Innlent

65% munur á vörukörfunni

MYND/Sigurður Jökull
Munur á hæsta og lægsta verði vörukörfu var 65% í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Könnunin var gerð í matvöruverðslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag. Karfan var ódýrust í Bónus en þar kostaði hún 5.431 kr. og hún var síðan dýrust í Tíu-ellefu þar sem karfan kostaði 8.951 kr. Vörukarfan sem skoðuð var hafði að geyma 35 algengar neysluvörur til heimilisins svo sem mjólkurvörur, osta, brauðmeti, grænmeti, ávexti, kjötvörur, drykki og þvottaefni. Einungis vörur þar sem allar vörutegundir í körfunni voru fáanlegar voru með í samanburðinum. Borin voru saman verð í eftirtöldum verslunum: Hagkaupum Skeifunni 15, Fjarðarkaupum Hólshrauni 1b, Bónus Kringlunni, Krónunni Skeifunni 5, Tíu-ellefu Lágmúla 7, Nóatúni Hamraborg 18, Ellefu-ellefu Grensásvegi 46, Samkaupum Miðvangi 41 og Nettó í Mjódd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×