Kjarasamningar stefna í uppnám 5. október 2005 00:01 Opinber stjórntæki megna ekki að halda aftur af verðbólgunni þannig að kjarasamningar stefna í uppnám, segir Hannes Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Hannes segir að svonefnd forsendunefnd, skipuð fulltrúum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sé þegar byrjuð að meta stöðuna með tilliti til uppsagnarákvæða í kjarasamningum vegna verðbólgu og á niðurstaða nefndarinnar að liggja fyrir 15. nóvember. Þá eigi endanlega að liggja fyrir hvort forsendur kjarasamninganna eru brostnar eða ekki. Hannes segir stöðuna um margt óvenjulega; Seðlabankinn telji stöðuna vera orðna mjög alvarlega en stjórnvöld tali um gott ástand og jafnvægi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti að nokkru þessa skoðun Hannesar í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi þegar hann sagði að aukning verðbólgu umfram spár mætti „alfarið“ rekja til hækkunar á fasteignaverði og olíuverði. Hann vék hins vegar ekki að því að verðbólgan ógnar nú vinnufriði í landinu en sagði aftur á móti að það lægi fyrir að stjórnvöld hefðu tekið réttan pól í hæðina með því að fylgja skýrri langstímastefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt. Verði niðurstaða samráðsnefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins sú þann 15. nóvember, að forsendur kjarasamninga séu brostnar, þurfa launþegar að segja upp samningum fyrir 10. desember og tekur uppsögnin þá gildi um áramót. Það veltur svo á framhaldinu hvort eitthvert félag eða félög grípi til verkfallsvopnsins. Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Opinber stjórntæki megna ekki að halda aftur af verðbólgunni þannig að kjarasamningar stefna í uppnám, segir Hannes Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Hannes segir að svonefnd forsendunefnd, skipuð fulltrúum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sé þegar byrjuð að meta stöðuna með tilliti til uppsagnarákvæða í kjarasamningum vegna verðbólgu og á niðurstaða nefndarinnar að liggja fyrir 15. nóvember. Þá eigi endanlega að liggja fyrir hvort forsendur kjarasamninganna eru brostnar eða ekki. Hannes segir stöðuna um margt óvenjulega; Seðlabankinn telji stöðuna vera orðna mjög alvarlega en stjórnvöld tali um gott ástand og jafnvægi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti að nokkru þessa skoðun Hannesar í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi þegar hann sagði að aukning verðbólgu umfram spár mætti „alfarið“ rekja til hækkunar á fasteignaverði og olíuverði. Hann vék hins vegar ekki að því að verðbólgan ógnar nú vinnufriði í landinu en sagði aftur á móti að það lægi fyrir að stjórnvöld hefðu tekið réttan pól í hæðina með því að fylgja skýrri langstímastefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt. Verði niðurstaða samráðsnefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins sú þann 15. nóvember, að forsendur kjarasamninga séu brostnar, þurfa launþegar að segja upp samningum fyrir 10. desember og tekur uppsögnin þá gildi um áramót. Það veltur svo á framhaldinu hvort eitthvert félag eða félög grípi til verkfallsvopnsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira