Innlent

Fréttamynd

Fasteignasala greiði bætur

Fasteignasali hefur verið dæmdur til að greiða konu 1,3 milljónir króna vegna þess að risíbúð sem hún keypti í Reykjavík veturinn 2001 reyndist ósamþykkt þegar eignaskiptasamningur var gerður eftir kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Fosshótel sýknað af kröfum banka

Kaupþing banki tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sem höfðað var gegn Fosshótel ehf. Kaupþing banki krafðist þess að Fosshótel greiddi leiguskuld að upphæð 1,8 milljónir krónur. Greindi deilendur á um eðli og formgerð húsaleigusamnings og var öllum kröfum Kaupþings banka um leiguskuld hafnað og Fosshótel sýknað af öllum kröfum og málskostnaður milli aðila felldur niður.

Innlent
Fréttamynd

Utanbæjargjald leggst af

Sameining takmörkunarsvæða leigubíla á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík og Reykjanesbæ tekur gildi á morgun, samkvæmt auglýsingu samgönguráðuneytisins. Við þetta leggst utanbæjargjald af innan svæðisins, en á daginn var það rúmar 219 krónur á kílómetra. Venjulegt daggjald er tæpar 95 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Dagur útilokar ekki framboð

Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á miðvikudagskvöld var ákveðið að halda opið stuðningsmannaprófkjör vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík helgina 11.-12. febrúar. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort allir sem lýsa yfir stuðningi við Samfylkingu mega kjósa, eða kosning verði opin öllum.

Innlent
Fréttamynd

Þorsteinn J. ráðinn til 365

Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur hafið störf hjá 365 ljósvakamiðlum. Hann mun bæði starfa við þáttinn Ísland í dag og þáttagerð á Fréttastöðinni sem verið er að setja á laggirnar. Þorsteinn starfaði um árabil á Stöð 2 áður en hann sneri sér að heimildamyndagerð og öðrum tengdum verkum.

Innlent
Fréttamynd

Hákon Eydal í sextán ára fangelsi

Hákon Eydal var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar fyrir morðið á fyrrum sambýliskonu sinni Sri Rahmawati. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum ber jafnframt að greiða börnum Sri bætur að upphæð 22 milljónir króna og þriggja og hálfrar milljónar króna sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogs-kjarasamningur felldur

Félagsmenn í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu í gær kjarasamning sem skrifað var undir þann 20. september. "Við munum hugsa málið um helgina, hvað verður næsta skref, afla verkfallsheimildar eða skjóta málinu aftur til ríkissáttasemjara," segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðar í aukinn kostnað

Vatnsagi og misgengi í jarðlögum hefur tafið borun ganga Kárahnjúkavirkjunar. Impregilo og Landsvirkjun semja um viðbótarkostnað vegna verksins. Fyrir dyrum stendur að fylla neðanjarðarhelli af steypu.

Innlent
Fréttamynd

Starfsemi að íslenskri fyrirmynd

Barnahús að íslenskri fyrirmynd verður opnað í Linköping í Svíþjóð í dag. Húsið verður opnað með formlegri athöfn að viðstaddri Silvíu Svíadrottningu. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, og Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verða viðstaddir athöfnina.

Innlent
Fréttamynd

Fimm dómarar í Baugsmáli

Hæstiréttur hefur þegar hafið skoðun á því hvort frávísun héraðsdóms í Baugsmálinu svokallaða sé réttmæt. Forseti Hæstaréttar hefur ákveðið að fimm dómarar muni dæma í kærumálinu varðandi ákvörðun héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá öllum fjörutíu ákæruliðum í Baugsmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Lausn ekki í sjónmáli

Ráðið var í 22 stöðugildi starfsmanna leikskóla í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum frá Menntasviði Reykjavíkurborgar. Enn eru um 80 stöður á leikskólunum ómannaðar. Þá fengu um 100 börn pláss á frístundaheimilum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Fiskistofa flutt í Hafnarfjörð

Eitt síðasta verk Árna Mathiesen, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, var að flytja Fiskistofu í heimabæ sinn Hafnarfjörð. Fiskistofa hefur verið staðsett í Höfn við Ingólfsstræti frá 1992 og þar starfa 94 starfsmennn auk 33 veiðieftirlitsmanna. Fyrir utan höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði eru einnig starfrækt útibú á Ísafirði og Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Vöktu Þorlákshöfn

"Þetta var sérsveit ríkislögreglustjóra sem í daglegu tali er kölluð víkingasveitin," segir Jón F. Bjartmarz, yfirmaður sérsveitarinnar. Kvartanir hafa borist dómsmálaráðuneyti og ríkislögreglustjóra frá íbúum í Þorlákshöfn um hávaðamengun aðfaranótt þriðjudags frá æfingum víkingasveitarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur í Baugsmáli

Forseti hæstaréttar hefur ákveðið hverjir munu sitja í dómnum sem fjallar um Baugsmálið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vísaði úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun á öllum ákærum í Baugsmálinu til hæstaréttar í síðustu viku. Forseti hæstaréttar hefur nú ákveðið hvaða fimm dómarar fjalli um málið. Þeir eru: forsetinn sjálfur, Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Búist við stormi

Búist er við stormi sunnan- og vestan til á landinu í kvöld og miðhálendinu í nótt og á morgun. Einnig má búast við mjög sterkum vindhviðum á stöku stað, svo sem Kjalarnesi, Hafnarfjalli og víða við suðurströndina. Veðurstofan segir ástæðu til að vara ökumenn við sem leið eiga um þessa staði.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára fangelsi staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður.

Innlent
Fréttamynd

SUS gagnrýnir Heimdall

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, virðast komin í hár saman vegna þings SUS sem fram fer í Stykkishólmi um helgina. Í ályktun sem stjórn SUS sendi frá sér í dag lýsir hún furðu sinni á þeim vinnubrögðum stjórnar Heimdallar við val á fulltrúum á þingið og segir forystumenn Heimdallar hafa synjað mörgum af virkustu meðlimum ungliðahreyfingarinnar um sæti sem aðalfulltrúar á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Reynt áfram að ná samkomulagi

Ekki náðist samkomulag fjölda strandríkja við Atlantshaf um skiptingu á kolmunnakvótanum á fundi sem lauk í Reykjavík í gær. Reynt verður áfram til þrautar að ná samkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Heilu hent

Það færist í vöxt að Íslendingar hendi ökufærum bílum. Hringrás við Sundahöfn eyðileggur í hverjum mánuði fjölda bíla sem fólk kemur akandi á. Það kemur kannski á óvart að margir bílanna eru alls ekki bara brotajárn og mjög oft ökufærir.  

Innlent
Fréttamynd

Slagurinn um þriðja sætið

Prófkjör Reykjavíkurfélags vinstri grænna verður á morgun. Úrslitin fyrir fyrstu tvö sæti listans eru sögð liggja fyrir, en slagurinn standi um þriðja sætið. Líklegast þykir að baráttan verði milli Gríms Atlasonar, Sóleyjar Tómasdóttur og Þorleifs Gunnlaugssonar.

Innlent
Fréttamynd

Fréttin ekki mistök

Mikael Torfason, annar af ritstjórum DV, kannast ekki við að frétt blaðsins á mánudag, um að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir hafi átt í ástarsambandi á sama tíma og þau stóðu í tölvupóstsamskiptum vegna málefna Jóns Geralds Sullenberger hafi verið mistök.

Innlent
Fréttamynd

Spörkuðu í höfuð manns

Aðalmeðferð í máli tveggja tæplega tvítugra manna fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Álykta gegn framboði Íslands?

Svo gæti farið að Landsfundur sjálfstæðismanna álykti gegn framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjist þess að framboðið verði dregið til baka. Í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Ungra sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji að framboð Íslands verði dregið til baka.

Innlent
Fréttamynd

Vill átta milljarða fasteignafélag

Fasteignafélag í eigu Sigurjóns Sighvatssonar mun ef samningar nást þar um kaupa meirihluta í dönsku fasteignafélagi sem á um 150 íbúðir, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og byggingarland í Kaupmannahöfn.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ráðinn nýr umboðsmaður

Jónas R. Jónasson hefur sagt upp störfum sem umboðsmaður íslenska hestsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun að líkindum ekki ráða nýjan umboðsmann. Fjármunum verður þá veitt til stofnanna eða félagasamtaka sem vinna að markaðsmálum hestsins.

Innlent
Fréttamynd

Fatlaðir lyfta á Lækjartorgi

Heimsmeistaramótið í aflraunum fatlaðra hefst á Lækjartorgi í dag. Tíu keppendur reyna með sér en íranskir aflraunamenn geta ekki tekið þátt þar sem þeir fengu ekki vegabréfsáritun í tæka tíð. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Opið daglega eftir áramót

"Sögusagnir um að loka eigi Fjarskiptasafninu við Suðurgötu eru ekki sannar," segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður.

Innlent
Fréttamynd

Vill þjóðskrána til Ísafjarðar

"Þetta smellpassar við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, sem vill að Hagstofan flytji starfsemi sína til Ísafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppnishæfi Íslands eykst

Ísland er nú í sjöunda sæti í samanburði Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar á samkeppnishæfi þjóða og hefur hækkað um þrjú sæti frá árinu 2004. Athyglisvert er að í 10 efstu sætunum eru allar Norðurlandaþjóðirnar. Við mat á samkeppnishæfi er litið annars vegar á forsendur framtíðarhagvaxtar og hins vegar núverandi grundvöll verðmætasköpunar.

Innlent
Fréttamynd

Tókst ekki að semja um kolmunna

Samningamenn Rússa, Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Evrópusambandslandanna náðu ekki samkomulagi um skiptingu kolmunnakvótans á milli ríkjanna á fundi sem lauk í Reykjavík í gær. Enn krefjast þjóðirnar samanlagt yfir hundrað prósenta af því magni sem vísindamenn telja ráðlegt að veiða úr stofninum árlega.

Innlent