Innlent

Lögreglan lokaði skemmtistað

Skemmtistað í Kópavogi var lokað skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt en lögreglan kom þá að nokkrum unglingum undir lögaldri þar inni. Var það annað kvöldið í röð sem lögreglan finnur börn á þessum stað. Málið hefur verið kært til sýslumanns og mega eigendur staðarins því eiga von á fjársektum eða leyfismissi. Samkvæmt lögum verður gestur að vera 18 ára eða eldri til að sækja skemmtistað sem þennan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×