

Sandstormur í Írak

Gríðarlegur sandstormur geisar í Írak og hamlar skyggni sem nú er einungis tveir til þrír metrar. Götur í Bagdad eru að mestu leyti mannlausar og sjúkrahús eru að fyllast af sjúklingum sem eiga við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma að stríða.

Innlent
Fréttamynd

Amnesty sýnir í Blöndustöð

Á hverju sumri opnar Landsvirkjun mörg orkuver sín fyrir ferðafólki og eru þar haldnir ýmisskonar viðburðir.<span style="mso-spacerun: yes">  Í Blöndustöð á Norðvesturlandi er áhugaverð sýning Amnesty International sem opnuð var í byrjun ágúst.</span>

Innlent
Fréttamynd

Hvalhræ á reki í Faxaflóa

"Það er alveg klárt að þetta eru fituleifar og innyfli úr veiddri hrefnu," segir Viðar Helgason, leiðsögumaður á hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni, en í síðasta mánuði hafa hvalaskoðunarmenn rekist á tvö hvalahræ um það bil tveimur mílum utan við innsiglinguna í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Lítið um leyfislausa hópferðabíla

"Það er afar lítið um slík tilvik í hópbílabransanum en kannski öllu meira í annars konar verktöku," segir Sveinn Ingi lýðsson, umferðareftirlitsmaður Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sérleyfisleiðir boðnar út

Ríkiskaup hafa boðið út sérleyfisleiðir vegna áætlunar- og skólaaksturs á árunum 2006 til 2008. Alls er um að ræða fjörutíu sérleyfisleiðir um allt land og er þetta í fyrsta skipti sem allar sérleyfisleiðirnar eru boðnar út.

Innlent
Fréttamynd

Fyrri gröf Egils fundin?

Jessie Byock, prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, leggur áherslu á að vinna þeirra í Mosfellsdalnum beinist ekki að því að finna gröf Egils Skallagrímssonar. Uppgröfturinn í Mosfellsdal hefur staðið í mörg ár og kirkjan á Hrísbrú er sjötti staðurinn sem þeir grafa á.

Innlent
Fréttamynd

Unnið að brottvísun mótmælenda

Útlendingastofnun fékk í morgun gögn um tólf útlendinga sem sýslumaðurinn á Eskifirði fer fram á að verði vísað úr landi. Fólkið sem um ræðir mótmælti byggingu álvers á Reyðarfirði í síðustu viku meðal annars með því að klifra upp í krana og stöðvuðu þannig vinnu í nokkrar klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Lögum fylgt við starfslok Andra

Það er ekkert hægt að gera ef menn gera starfslokasamning af fúsum og frjálsum vilja í stað þess að fara í fæðingarorlof. Fyrirtæki sem meina feðrum að fara í fæðingarorlof myndu vart ráða konu á barneignaraldri til starfa.

Innlent
Fréttamynd

Óstundvísin á sér langa sögu

Icelandair hefur svo mánuðum skiptir verið með óstundvísustu flugfélögum Evrópu. Upplýsingafulltrúinn segir félagið hins vegar vera í mjög góðum málum.

Innlent
Fréttamynd

Féll úr rennibraut og tannbrotnaði

Rúmlega ársgamall drengur datt á höfuðið úr rennibraut í barnagæslu Sporthússins á dögunum. "Það brotnaði í honum tönn og hann marðist einnig á höfðinu," segir móðir hans. "Ég brýndi það sérstaklega fyrir gæslustúlkunum að hann mætti ekki vera einn í rennibrautinni.

Innlent
Fréttamynd

Neitun KEA veldur vonbrigðum

"Samfélagið gerir auknar kröfur um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og vonbrigði þegar atvinnulífið fylgir ekki með," segir Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.

Innlent
Fréttamynd

Sátt þrátt fyrir ónæði og tafir

Framkvæmdir við Laugaveg milli Barónsstígs og Snorrabrautar hófust í gær og verður gatan í kjölfarið lokuð um þriggja mánaða skeið. Framkvæmdastjóri hárgreiðslustofunnar Tony&Guy fagnar því að lífgað sé upp á götuna þó það kosti tafir og ónæði meðan á framkvæmdum stendur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki einhugur í stjórn KEA

Ekki var einhugur í stjórn KEA um þá skoðun að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður var á annarri skoðun og lét bóka það á fundi stjórnarinnar. Þórhallur Hermannsson varastjórnarmaður tók undir bókun hennar.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaðaraukning hjá Og Vodafone

321 milljóna króna hagnaður varð á rekstri Og fjarskipta hf. sem aftur skiptist í Og Vodafone og 365 prent- og ljósvakamiðla, eftir tekjuskatt á fyrri helmingi ársins 2005 samanborið við 222 milljóna króna hagnað miðað við sama tímabil í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innbrot í vesturborginni

Hjón í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturborginni vöknuðu upp við mannaferðir í íbúð sinni í nótt. Þau hringdu úr farsíma í lögregluna sem greip mennina á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja framhaldsskóla í Borgarnes

Bæjarstjórn Borgarbyggðar stefnir að því að funda með rektor Háskólans á Bifröst og skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um möguleika á að koma upp framhaldsskóla í Borgarnesi. Málið er á byrjunarstigi en þó hefur hugmyndin verið rædd við einhverja þingmenn kjördæmisins.

Innlent
Fréttamynd

Launaþak hefur áhrif á fáa

Launaþak Fæðingarorlofssjóðs hefur áhrif á rúmlega fjögur prósent umsækjenda, að því er fram kemur í fréttum Tryggingastofnunar ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Minnisvarði afhjúpaður

Minnisvarði um fórnarlömbin sex sem létust af völdum flugslyssins í Skerjafirði var afhjúpaður í gærkvöld.  Þá voru liðin fimm ár frá slysinu, en vélin flutti farþega frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Rollur við Reykjanesbraut

Sex kindur sáust á beit í mosavöxnu hrauninu við Reykjanesbrautina á dögunum. Þetta er í þriðja skiptið í sumar sem lögreglunni í Keflavík berast kvartanir vegna þessa. Kindurnar virtust ekkert kippa sér upp við umferðina.

Innlent
Fréttamynd

Fengu 5.000 krónur í laun á viku

Fulltrúar frá stéttarfélagi Vökuls á Hornafirði höfðu fyrir nokkru afskipti af störfum fjögurra þýskra stúlkna sem unnu á kaffihúsi á Breiðdalsvík á mun lægri töxtum en íslenskir kjarasamningar segja til um. Hættu stúlkurnar allar störfum í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Aukning farþega um Leifsstöð

Rétt liðlega ein milljón farþega fór um Leifsstöð fyrstu sjö mánuði ársins, sem er aukning um tíu prósent frá sama tímabili í fyrra og er þetta mesti farþegafjöldi til þessa.

Innlent