Innlent

Sameiningarkosningar í október

Þann 8. október næstkomandi munu 16 sameiningarkosningar fara fram í 62 sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst laugardaginn 13. ágúst 2005 og er unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt, sendiráðum, fastanefndum hjá alþjóðastofnunum og ræðismönnum Íslands. Sveitarfélög á Íslandi eru nú 101 talsins en þau voru 104 í upphafi árs 2004. Nú þegar hafa sameiningartillögur verið samþykktar í 12 sveitarfélögum og munu þær sameiningar taka gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í maí 2006, og verða sveitarfélögin þá 92. Ef allar sameiningartillögurnar sem kosið verður um 8. október næstkomandi hljóta samþykki verða sveitarfélögin 47 í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×