Innlent Heimildir aukist um 16 milljarða Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til að fjárheimildir ríkissjóðs verði auknar um tæpa sextán milljarða vegna ársins 2005. Þar af eru tæpir ellefu milljarðar hjá fjármálaráðuneytinu vegna fjármagnstekjukatts sem ríkissjóður greiðir og fjórir milljarðar vegna endurskoðaðrar áætlunar um afskrifaðar skattkröfur. Innlent 23.10.2005 15:02 Hans Markús unir tilflutningi Hans Markús Hafsteinsson, fyrrverandi sóknarprestur í Garðasókn, hyggst una tilflutningi í nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi vestra. Þetta tilkynnti Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur séra Hans Markúsar, síðdegis í dag eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Biskupsstofu. Innlent 23.10.2005 15:02 Dýpsta höfn landsins Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vígir dýpstu höfn landsmanna á morgun. Höfnin, sem er 14,5 metra djúp og 380 metra breið, er ný álvershöfn Reyðfirðinga. Innlent 23.10.2005 15:02 Ársæli verður líklega sagt upp Allt útlit er fyrir að Ársæli Guðmundssyni, vinstri - grænum, verði sagt upp störfum sem sveitarstjóra Skagafjarðar á fundi sveitarstjórnar sem hófst upp úr klukkan fjögur. Innlent 23.10.2005 15:02 15 mánuðir fyrir nauðgunartilraun Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir tilraun til nauðgunar. Hann réðst á jafnöldru sína á réttarballi í Biskupstungum haustið 2004 og beitti hana talsverðu ofbeldi og hafði í hótunum við hana. Tilviljun réð því að hann kom ekki fram vilja sínum og fullframdi brotið, en maður kom aðvífandi og við það flúði hann af vettvangi. Innlent 23.10.2005 15:02 Húsleitin gerð hjá Skúlason ehf. Fyrirtækið sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar heitir Skúlason ehf. og er til húsa að Laugavegi 26. Fyrirtækið er að miklum meirihluta í eigu UK Ltd. í Bretlandi og svo Vestmannaeyjabæjar. Innlent 23.10.2005 15:02 Bókhaldið týndist á brúðkaupsdegi Þróunarfélag Vestmannaeyja greiddi Skúlason ehf. sex milljónir. Engin gögn eru til um málið. Framkvæmdastjórinn týndi bókhaldinu á brúðkaupsdaginn. Innlent 23.10.2005 15:02 Fíkniefnahundar í VMA Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Innlent 23.10.2005 15:02 Talaði ekki um ógn verðbólgunnar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi að aukning verðbólgu umfram spár mætti alfarið rekja til hækkunar á fasteignaverði og olíuverði. Hann vék hins vegar ekki að því að verðbólgan ógnar nú vinnufriði í landinu. Innlent 23.10.2005 15:02 Náðun Arons hafnað "Líf mitt markast nú sorg vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórans," segir Aron Pálmi Ágústsson, en ríkisstjóri Texas hafnaði því í fyrradag að náða hann. Aron Pálmi á því enn eftir að afplána um tvö ár af dómi sem hann hlaut þrettán ára gamall, fyrir kynferðisafbrot sem hann framdi ellefu ára. Innlent 23.10.2005 15:02 Utandagskrárumræða um mál Arons Óskað hefur verið eftir utandagskrárumræðu á Alþingi í dag </font />um málefni Arons Pálma Ágústssonar. Ríkisstjórinn í Texas hafnaði í gær náðunarbeiðni Arons Pálma sem verið hefur um árabil í stofufangelsi í ríkinu. Innlent 23.10.2005 16:58 Kjarasamningar stefna í uppnám Opinber stjórntæki megna ekki að halda aftur af verðbólgunni þannig að kjarasamningar stefna í uppnám, segir Hannes Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að svonefnd forsendunefnd, skipuð fulltrúum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sé þegar byrjuð að meta stöðuna með tilliti til uppsagnarákvæða í kjarasamningum. Innlent 23.10.2005 15:02 Ramsey fékk 18 mánaða dóm Scott Ramsey, sem ákærður var fyrir að bana manni með hnefahöggi á skemmtistað í Keflavík á síðasta ári, fékk 18 mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 15 mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Innlent 23.10.2005 15:02 85 milljónir að eigin vild Ráðherrar fá áttatíu og fimm milljónir króna á næsta ári sem þeir geta ráðstafað að eigin vild til samtaka, einkaaðila og ríkisstofnana vegna ýmissa verkefna. Sá ráðherra sem hefur mest fé til að deila út er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, eða átján milljónum króna. Innlent 23.10.2005 15:02 Gripið við sæbjúgnaveiðar Varðskip kom á sunnudaginn að Hannesi Andréssyni SH-747 þar sem skipið var við ólöglegar sæbjúgnaveiðar á Aðalvík. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Við athugun varðskipsmanna kom í ljós að leyfi til tilraunaveiða á sæbjúgum var útrunnið. Innlent 23.10.2005 15:02 Erindi auki líkur á fjárnámi Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Innlent 23.10.2005 15:02 Einungis bundnir sannfæringu sinni Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist efast stórlega um að erindi Frjálslynda flokksins varðandi þingsæti Gunnars Örlygssonar sé tækt til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis. Sigurður segir stjórnarskrána skýra hvað þetti varði. Þingmenn séu ekki bundnir öðru en eigin sannfæringu. Innlent 23.10.2005 15:02 Ummæli Magnúsar ekki svaraverð Sólveig Pétursdóttir, nýkjörinn forseti Alþingis, segir ummæli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um að henni sé ekki stætt á því að gegna embætti þingforseta meðan að eiginmaður hennar sæti rannsókn vegna olíusamráðsins, ekki svaraverð. Innlent 23.10.2005 15:02 Játar að hafa stungið Vu Van Phong Víetnaminn Phu Tién Nguyén játar að hafa stungið samlanda sinn Vu Van Phong í matarboði í heimahúsi í Kópavogi um hvítasunnuna. Hann segir þó að það hafi verið í sjálfsvörn í átökum sem hann átti ekki upptökin að. Phong lést af sárum sínum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þetta kom fram við þingfestingu málins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Innlent 23.10.2005 15:02 65% munur á vörukörfunni Munur á hæsta og lægsta verði vörukörfu var 65% í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Könnunin var gerð í matvöruverðslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag. Karfan var ódýrust í Bónus en þar kostaði hún 5.431 kr. og hún var síðan dýrust í Tíu-ellefu þar sem karfan kostaði 8.951 kr. Innlent 23.10.2005 15:02 Slasaðist alvarlega í árekstri Kona slasaðist alvarlega þegar jeppi og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi skammt norðan við Borgarnes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Karlmaður, sem var farþegi í bíl konunnar, slasaðist líka og var lagt af stað með þau áleiðis til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Innlent 23.10.2005 15:02 Ný stjórn hjá VGR Ný stjórn var kjörin í Reykjavíkurfélagi Vinstri - grænna á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Þorleifur Gunnlaugsson er formaður félagsins og með honum í stjórn eru þau Auður Lilja Erlingsdóttir, Gérard Lemarquis, Guðlaug Teitsdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Hrafnkell Tumi Kolbeinsson og Sigríður Kristinsdóttir. Innlent 23.10.2005 15:02 Öryggisráðið eins og handboltamót? Ungir Vinstri grænir hvetja til þess að framboð Íslands til Öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna verði dregið til baka. Þetta kemur fram í ályktun sem ungliðahreyfingin sendi frá sér í gærkvöld. Í ályktuninni segir að svo virðist sem Halldór Ásgrímsson leggi framboðið að jöfnu við þátttöku í alþjóðlegu handboltamóti. Innlent 23.10.2005 15:02 Getur ekki samþykkt kröfuna Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Innlent 23.10.2005 15:02 Endurlífgaður eftir hjartastopp Tuttugu og þriggja ára gamall maður, Sveinn Rafn Eiðsson, var endurlífgaður eftir að hjartað í honum stöðvaðist þegar hann féll niður fjóra metra við Fylkisheimilið í Árbæ. Innlent 23.10.2005 15:02 Grunaðir um aðild að peningaþvætti Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Innlent 23.10.2005 15:02 Ramsey fékk 18 mánaða fangelsi Scott Mckenna Ramsey var dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til mannsbana. Hann var einnig dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna í skaða- og miskabætur. Innlent 23.10.2005 15:02 Rafmagnslaust víða í Reykjavík Rafmagn fór af stórum hluta Reykjavíkur og hluta af Kópavogi klukkan tíu mínútur í sex í dag. Líklegt þykir að eldur í rafmagnsskúr í efri hluta Breiðholtsins hafi valdið rafmagnsleysinu. Innlent 23.10.2005 15:02 Aron Pálmi áfram hjá vinum Aron Pálmi Ágústsson fær að dvelja áfram hjá vinafólki í Tyler í Texas þar til rafmagn kemst á að nýju í Beaumont eftir fellibylinn Rítu. Hann getur því að óbreyttu snúið að nýju til síns heima þar sem hann á að vera undir eftirliti næstu tvö árin. Erlent 23.10.2005 15:02 Beiðni Arons Pálma hafnað Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, hafnaði í gær náðunarbeiðni Arons Pálma Ágústssonar sem verið hefur um árabil í stofufangelsi í Texas. Perry gengur þar þvert á samþykki fylkisþingsins frá því í ágúst sem féllst á beiðnina fyrir sitt leyti. Innlent 23.10.2005 15:02 « ‹ ›
Heimildir aukist um 16 milljarða Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til að fjárheimildir ríkissjóðs verði auknar um tæpa sextán milljarða vegna ársins 2005. Þar af eru tæpir ellefu milljarðar hjá fjármálaráðuneytinu vegna fjármagnstekjukatts sem ríkissjóður greiðir og fjórir milljarðar vegna endurskoðaðrar áætlunar um afskrifaðar skattkröfur. Innlent 23.10.2005 15:02
Hans Markús unir tilflutningi Hans Markús Hafsteinsson, fyrrverandi sóknarprestur í Garðasókn, hyggst una tilflutningi í nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi vestra. Þetta tilkynnti Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur séra Hans Markúsar, síðdegis í dag eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Biskupsstofu. Innlent 23.10.2005 15:02
Dýpsta höfn landsins Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vígir dýpstu höfn landsmanna á morgun. Höfnin, sem er 14,5 metra djúp og 380 metra breið, er ný álvershöfn Reyðfirðinga. Innlent 23.10.2005 15:02
Ársæli verður líklega sagt upp Allt útlit er fyrir að Ársæli Guðmundssyni, vinstri - grænum, verði sagt upp störfum sem sveitarstjóra Skagafjarðar á fundi sveitarstjórnar sem hófst upp úr klukkan fjögur. Innlent 23.10.2005 15:02
15 mánuðir fyrir nauðgunartilraun Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir tilraun til nauðgunar. Hann réðst á jafnöldru sína á réttarballi í Biskupstungum haustið 2004 og beitti hana talsverðu ofbeldi og hafði í hótunum við hana. Tilviljun réð því að hann kom ekki fram vilja sínum og fullframdi brotið, en maður kom aðvífandi og við það flúði hann af vettvangi. Innlent 23.10.2005 15:02
Húsleitin gerð hjá Skúlason ehf. Fyrirtækið sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar heitir Skúlason ehf. og er til húsa að Laugavegi 26. Fyrirtækið er að miklum meirihluta í eigu UK Ltd. í Bretlandi og svo Vestmannaeyjabæjar. Innlent 23.10.2005 15:02
Bókhaldið týndist á brúðkaupsdegi Þróunarfélag Vestmannaeyja greiddi Skúlason ehf. sex milljónir. Engin gögn eru til um málið. Framkvæmdastjórinn týndi bókhaldinu á brúðkaupsdaginn. Innlent 23.10.2005 15:02
Fíkniefnahundar í VMA Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Innlent 23.10.2005 15:02
Talaði ekki um ógn verðbólgunnar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi að aukning verðbólgu umfram spár mætti alfarið rekja til hækkunar á fasteignaverði og olíuverði. Hann vék hins vegar ekki að því að verðbólgan ógnar nú vinnufriði í landinu. Innlent 23.10.2005 15:02
Náðun Arons hafnað "Líf mitt markast nú sorg vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórans," segir Aron Pálmi Ágústsson, en ríkisstjóri Texas hafnaði því í fyrradag að náða hann. Aron Pálmi á því enn eftir að afplána um tvö ár af dómi sem hann hlaut þrettán ára gamall, fyrir kynferðisafbrot sem hann framdi ellefu ára. Innlent 23.10.2005 15:02
Utandagskrárumræða um mál Arons Óskað hefur verið eftir utandagskrárumræðu á Alþingi í dag </font />um málefni Arons Pálma Ágústssonar. Ríkisstjórinn í Texas hafnaði í gær náðunarbeiðni Arons Pálma sem verið hefur um árabil í stofufangelsi í ríkinu. Innlent 23.10.2005 16:58
Kjarasamningar stefna í uppnám Opinber stjórntæki megna ekki að halda aftur af verðbólgunni þannig að kjarasamningar stefna í uppnám, segir Hannes Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að svonefnd forsendunefnd, skipuð fulltrúum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sé þegar byrjuð að meta stöðuna með tilliti til uppsagnarákvæða í kjarasamningum. Innlent 23.10.2005 15:02
Ramsey fékk 18 mánaða dóm Scott Ramsey, sem ákærður var fyrir að bana manni með hnefahöggi á skemmtistað í Keflavík á síðasta ári, fékk 18 mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 15 mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Innlent 23.10.2005 15:02
85 milljónir að eigin vild Ráðherrar fá áttatíu og fimm milljónir króna á næsta ári sem þeir geta ráðstafað að eigin vild til samtaka, einkaaðila og ríkisstofnana vegna ýmissa verkefna. Sá ráðherra sem hefur mest fé til að deila út er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, eða átján milljónum króna. Innlent 23.10.2005 15:02
Gripið við sæbjúgnaveiðar Varðskip kom á sunnudaginn að Hannesi Andréssyni SH-747 þar sem skipið var við ólöglegar sæbjúgnaveiðar á Aðalvík. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Við athugun varðskipsmanna kom í ljós að leyfi til tilraunaveiða á sæbjúgum var útrunnið. Innlent 23.10.2005 15:02
Erindi auki líkur á fjárnámi Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Innlent 23.10.2005 15:02
Einungis bundnir sannfæringu sinni Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist efast stórlega um að erindi Frjálslynda flokksins varðandi þingsæti Gunnars Örlygssonar sé tækt til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis. Sigurður segir stjórnarskrána skýra hvað þetti varði. Þingmenn séu ekki bundnir öðru en eigin sannfæringu. Innlent 23.10.2005 15:02
Ummæli Magnúsar ekki svaraverð Sólveig Pétursdóttir, nýkjörinn forseti Alþingis, segir ummæli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um að henni sé ekki stætt á því að gegna embætti þingforseta meðan að eiginmaður hennar sæti rannsókn vegna olíusamráðsins, ekki svaraverð. Innlent 23.10.2005 15:02
Játar að hafa stungið Vu Van Phong Víetnaminn Phu Tién Nguyén játar að hafa stungið samlanda sinn Vu Van Phong í matarboði í heimahúsi í Kópavogi um hvítasunnuna. Hann segir þó að það hafi verið í sjálfsvörn í átökum sem hann átti ekki upptökin að. Phong lést af sárum sínum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þetta kom fram við þingfestingu málins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Innlent 23.10.2005 15:02
65% munur á vörukörfunni Munur á hæsta og lægsta verði vörukörfu var 65% í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Könnunin var gerð í matvöruverðslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag. Karfan var ódýrust í Bónus en þar kostaði hún 5.431 kr. og hún var síðan dýrust í Tíu-ellefu þar sem karfan kostaði 8.951 kr. Innlent 23.10.2005 15:02
Slasaðist alvarlega í árekstri Kona slasaðist alvarlega þegar jeppi og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi skammt norðan við Borgarnes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Karlmaður, sem var farþegi í bíl konunnar, slasaðist líka og var lagt af stað með þau áleiðis til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Innlent 23.10.2005 15:02
Ný stjórn hjá VGR Ný stjórn var kjörin í Reykjavíkurfélagi Vinstri - grænna á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Þorleifur Gunnlaugsson er formaður félagsins og með honum í stjórn eru þau Auður Lilja Erlingsdóttir, Gérard Lemarquis, Guðlaug Teitsdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Hrafnkell Tumi Kolbeinsson og Sigríður Kristinsdóttir. Innlent 23.10.2005 15:02
Öryggisráðið eins og handboltamót? Ungir Vinstri grænir hvetja til þess að framboð Íslands til Öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna verði dregið til baka. Þetta kemur fram í ályktun sem ungliðahreyfingin sendi frá sér í gærkvöld. Í ályktuninni segir að svo virðist sem Halldór Ásgrímsson leggi framboðið að jöfnu við þátttöku í alþjóðlegu handboltamóti. Innlent 23.10.2005 15:02
Getur ekki samþykkt kröfuna Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Innlent 23.10.2005 15:02
Endurlífgaður eftir hjartastopp Tuttugu og þriggja ára gamall maður, Sveinn Rafn Eiðsson, var endurlífgaður eftir að hjartað í honum stöðvaðist þegar hann féll niður fjóra metra við Fylkisheimilið í Árbæ. Innlent 23.10.2005 15:02
Grunaðir um aðild að peningaþvætti Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Innlent 23.10.2005 15:02
Ramsey fékk 18 mánaða fangelsi Scott Mckenna Ramsey var dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til mannsbana. Hann var einnig dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna í skaða- og miskabætur. Innlent 23.10.2005 15:02
Rafmagnslaust víða í Reykjavík Rafmagn fór af stórum hluta Reykjavíkur og hluta af Kópavogi klukkan tíu mínútur í sex í dag. Líklegt þykir að eldur í rafmagnsskúr í efri hluta Breiðholtsins hafi valdið rafmagnsleysinu. Innlent 23.10.2005 15:02
Aron Pálmi áfram hjá vinum Aron Pálmi Ágústsson fær að dvelja áfram hjá vinafólki í Tyler í Texas þar til rafmagn kemst á að nýju í Beaumont eftir fellibylinn Rítu. Hann getur því að óbreyttu snúið að nýju til síns heima þar sem hann á að vera undir eftirliti næstu tvö árin. Erlent 23.10.2005 15:02
Beiðni Arons Pálma hafnað Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, hafnaði í gær náðunarbeiðni Arons Pálma Ágústssonar sem verið hefur um árabil í stofufangelsi í Texas. Perry gengur þar þvert á samþykki fylkisþingsins frá því í ágúst sem féllst á beiðnina fyrir sitt leyti. Innlent 23.10.2005 15:02