Innlent

Fréttamynd

Stefna gefin út á fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag verður gefin út stefna í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur gegn <em>Fréttablaðinu</em> þar sem hún fór fram á lögbann á birtingu persónulegra tölvuskeyta sinna sem borist höfðu <em>Fréttablaðinu</em> og birt voru í tengslum við fréttir af Baugsmálinu. Lögfræðingur Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, sagði að málið yrði síðan þingfest viku síðar.

Innlent
Fréttamynd

Engin starfsemi næstu daga

Engin starfsemi verður í Slippstöðinni á Akureyri næstu daga. Þetta varð ljóst þegar Sigmundur Guðmundsson, skiptastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sagði starfsmönnum á fundi nú seinnipartinn að þrotabúið myndi ekki reka stöðina.

Innlent
Fréttamynd

Grímur tekur ekki sætið

Grímur Atlason, sem lenti í fimmta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík um helgina, ætlar ekki að taka sætið. Grímur sóttist eftir fyrsta til þriðja sæti en lenti í því fjórða. Vegna hins svokallaða fléttufyrirkomulags, sem miðar að því að gera kynjunum jafn hátt undir höfði í uppröðun á listann, endaði Grímur aftur á móti í fimmta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Kaldasti september síðan 1982

Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og þarf að fara rúm þrjátíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um slíkan kulda í höfuðborginni í september. Mánuðurinn var kaldur um land allt og hefur ekki verið kaldara í september um land allt síðan árið 1982.

Innlent
Fréttamynd

Búist við 14,2 milljarða afgangi

Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru, þrjátíu og fimm prósent landsframleiðslunnar árið 1996.

Innlent
Fréttamynd

Þorfinnur til 365 ljósvakamiðla

Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Hann mun sjá um þáttagerð á Fréttastöðinni sem hefur útsendingar innan nokkurra vikna. Þorfinnur hefur víðtæka reynslu af starfi í fjölmiðlum og var um skeið forstöðumaður meistarnáms hagnýtrar fjölmiðlunar við Háskóla Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Viðskiptahalli áfram mikill

Spáð er áframhaldandi miklum hagavexti á næsta ári í nýrri þjóðhagsspá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, en hún var birt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Þrír ungir menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en þeir eru allir grunaðir um aðild að fólskulegri líkamsárás á tvo unga menn í Garðabæ aðfararnótt sunudags þar sem annar hlaut alvarlega áverka. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins en einum var sleppt að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla

Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Uppsveifla efnahagslífs í hámarki

Uppsveifla efnahagslífsins er í hámarki og spáð er að hagvöxtur haldist áfram mikill í ár og á næsta ári meðan stóriðjuframkvæmdir eru enn umfangsmiklar. Þetta segir í nýrri þjóðhagspá sem Fjármálaráðuneytið hefur birt. Spáin er fyrir árin 2005 til 2007 auk framreikninga fram til ársins 2010.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um afbrigðilega hegðun

Að morgni laugardagsins var lögreglunni á Ísafirði tilkynnt um afbrigðilega hegðun gestkomandi manns í heimahúsi á Ísafirði. Maðurinn er grunaður um afbrigðilega hegðun fyrir framan ungan dreng, sem einnig var gestkomandi í umræddu húsi. Hinn grunaði hefur verið yfirheyrður af lögreglunni en hefur nú verið sleppt. Rannsókn málsins heldur áfram.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýndu framkvæmd kosningar

Þingmenn Frjálslynda flokksins gagnrýndu harðlega kosningu forseta Alþingis við þingsetningu á laugardag. Gagnrýndu þingmenn meðal annars framkvæmdina og segjast ekki hafa getað sagt nei því svokallaður nei-hnappur hafi ekki virkað.

Innlent
Fréttamynd

Sagnfræðingar ósáttir

Sagnfræðingar eru ósáttir við að Þorsteinn Pálsson hafi verið ráðinn til að rita sögu þingræðis á Íslandi, frekar en að leitað hafi verið til sagnfræðings um samningu verksins. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem undrun er lýst á að fráfarandi sendiherra og fyrrverandi ráðherra og þingmaður sé ráðinn til að semja sagnfræðirit.

Innlent
Fréttamynd

Slippstöðin lýst gjaldþrota

Slippstöðin hf á Akureyri hefur verið lýst gjaldþrota. Búið er að skipa skiptastjóra í bú fyrirtækisins og vonast starfsmenn til þess að launamál þeirra verði rædd á fundi með honum nú í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Síldarvertíðin hafin

Síldarvertíðin er hafin. Fjölveiðiskipið Beitir frá Neskaupstað landaði um 200 tonnum af síld í Neskaupstað í gær. Skip Samherja eru að veiðum út af Vestfjörðum en þar er lítið að hafa eins og stendur.

Innlent
Fréttamynd

Búist við 14,2 milljarða afgangi

Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru 35 prósent landsframleiðslunnar árið 1996.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin vill fækka ráðuneytum

Fækkun ráðuneyta úr þrettán í níu og lög um óháðar rannsóknarnefndir eru meðal stefnumála Samfylkingarinnar í vetur en þau voru kynnt í dag. Málin sem Samfylkingin leggur fram á Alþingi eru undir yfirskriftinni Stöðugleiki - Jafnræði - Stjórnfesta.

Innlent
Fréttamynd

Tveir skornir með sveðju

Fjórir átján ára piltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa ráðist á tvo menn á tvítugsaldri með sveðju eða hnífi í Garðabænum í nótt. Annar mannanna er alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Brotið á rétti foreldra

Ríkið hefur oftsinnis brotið á rétti foreldra í umgengismálum að mati kandidats við lagadeild Háskóla Íslands. Dæmi eru um að vel á fjórða ár hafi liðið án þess að faðir hafi fengið að sjá barnið sitt, þrátt fyrir að fólk eigi rétt á skjótri meðferð hins opinbera í umgengnismálum.

Innlent
Fréttamynd

Færri ráðuneyti

Það kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í gær að þingflokkur Samfylkingarinnar vill fækka ráðuneytunum þrettán í níu. Flokkurinn vill að skilið verði milli heilbrigðis- og tryggingamála, og að stofnað verði sérstakt innanríkisráðuneyti. Önnur áherslumál þingflokksins eru aukið framboð á menntun fyrir fólk á vinnumarkaðnum, leiðrétting kjaraskerðingar lífeyrisþega og að afkomutryggingu verði komið á fyrir þá.

Innlent
Fréttamynd

Annasamt hjá lögreglu í nótt

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í miðbænum og var töluvert um pústra en níu manns gistu fangageymslur lögreglunnar. Þá var ekið á gangandi vegfaranda á Breiðholtsbraut um klukkan þrjú í nótt og var maðurinn fluttur fótbrotinn á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu til átján ára drengs

"Ég held að honum líði bara eins og hægt er að búast við eftir þessa atburði," segir Guðrún Árný Arnardóttir, móðir Einars Ágústs Magnússonar, átján ára drengs sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í samkvæmi í húsi við Bæjargil í Garðabæ í fyrrinótt. "Það er sprunga í höfuðkúpunni og hann hefur verið í aðgerð. Það verður að bara að koma í ljós hvernig honum líður," segir Guðrún.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að segja nei

Frjálslyndi flokkurinn er óánægður með að ekki skuli hafa verið hægt að segja "nei" við kosningu Sólveigar Pétursdóttur í embætti forseta Alþingis. Eingöngu var hægt að ýta á "já" takkann eða "greiðir ekki atkvæði," en hún var ein í kjöri. Í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á laugardag segist flokkurinn hafa ætlað sér að undirstrika óánægju sína með því að segja nei, en þar sem það var ekki hægt er ómögulegt að sjá hversu margir voru alfarið á móti kosningu Sólveigar, heldur eingöngu að 12 af 63 þingmönnum hefðu setið hjá.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist um átta prósent á einum mánuði. Það mælist 44 prósent í nýrri skoðanakönnun þjóðarpúls Gallups, sem er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með á kjörtímabilinu. Í sömu könnun kemur fram að einungis 28 prósent þjóðarinnar eru hlynnt framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lokaði skemmtistað

Skemmtistað í Kópavogi var lokað skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt en lögreglan kom þá að nokkrum unglingum undir lögaldri þar inni. Var það annað kvöldið í röð sem lögreglan finnur börn á þessum stað.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðir eftir útafakstur í Eyjum

Jeppabifreið hafnaði utan vegar á sunnanverðri Heimaey seint í gærkvöld. Tveir piltar sem voru í bílnum voru fluttir á heilbrigðisstofnun Vestamannaeyja þar sem þeir eru enn. Þeir eru þó ekki sagðir alvarlega slasaðir. Ökumaður bifreiðarinnar er réttindalaus sökum aldurs.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk vantar á elliheimili

Þrátt fyrir að á annað hundrað manns sé á biðlista eftir að komast inn á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, er á annan tug plássa laus á heimilinu. Ekki er hægt að opna dyrnar fyrir nýju heimilisfólki vegna manneklu.  

Innlent
Fréttamynd

Síldarvertíðin hafin

Síldarvertíðin er hafin. Fjölveiðiskipið Beitir frá Neskaupsstað er á leið í land með um 200 tonn af síld.

Innlent
Fréttamynd

Nýr formaður SUS

Borgar Þór Einarsson var í dag kjörinn ný formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Borgar var einn í framboði til formanns og mun hann gegna embættinu til næsta sambandsþings sem verður árið 2007. Borgar hlaut 70,2% greiddra atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin vill fækka ráðuneytum

Fækkun ráðuneyta úr þrettán í níu og lög um óháðar rannsóknarnefndir eru meðal stefnumála Samfylkingarinnar í vetur en þau voru kynnt í dag. Málin sem Samfylkingin leggur fram á Alþingi eru undir yfirskriftinni Stöðugleiki - Jafnræði - Stjórnfesta.

Innlent