Innlent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist um átta prósent á einum mánuði. Það mælist 44 prósent í nýrri skoðanakönnun þjóðarpúls Gallups, sem er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með á kjörtímabilinu. Í sömu könnun kemur fram að einungis 28 prósent þjóðarinnar eru hlynnt framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ef kosið yrði nú fengi Samfylkingin fengi 29 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og tapar því einu prósenti frá því í ágúst á meðan Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig átta prósentum. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með fjórtán prósenta fylgi sem er fimm prósentum minna en í ágúst. Fylgi Framsóknarflokksins fer niður um eitt prósent og er nú níu prósent og fylgi Frjálslynda flokksins fer úr fjórum prósentum í þrjú. 53 prósent eru á móti því að Íslendingar bjóði sig til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og aðeins 28 prósent eru hlynntir framboðinu. 48 prósent þáttakanda í könnuninni sögðust ánægð með ráðherraskipa Sjálfstæðisflokksins, sautján voru óánægð og 34 prósent hlutlaus. Þá töldu 84 prósent að Geir H Haarde myndi standa sig vel sem formaður Sjálfstæðisflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×