Innlent

Lausn ekki í sjónmáli

Ráðið var í 22 stöðugildi starfsmanna leikskóla í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum frá Menntasviði Reykjavíkurborgar. Enn eru um 80 stöður á leikskólunum ómannaðar. Þá fengu um 100 börn pláss á frístundaheimilum í borginni. Ríflega 300 börn bíða þó enn eftir plássi en um síðustu mánaðamót voru 511 á biðlista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir þessar tölur sýna að það miði í rétta átt í þessum málum, þó ekki sé hægt að segja að endanleg lausn sé í sjónmáli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×