Innlent Brot á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að sú ákvörðun að semja ekki við klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði sjúkratryggðra gangi gegn markmiðum samkeppnislaga. Innlent 23.10.2005 15:05 Barátta um varaformannsembætti Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll, sem staðið hefur síðan á fimmtudag, lýkur um miðjan dag í dag. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við sem formaður flokksins af Davíð Oddssyni en Geir er sá eini sem hefur boðið sig fram til starfans. Þá verður kosið um eftirmann Geirs í embætti varaformanns flokksins klukkan þrjú í dag, en þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri hafa þegar gefið kost á sér. Innlent 23.10.2005 15:04 300 skjálftar við Grímsey Grímseyjarhrinan er í rénun og verða nú um tveir skjálftar á klukkutíma. Alls hafa skráðst ríflega 300 skjálftar síðan á föstudagseftirmiðdag. Innlent 23.10.2005 15:05 Eignarhaldið skorðað Landsfundur Sjálfstæðisflokksins skorar á Alþingi að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. „Að undanförnu hefur nauðsyn rammalöggjafar um starfsemi fjölmiðla orðið æ augljósari,“ segir í ályktun fundarins. Innlent 23.10.2005 15:05 Ofbeldismaður áfram í haldi „Árásin var mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór verr,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanninum unga sem réðst á jafnaldra sinn, átján ára gamlan, með sveðju í samkvæmi í Garðabæ. Innlent 23.10.2005 15:05 Tvöföldun líklega samþykkt Búist er við að bæjarstjórn Garðabæjar samþykki í vikunni tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi að Kaplakrika. Ný tillaga sem gerir ráð fyrir betri hljóðvörnum hefur líka hlotið samþykki íbúa sem hafa hingað til verið mótfallnir tvöföldun brautarinnar. Innlent 23.10.2005 15:05 Níu konur í miðstjórn Kosningu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem fram fór á landsfundi í Laugardalshöll er lokið, en alls börðust 24 um ellefu sæti í stjórninni. Alls voru níu konur kjörnar í miðstjórnina og tveir karlar, en það eru Birna Lárusdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Grímur Gíslason, Magni Kristjánsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Stefanía Katrín Karlsdóttir, Sigríður Ásthildur Andersen. Innlent 23.10.2005 15:05 Bensínstyrkir verði ekki skertir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag að hvetja til þess að fallið verði frá því að skerða bensínstyrk til öryrkja. Þá vilja sjálfstæðismenn að styrkir hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa verði auknir. Innlent 23.10.2005 15:05 Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða Geir H. Haarde utanríkisráðherra var rétt í þessu kjörinn áttundi formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða, en hann gaf einn kost á sér til formanns. 23 aðrir sjálfstæðismenn hlutu samtals 65 atkvæði, en auðir seðlar voru 40. Nú stendur yfir varaformannskjör en þar höfðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, gefið kost á sér. Innlent 23.10.2005 15:05 Vilja afnema synjunarvald Sjálfstæðisflokkurinn telur óhjákvæmilegt að fella úr gildi 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins um synjunarvald forsetans. Þetta kemur fram í ályktun landsfundar flokksins frá því um helgina. Í ályktun fundarins er tekið fram að huga eigi að heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Innlent 23.10.2005 15:05 Samstaða um nýjan skóla Átta af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis og einn þingmaður úr Norðvesturkjördæmi hafa endurflutt á alþingi þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð en tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi. Innlent 23.10.2005 15:05 Ekki vitað hversu mikið tjónið er Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Innlent 23.10.2005 15:04 Þorpið fylgir ráðherranum Einar K. Guðfinnsson hélt sína fyrstu ræðu sem sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Grand hóteli. Innlent 23.10.2005 15:05 500 milljarða halli í sjö ár Steingrímur J. Sigfússon vill yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að stjóriðjuframkvæmdir verði stöðvarðar til ársins 2012. Engin höft segir forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:05 Geir gengur auðmjúkur til verks „Ég er mjög ánægður með þessi úrslit og glaður yfir því að hafa fengið svona mikið traust hjá landsfundarfulltrúum og mun að sjálfsögðu gera mitt besta til þess að standa undir því,“ segir Geir Hilmar Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir segir að samstaða hafi ríkt um þær ályktanir sem voru til meðferðar á fundinum. Innlent 23.10.2005 15:05 Spara tugþúsundir í matarinnkaupum Um 33 þúsund krónum minna færi í matarinnkaup hjá meðalfjölskyldu á ári, ef matarskatturinn verður lækkaður úr fjórtán prósentum í sjö. Innlent 23.10.2005 15:05 Lét ófriðlega á skemmtistöðum Lögregla í Kerflavík þurfti í nótt að hafa afskipti af manni sem lét ófriðlega á skemmtistöðum í miðbæ Keflavíkur. Maðurinn mun hafa ráðist á annan mann á skemmtistað og slegið hann og var það tilkynnt til lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn á bak og burt og hafði þá farið á annan veitingastað. Þar handtók lögregla hann þar sem hann var við það að lenda í stimpingum við annan mann og var hann látinn gista fangageymslur á meðan hann róaði sig. Innlent 23.10.2005 15:04 Tvö umferðaróhöpp í gærkvöld Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í gærkvöld og var um útafasktur að ræða í báðum tilvikum. Bíll fór út af veginum við Reykholt um klukkan hálftíu. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti bílinn með dráttarbíl. Svipað var uppi á teningnum á Holtavörðuheiði laust eftir klukkan ellefu í gærkvöld en þá skemmdist fólksbíll nokkuð þegar hann fór út af veginum. Enginn í bílnum slasaðist. Innlent 23.10.2005 15:04 Óljóst hvað gerðist Bilun varð hjá þjónustuaðila Farice-sæstrengsins aðfaranótt sunnudags. Í gær var enn ekki ljóst hvað hefði valdið biluninni. Innlent 23.10.2005 15:05 Sjálfstæði fjölmiðla verði tryggt Landsfundur Sjálfstæðisflokksins skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi. Þetta kemur fram í ályktun nefndar um menningarmál sem samþykkt var á fundinum í dag. Innlent 23.10.2005 15:05 Störf sjúkraflutningamanna trufluð Nítján ára piltur hlaut alvarlega höfuðáverka þegar ekið var á hann á Hverfisgötu í gærkvöld. Fjarlægja þurfti ungmenni af slysstað sem trufluðu starf lögreglu og sjúkraflutningamanna. Innlent 23.10.2005 15:05 Pilturinn útskrifaður af gjörgæslu Nítján ára piltur, sem hlaut alvarlega áverka á höfði þegar ekið var á hann á Hverfisgötu í gærkvöld, er á batavegi og hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Pilturinn var í litlum hópi ungmenna að skemmta sér þegar hann annað hvort fór út á götuna af sjálfsdáðum, eða var ýtt, að sögn lögreglu. Innlent 23.10.2005 15:05 Fjöldi veiðimanna í Árnessýslu Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær þegar veiðitímabilið hófst og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Innlent 23.10.2005 15:04 Kanóar horfnir af götunum Tekist hefur að dæla öllu vatni burt af götum Hafnar í Hornafirði, að sögn Helga Más Pálssonar bæjarverkfræðings. Bæjarbúar eru því hættir að róa um göturnar á kanóum og geta gripið til bílanna á ný. Innlent 23.10.2005 15:05 Truflun á netsambandi við útlönd Truflun hefur orðið á netsambandi við útlönd vegna bilunar í endabúnaði Farice-sæstrengsins í Skotlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Farice. Viðgerð á strengnum stendur yfir og er búist við að hann verði kominn í lag síðar í dag. Á meðan fer öll umferð um Cantat 3 sæstrenginn. Innlent 23.10.2005 15:05 Vatnselgur í Höfn í Hornafirði Miðbær Hafnar í Hornafirði var umflotinn vatni í gær eftir mestu rigningar í manna minnum. Vatn flæddi víða í kjallara og hlutust af talsverðar skemmdir. Þar sem vatnið var mest náði það upp að nafla karlmanns. Innlent 23.10.2005 15:04 Úrhelli á Suðausturlandi Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. Innlent 23.10.2005 15:04 Ófærð á Austurlandi Ófært er um Hvalnes og Þvottárskriður og ekki er víst um að það náist að opna þar í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er lokað á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðulausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. Innlent 23.10.2005 15:04 Drepinn ef hann snýr heim Ungur Afgani segir hæli á Íslandi vera sitt síðasta hálmstrá. Heima bíði hans ömurleg örlög. Hann hefur beðið afgreiðslu hérlendra stjórnvalda á hælisumsókn sinni í 13 mánuði. Innlent 23.10.2005 15:04 Dýratilraunum mótmælt „Við erum að mótmæla dýratilraunum á Íslandi," segir Tryggvi Guðmundsson dýravinur sem stóð að mótmælum á Lækjartorgi í gær. Innlent 23.10.2005 15:04 « ‹ ›
Brot á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að sú ákvörðun að semja ekki við klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði sjúkratryggðra gangi gegn markmiðum samkeppnislaga. Innlent 23.10.2005 15:05
Barátta um varaformannsembætti Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll, sem staðið hefur síðan á fimmtudag, lýkur um miðjan dag í dag. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við sem formaður flokksins af Davíð Oddssyni en Geir er sá eini sem hefur boðið sig fram til starfans. Þá verður kosið um eftirmann Geirs í embætti varaformanns flokksins klukkan þrjú í dag, en þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri hafa þegar gefið kost á sér. Innlent 23.10.2005 15:04
300 skjálftar við Grímsey Grímseyjarhrinan er í rénun og verða nú um tveir skjálftar á klukkutíma. Alls hafa skráðst ríflega 300 skjálftar síðan á föstudagseftirmiðdag. Innlent 23.10.2005 15:05
Eignarhaldið skorðað Landsfundur Sjálfstæðisflokksins skorar á Alþingi að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. „Að undanförnu hefur nauðsyn rammalöggjafar um starfsemi fjölmiðla orðið æ augljósari,“ segir í ályktun fundarins. Innlent 23.10.2005 15:05
Ofbeldismaður áfram í haldi „Árásin var mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór verr,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanninum unga sem réðst á jafnaldra sinn, átján ára gamlan, með sveðju í samkvæmi í Garðabæ. Innlent 23.10.2005 15:05
Tvöföldun líklega samþykkt Búist er við að bæjarstjórn Garðabæjar samþykki í vikunni tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi að Kaplakrika. Ný tillaga sem gerir ráð fyrir betri hljóðvörnum hefur líka hlotið samþykki íbúa sem hafa hingað til verið mótfallnir tvöföldun brautarinnar. Innlent 23.10.2005 15:05
Níu konur í miðstjórn Kosningu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem fram fór á landsfundi í Laugardalshöll er lokið, en alls börðust 24 um ellefu sæti í stjórninni. Alls voru níu konur kjörnar í miðstjórnina og tveir karlar, en það eru Birna Lárusdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Grímur Gíslason, Magni Kristjánsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Stefanía Katrín Karlsdóttir, Sigríður Ásthildur Andersen. Innlent 23.10.2005 15:05
Bensínstyrkir verði ekki skertir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag að hvetja til þess að fallið verði frá því að skerða bensínstyrk til öryrkja. Þá vilja sjálfstæðismenn að styrkir hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa verði auknir. Innlent 23.10.2005 15:05
Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða Geir H. Haarde utanríkisráðherra var rétt í þessu kjörinn áttundi formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða, en hann gaf einn kost á sér til formanns. 23 aðrir sjálfstæðismenn hlutu samtals 65 atkvæði, en auðir seðlar voru 40. Nú stendur yfir varaformannskjör en þar höfðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, gefið kost á sér. Innlent 23.10.2005 15:05
Vilja afnema synjunarvald Sjálfstæðisflokkurinn telur óhjákvæmilegt að fella úr gildi 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins um synjunarvald forsetans. Þetta kemur fram í ályktun landsfundar flokksins frá því um helgina. Í ályktun fundarins er tekið fram að huga eigi að heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Innlent 23.10.2005 15:05
Samstaða um nýjan skóla Átta af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis og einn þingmaður úr Norðvesturkjördæmi hafa endurflutt á alþingi þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð en tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi. Innlent 23.10.2005 15:05
Ekki vitað hversu mikið tjónið er Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Innlent 23.10.2005 15:04
Þorpið fylgir ráðherranum Einar K. Guðfinnsson hélt sína fyrstu ræðu sem sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Grand hóteli. Innlent 23.10.2005 15:05
500 milljarða halli í sjö ár Steingrímur J. Sigfússon vill yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að stjóriðjuframkvæmdir verði stöðvarðar til ársins 2012. Engin höft segir forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:05
Geir gengur auðmjúkur til verks „Ég er mjög ánægður með þessi úrslit og glaður yfir því að hafa fengið svona mikið traust hjá landsfundarfulltrúum og mun að sjálfsögðu gera mitt besta til þess að standa undir því,“ segir Geir Hilmar Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir segir að samstaða hafi ríkt um þær ályktanir sem voru til meðferðar á fundinum. Innlent 23.10.2005 15:05
Spara tugþúsundir í matarinnkaupum Um 33 þúsund krónum minna færi í matarinnkaup hjá meðalfjölskyldu á ári, ef matarskatturinn verður lækkaður úr fjórtán prósentum í sjö. Innlent 23.10.2005 15:05
Lét ófriðlega á skemmtistöðum Lögregla í Kerflavík þurfti í nótt að hafa afskipti af manni sem lét ófriðlega á skemmtistöðum í miðbæ Keflavíkur. Maðurinn mun hafa ráðist á annan mann á skemmtistað og slegið hann og var það tilkynnt til lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn á bak og burt og hafði þá farið á annan veitingastað. Þar handtók lögregla hann þar sem hann var við það að lenda í stimpingum við annan mann og var hann látinn gista fangageymslur á meðan hann róaði sig. Innlent 23.10.2005 15:04
Tvö umferðaróhöpp í gærkvöld Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í gærkvöld og var um útafasktur að ræða í báðum tilvikum. Bíll fór út af veginum við Reykholt um klukkan hálftíu. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti bílinn með dráttarbíl. Svipað var uppi á teningnum á Holtavörðuheiði laust eftir klukkan ellefu í gærkvöld en þá skemmdist fólksbíll nokkuð þegar hann fór út af veginum. Enginn í bílnum slasaðist. Innlent 23.10.2005 15:04
Óljóst hvað gerðist Bilun varð hjá þjónustuaðila Farice-sæstrengsins aðfaranótt sunnudags. Í gær var enn ekki ljóst hvað hefði valdið biluninni. Innlent 23.10.2005 15:05
Sjálfstæði fjölmiðla verði tryggt Landsfundur Sjálfstæðisflokksins skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi. Þetta kemur fram í ályktun nefndar um menningarmál sem samþykkt var á fundinum í dag. Innlent 23.10.2005 15:05
Störf sjúkraflutningamanna trufluð Nítján ára piltur hlaut alvarlega höfuðáverka þegar ekið var á hann á Hverfisgötu í gærkvöld. Fjarlægja þurfti ungmenni af slysstað sem trufluðu starf lögreglu og sjúkraflutningamanna. Innlent 23.10.2005 15:05
Pilturinn útskrifaður af gjörgæslu Nítján ára piltur, sem hlaut alvarlega áverka á höfði þegar ekið var á hann á Hverfisgötu í gærkvöld, er á batavegi og hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Pilturinn var í litlum hópi ungmenna að skemmta sér þegar hann annað hvort fór út á götuna af sjálfsdáðum, eða var ýtt, að sögn lögreglu. Innlent 23.10.2005 15:05
Fjöldi veiðimanna í Árnessýslu Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær þegar veiðitímabilið hófst og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Innlent 23.10.2005 15:04
Kanóar horfnir af götunum Tekist hefur að dæla öllu vatni burt af götum Hafnar í Hornafirði, að sögn Helga Más Pálssonar bæjarverkfræðings. Bæjarbúar eru því hættir að róa um göturnar á kanóum og geta gripið til bílanna á ný. Innlent 23.10.2005 15:05
Truflun á netsambandi við útlönd Truflun hefur orðið á netsambandi við útlönd vegna bilunar í endabúnaði Farice-sæstrengsins í Skotlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Farice. Viðgerð á strengnum stendur yfir og er búist við að hann verði kominn í lag síðar í dag. Á meðan fer öll umferð um Cantat 3 sæstrenginn. Innlent 23.10.2005 15:05
Vatnselgur í Höfn í Hornafirði Miðbær Hafnar í Hornafirði var umflotinn vatni í gær eftir mestu rigningar í manna minnum. Vatn flæddi víða í kjallara og hlutust af talsverðar skemmdir. Þar sem vatnið var mest náði það upp að nafla karlmanns. Innlent 23.10.2005 15:04
Úrhelli á Suðausturlandi Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. Innlent 23.10.2005 15:04
Ófærð á Austurlandi Ófært er um Hvalnes og Þvottárskriður og ekki er víst um að það náist að opna þar í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er lokað á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðulausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. Innlent 23.10.2005 15:04
Drepinn ef hann snýr heim Ungur Afgani segir hæli á Íslandi vera sitt síðasta hálmstrá. Heima bíði hans ömurleg örlög. Hann hefur beðið afgreiðslu hérlendra stjórnvalda á hælisumsókn sinni í 13 mánuði. Innlent 23.10.2005 15:04
Dýratilraunum mótmælt „Við erum að mótmæla dýratilraunum á Íslandi," segir Tryggvi Guðmundsson dýravinur sem stóð að mótmælum á Lækjartorgi í gær. Innlent 23.10.2005 15:04