Innlent Nakapunda teflir fjöltefli í Bónus Namibíski skákmeistarinn Otto Nakapunda teflir fjöltefli við Bónus í Kringlunni í dag milli klukkan fjögur og sex. Nakapunda hefur verið hér á landi síðustu vikurnar í skákþjálfun á vegum Hróksins auk þess sem hann skrapp til Grænlands á skákmót. Ferðina hingað vann hann á skákmóti í Namibíu fyrr á árinu. Innlent 14.10.2005 06:39 Þetta er sögulegur fundur "Þetta er sögulegur fundur," sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, á ráðstefnu kvenkyns menningarmálaráðherra sem nú stendur yfir í Reykjavík. Innlent 14.10.2005 06:39 Vilji til að mæta óskum LHÍ um lóð Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að mæta óskum Listaháskólans um lóð í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Þetta kemur í bréfi sem rektori Listaháskólans hefur borist frá borgarstjóranum og háskólinn hefur birt. Innlent 14.10.2005 06:39 Synti Vestfirðina Sjórinn var kaldari en ég átti von á en á móti kemur að allstaðar fékk ég hlýrri móttökur en ég bjóst við," segir sundkappinn og fjöllistamaðurinn Benedikt Sigurðsson Lafleur sem lauk í gærkvöldi Vestfjarðasundi sínu þegar hann kom syndandi yfir þveran Ísafjörð. Innlent 14.10.2005 06:39 Útreið kvenna slæm "Könnun er gerð á laugardag og sunnudag, þegar áskorendurnir tveir, Gísli Marteinn og Stefán Jón, voru áberandi í fjölmiðlum. Báðir hafa boðið sig fram til forystu og ég sé ástæðu til að óska þeim til hamingju með það. Það eru þó margir óákveðnir og greinilegt að það eru margar konur sem ekki hafa gert upp hug sinn. Innlent 14.10.2005 06:39 JB styrkir Stígamót næstu þrjú ár Stígamót hafa gert þriggja ára samning við JB byggingafélag um styrk til reksturs sjálfshjálparhópa ásamt viðhaldi á húsnæði samtakanna. Starfsemi Stígamóta er umfangsmikil og hefur aukist á síðustu árum. Í tilkynningu frá Stígamótum kemur fram að á hverju ári leiti um 500 manns til samtakanna, þar af helmingur sem leitar hjálpar í fyrsta skipti. Innlent 14.10.2005 06:39 Sjálfstæðismenn fengju meirihluta Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í borginni, eða níu menn kjörna, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39 Konur jafnvel færari en karlar Konur eru jafn færar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum og hún lítur ekki vel út að mati Booth Blair. Innlent 14.10.2005 06:39 Fjölþjóðleg sprengjueyðingaræfing Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge 2005, hefst í dag. Landhelgisgæslan og varnarliðið standa fyrir æfingunni en markmið hennar er að æfa viðbrögð við ýmiss konar hryðjuverkum, svo sem sjálfsmorðssprengjuárásum og sprengingum á flugvöllum, í höfnum og um borð í skipum. Innlent 14.10.2005 06:39 Fleiri vilja leiða sjálfstæðismenn Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi. Innlent 14.10.2005 06:39 Vonast eftir frelsi á hverri stund Búast má við að Rick Perry, ríkisstjóri Texas, afgreiði tillögur löggjafarþings Texas um lausn Arons Pálma Ágústssonar úr fangelsi í Texas í þessari viku. Að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns RJF-hópsins sem berst fyrir frelsi Arons Pálma, má jafnvel búast við ákvörðun í dag og segir hann að stóra stundin geti senn verið að renna upp. Innlent 14.10.2005 06:39 Bakarar og eigandi afgreiða "Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár svo ég veit það vel að oft er erfitt að fá starfsfólk á þessum tíma en ég man ekki eftir því að ástandið hafi nokkurn tíman verið svona slæmt," segir Birgir Páll Jónsson eigandi Nýja Kökuhússins í Kringlunni en hann sinnir nú afgreiðslustörfum þar sem ekki hefur tekist að manna þau störf hjá fyrirtækinu. Innlent 14.10.2005 06:39 100-200 ár milli stórra bylja Fellibyljir á borð við Katrínu ganga yfir þennan hluta Bandaríkjanna á 100 til 200 ára fresti. Loftþrýstingurinn í miðju bylsins er rétt um 915 millíbör, sem gerir það að verkum að sjór lyftist um fleiri metra þar sem hann gengur yfir, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 14.10.2005 06:39 Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi. Innlent 14.10.2005 06:39 Verðlaunahafarnir vinna saman Þau undur og stórmerki urðu á Íslandsmótinu í kranastjórnun á föstudag að þeir þrír sem unnu til verðlauna vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Heitir það Feðgar ehf og sinnir alhliða byggingaverktöku. Innlent 14.10.2005 06:39 Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með tæplega 54 prósenta fylgi. Samfylkingin og Vinstri grænir fengju samanlagt sex fulltrúa en Framsóknarflokkurinn fengi ekki mann í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39 Gísli Marteinn með fund í Iðnó Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar að tilkynna í dag hvaða sæti hann stefnir á að ná í prófkjöri flokksins sem fram fer í haust. Stuðningsmenn Gísla hafa boðað til fundar í Iðnó klukkan 3 í dag. Innlent 14.10.2005 06:39 Afsönnum kannanirnar "Þetta eru svipaðar tölur og birtust manni lengi fram eftir í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:39 Nema land á fíkniefnamarkaði hér Glæpahópar í Eystrasaltslöndunum eru með afkastamestu framleiðendum amfetamíns og e-taflna í Evrópu. Smygltilraun Litháa á brennisteinssýru til landsins er talin vísbending um að erlendir glæpamenn vilji flytja þekkingu sína hingað Innlent 14.10.2005 06:39 Vilhjálmur um könnun "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39 Tólf íslenskir strandaglópar Fjórar íslenskar fjölskyldur, 12 manns, eru strandaglópar á Hjaltlandseyjum eftir að Norræna ákvað að sleppa viðkomu í eyjunum í síðustu ferð sinni vegna veðurs. Fólkið átti að koma hingað til lands með ferjunni síðasta fimmtudag, en tefst um viku vegna þessa. Innlent 14.10.2005 06:39 Taka verður á launamálum Ekki er hægt að útdeila plássum sem losnað hafa nýlega á leikskólanum Nóaborg fyrr en tekist hefur að ráða fólk í þrjú stöðugildi. Borgarstjóri telur að taka verði á launamálum í kjarasamningum en segir ástandið ekki eiga að seinka loforðum um gjaldfrjálsan leikskóla. Innlent 14.10.2005 06:39 Gísli Marteinn í fyrsta sætið Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í haust. Stuðningsmenn Gísla Marteins boðuðu til fundar í Iðnó í gær þar sem Gísli Marteinn tilkynnti þessa ákvörðun sína. Innlent 14.10.2005 06:39 Fjöldi eiturlyfjafíkla þrefaldast Fleiri á biðlistum eftir vímuefnameðferð deyja en áður, og fíklarnir eru veikari nú en nokkru sinni fyrr, að sögn yfirlæknis á Vogi. Fjöldi eiturlyfjafíkla hefur þrefaldast hér á landi á síðustu tíu árum. Innlent 14.10.2005 06:39 Verða að halda vel á spilunum Sjálfstæðismenn mega vel við una en samt er kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi reykvísku stjórnmálaflokkanna. Innlent 14.10.2005 06:39 Óbreytt líðan Líðan konunnar sem slasaðist í eldsvoða í Stigahlíð í gærmorgun er óbreytt. Hún er enn þungt haldin og er henni haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Innlent 14.10.2005 06:39 Tap vegna ólöglegra DVD diska Gríðalega háar fjárhæðir tapast á hverju ári vegna ólöglegrar framleiðslu og sölu DVD-mynda. Sextíu prósent Hollywood-mynda koma út í tapi og má rekja stóran hluta þess til ólöglegrar framleiðslu myndanna. Innlent 14.10.2005 06:39 Býður sig fram í fyrsta sætið Gísli Marteinn Baldursson hefur tilkynnt að hann ætli bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri í haust. Innlent 14.10.2005 06:39 Hlupu frá slysstað Klukkan 07:05 barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda að bifreið hefði farið útaf Ólafsfjarðarvegi skammt norðan við bæinn Hvamm og hefðu 2 menn verið í bifreiðinni. Í tilkynningunni kom einnig fram að menn þessir væru nú á gangi til norðurs eftir Ólafsfjarðarvegi. Innlent 14.10.2005 06:39 Skólahald ekki hafið á Suðureyri Kennsla við Grunnskólann á Suðureyri hófst ekki í síðustu viku, eins og annars staðar á landinu, vegna byggingaframkvæmda við skólalóðina, sem eru hálfu ári á eftir áætlun. Netútgáfa Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá þessu. Innlent 14.10.2005 06:39 « ‹ ›
Nakapunda teflir fjöltefli í Bónus Namibíski skákmeistarinn Otto Nakapunda teflir fjöltefli við Bónus í Kringlunni í dag milli klukkan fjögur og sex. Nakapunda hefur verið hér á landi síðustu vikurnar í skákþjálfun á vegum Hróksins auk þess sem hann skrapp til Grænlands á skákmót. Ferðina hingað vann hann á skákmóti í Namibíu fyrr á árinu. Innlent 14.10.2005 06:39
Þetta er sögulegur fundur "Þetta er sögulegur fundur," sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, á ráðstefnu kvenkyns menningarmálaráðherra sem nú stendur yfir í Reykjavík. Innlent 14.10.2005 06:39
Vilji til að mæta óskum LHÍ um lóð Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að mæta óskum Listaháskólans um lóð í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Þetta kemur í bréfi sem rektori Listaháskólans hefur borist frá borgarstjóranum og háskólinn hefur birt. Innlent 14.10.2005 06:39
Synti Vestfirðina Sjórinn var kaldari en ég átti von á en á móti kemur að allstaðar fékk ég hlýrri móttökur en ég bjóst við," segir sundkappinn og fjöllistamaðurinn Benedikt Sigurðsson Lafleur sem lauk í gærkvöldi Vestfjarðasundi sínu þegar hann kom syndandi yfir þveran Ísafjörð. Innlent 14.10.2005 06:39
Útreið kvenna slæm "Könnun er gerð á laugardag og sunnudag, þegar áskorendurnir tveir, Gísli Marteinn og Stefán Jón, voru áberandi í fjölmiðlum. Báðir hafa boðið sig fram til forystu og ég sé ástæðu til að óska þeim til hamingju með það. Það eru þó margir óákveðnir og greinilegt að það eru margar konur sem ekki hafa gert upp hug sinn. Innlent 14.10.2005 06:39
JB styrkir Stígamót næstu þrjú ár Stígamót hafa gert þriggja ára samning við JB byggingafélag um styrk til reksturs sjálfshjálparhópa ásamt viðhaldi á húsnæði samtakanna. Starfsemi Stígamóta er umfangsmikil og hefur aukist á síðustu árum. Í tilkynningu frá Stígamótum kemur fram að á hverju ári leiti um 500 manns til samtakanna, þar af helmingur sem leitar hjálpar í fyrsta skipti. Innlent 14.10.2005 06:39
Sjálfstæðismenn fengju meirihluta Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í borginni, eða níu menn kjörna, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39
Konur jafnvel færari en karlar Konur eru jafn færar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum og hún lítur ekki vel út að mati Booth Blair. Innlent 14.10.2005 06:39
Fjölþjóðleg sprengjueyðingaræfing Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge 2005, hefst í dag. Landhelgisgæslan og varnarliðið standa fyrir æfingunni en markmið hennar er að æfa viðbrögð við ýmiss konar hryðjuverkum, svo sem sjálfsmorðssprengjuárásum og sprengingum á flugvöllum, í höfnum og um borð í skipum. Innlent 14.10.2005 06:39
Fleiri vilja leiða sjálfstæðismenn Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi. Innlent 14.10.2005 06:39
Vonast eftir frelsi á hverri stund Búast má við að Rick Perry, ríkisstjóri Texas, afgreiði tillögur löggjafarþings Texas um lausn Arons Pálma Ágústssonar úr fangelsi í Texas í þessari viku. Að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns RJF-hópsins sem berst fyrir frelsi Arons Pálma, má jafnvel búast við ákvörðun í dag og segir hann að stóra stundin geti senn verið að renna upp. Innlent 14.10.2005 06:39
Bakarar og eigandi afgreiða "Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár svo ég veit það vel að oft er erfitt að fá starfsfólk á þessum tíma en ég man ekki eftir því að ástandið hafi nokkurn tíman verið svona slæmt," segir Birgir Páll Jónsson eigandi Nýja Kökuhússins í Kringlunni en hann sinnir nú afgreiðslustörfum þar sem ekki hefur tekist að manna þau störf hjá fyrirtækinu. Innlent 14.10.2005 06:39
100-200 ár milli stórra bylja Fellibyljir á borð við Katrínu ganga yfir þennan hluta Bandaríkjanna á 100 til 200 ára fresti. Loftþrýstingurinn í miðju bylsins er rétt um 915 millíbör, sem gerir það að verkum að sjór lyftist um fleiri metra þar sem hann gengur yfir, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 14.10.2005 06:39
Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi. Innlent 14.10.2005 06:39
Verðlaunahafarnir vinna saman Þau undur og stórmerki urðu á Íslandsmótinu í kranastjórnun á föstudag að þeir þrír sem unnu til verðlauna vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Heitir það Feðgar ehf og sinnir alhliða byggingaverktöku. Innlent 14.10.2005 06:39
Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með tæplega 54 prósenta fylgi. Samfylkingin og Vinstri grænir fengju samanlagt sex fulltrúa en Framsóknarflokkurinn fengi ekki mann í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39
Gísli Marteinn með fund í Iðnó Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar að tilkynna í dag hvaða sæti hann stefnir á að ná í prófkjöri flokksins sem fram fer í haust. Stuðningsmenn Gísla hafa boðað til fundar í Iðnó klukkan 3 í dag. Innlent 14.10.2005 06:39
Afsönnum kannanirnar "Þetta eru svipaðar tölur og birtust manni lengi fram eftir í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:39
Nema land á fíkniefnamarkaði hér Glæpahópar í Eystrasaltslöndunum eru með afkastamestu framleiðendum amfetamíns og e-taflna í Evrópu. Smygltilraun Litháa á brennisteinssýru til landsins er talin vísbending um að erlendir glæpamenn vilji flytja þekkingu sína hingað Innlent 14.10.2005 06:39
Vilhjálmur um könnun "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39
Tólf íslenskir strandaglópar Fjórar íslenskar fjölskyldur, 12 manns, eru strandaglópar á Hjaltlandseyjum eftir að Norræna ákvað að sleppa viðkomu í eyjunum í síðustu ferð sinni vegna veðurs. Fólkið átti að koma hingað til lands með ferjunni síðasta fimmtudag, en tefst um viku vegna þessa. Innlent 14.10.2005 06:39
Taka verður á launamálum Ekki er hægt að útdeila plássum sem losnað hafa nýlega á leikskólanum Nóaborg fyrr en tekist hefur að ráða fólk í þrjú stöðugildi. Borgarstjóri telur að taka verði á launamálum í kjarasamningum en segir ástandið ekki eiga að seinka loforðum um gjaldfrjálsan leikskóla. Innlent 14.10.2005 06:39
Gísli Marteinn í fyrsta sætið Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í haust. Stuðningsmenn Gísla Marteins boðuðu til fundar í Iðnó í gær þar sem Gísli Marteinn tilkynnti þessa ákvörðun sína. Innlent 14.10.2005 06:39
Fjöldi eiturlyfjafíkla þrefaldast Fleiri á biðlistum eftir vímuefnameðferð deyja en áður, og fíklarnir eru veikari nú en nokkru sinni fyrr, að sögn yfirlæknis á Vogi. Fjöldi eiturlyfjafíkla hefur þrefaldast hér á landi á síðustu tíu árum. Innlent 14.10.2005 06:39
Verða að halda vel á spilunum Sjálfstæðismenn mega vel við una en samt er kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi reykvísku stjórnmálaflokkanna. Innlent 14.10.2005 06:39
Óbreytt líðan Líðan konunnar sem slasaðist í eldsvoða í Stigahlíð í gærmorgun er óbreytt. Hún er enn þungt haldin og er henni haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Innlent 14.10.2005 06:39
Tap vegna ólöglegra DVD diska Gríðalega háar fjárhæðir tapast á hverju ári vegna ólöglegrar framleiðslu og sölu DVD-mynda. Sextíu prósent Hollywood-mynda koma út í tapi og má rekja stóran hluta þess til ólöglegrar framleiðslu myndanna. Innlent 14.10.2005 06:39
Býður sig fram í fyrsta sætið Gísli Marteinn Baldursson hefur tilkynnt að hann ætli bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri í haust. Innlent 14.10.2005 06:39
Hlupu frá slysstað Klukkan 07:05 barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda að bifreið hefði farið útaf Ólafsfjarðarvegi skammt norðan við bæinn Hvamm og hefðu 2 menn verið í bifreiðinni. Í tilkynningunni kom einnig fram að menn þessir væru nú á gangi til norðurs eftir Ólafsfjarðarvegi. Innlent 14.10.2005 06:39
Skólahald ekki hafið á Suðureyri Kennsla við Grunnskólann á Suðureyri hófst ekki í síðustu viku, eins og annars staðar á landinu, vegna byggingaframkvæmda við skólalóðina, sem eru hálfu ári á eftir áætlun. Netútgáfa Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá þessu. Innlent 14.10.2005 06:39