Innlent

Náðun Arons hafnað

"Líf mitt markast nú sorg vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórans," segir Aron Pálmi Ágústsson, en ríkisstjóri Texas hafnaði því í fyrradag að náða hann. Aron Pálmi á því enn eftir að afplána um tvö ár af dómi sem hann hlaut þrettán ára gamall, fyrir kynferðisafbrot sem hann framdi ellefu ára. Nú þarfnast ég hjálpar þjóðar minnar sem aldrei fyrr," segir Aron Pálmi. "Ekki láta mig falla á milli þilja í kerfinu." Hann segir þrjá kosti í stöðunni: Að hægt sé að sækja aftur um náðun, að fara með umleitan sína um flutning til Íslands fyrir dómstóla eða að höfða mál til að fá dóm sinn styttan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×