Innlent

Rafmagnslaust víða í Reykjavík

Rafmagn fór af stórum hluta Reykjavíkur og hluta af Kópavogi klukkan tíu mínútur í sex í dag. Líklegt þykir að eldur í rafmagnsskúr í efri hluta Breiðholtsins hafi valdið rafmagnsleysinu. Rafmagn fór af stórum hluta Reykjavíkur og af Brekkuhverfinu í Kópavoginu rétt fyrir klukkan sex í dag. Um var að ræða alvarlega háspennubilunsem leiddi til þess að aðveitustöð Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal sló út. Talið var að  kviknað hefði í spennustöð í Eddufelli. Það reyndist ekki vera og munu upplýsingar ekki liggja fyrir fyrr en á morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni Rafmagn fór af í Árbænum, Breiðholti, Fossvogi, í Brekkuhverfinu í Kópavogi auk þess sem truflanir voru í miðborginni.  Rafmagn komst að mestu á eftir um 20 mínútur, en að fullu kl. 19.15. Umferðarljós urðu óvirk víða á höfuðborgarsvæðinu og að sögn lögreglunnar í Reykjavík urðu nokkur umferðaróhöpp af þeim sökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×