Innlent Tveggja milljarða hagnaður Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 2.247 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur ársfjórðungunum sem er metafkoma. Hagnaðurinn á tímabilinu jókst um fimm prósent ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Innlent 2.11.2005 22:34 Deilt um áreiðanleikann Af þeim sem taka afstöðu í skoðanakönnun Gallup um fylgi frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja 62 prósent sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum en 38 prósent Gísla Martein Baldursson. Innlent 2.11.2005 23:02 Hagsmunir fórnarlambsins bornir fyrir borð Nærri tvöfalt fleiri kynferðisbrotamál komu til kasta yfirvalda árin 2002-2004 en árin 1995-1997. Sakfellingum hafi hins vegar ekkert fjölgað. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barndaverndarhúss, segir að rekja megi það til breytinga sem gerðar voru á lögum um meðferð opinberra mála árið 1999. Hann segir að breytingarnar vinni í raun gegn hagsmunum barnanna og brýnt sé að farið verði yfir þessi lagaákvæði. Innlent 2.11.2005 22:30 Samgöngumálin ogskipulag í ólestri Þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir sækjast bæði eftir öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Þau eru sammála um að bæta verði úr samgöngumálum og skipulagi. Innlent 2.11.2005 22:35 Heldur ekki vöku fyrir Kára Ritnefnd Læknablaðsins sem nýverið hefur boðað uppsögn sína gæti reynst vanhæf til þess að fjalla um málefni Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Jóhanns Tómassonar læknis. Því er þannig farið að Karl Andersen, einn ritnefndarmanna, hefur unnið í samstarfi við Kára. Innlent 2.11.2005 22:30 Eðlilegt að verðlag hækki Mikið tap varð á rekstri Haga á fyrri helmingi rekstrarárs félagsins og nemur það 708 milljónum króna. Hagar eiga meðal annars Bónus, Hagkaup og 10-11. Finnur Árnason, forstjóri Haga, rekur skýringar tapsins til harðrar samkeppni á matvörumarkaði en eins og margir muna ríkti um skeið óvægið verðstríð milli lágvöruverslana þar sem mjólkin var gefin og fleira í þeim dúr. Spurður hvort tapinu verði velt á herðar neytenda segir Finnur það ekki gert enda tapið liðið og sé í raun tilkomið vegna aðgerða sem voru neytendum til hagsbóta. Innlent 2.11.2005 22:34 Ísland orðið að borgríki Í nýrri bók Ágústs Einarssonar, Rekstrarhagfræði, segir hann Ísland vera orðið borgríki. 63 prósent þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu. Einungis fimm önnur lönd hafa stærra hlutfall landsmanna á höfuðborgarsvæðinu.Í upphafi 20. aldar bjuggu 87 prósent Íslendinga í dreifbýli en 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2003 hafði þróunin snúist við, þegar 63 prósent bjuggu í þéttbýli, en 37 prósent utan þess. Innlent 2.11.2005 22:34 Ráðuneytið rangtúlkar lög Umboðsmaður Alþingis telur að sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki byggt úrskurði á réttum lagagrundvelli í málum tveggja smábátaeigenda. Þeir fóru fram á frekari aflaheimild á grundvelli þess að hafa farið í endurbætur á bátum sínum en í lögum segir að við endurnýjun eigi menn rétt á 20 lesta aukaúthlutun. Innlent 2.11.2005 22:35 Samningunum ennþá ólokið Ríkissáttasemjari fundaði í gær með forsvarsmönnum Sjúkraliðafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga sem átt hafa í kjaraviðræðum frá því á mánudag í síðustu viku. Innlent 31.10.2005 22:19 Heiftin og illskan farin "Að mínu mati er meiri friður um sjávarútvegsmálin nú en verið hefur um alllanga hríð og það er vel," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Innlent 2.11.2005 22:35 Braust inn og stal í Reykjavík Átján ára piltur hefur verið dæmdur í hálfsárs fangelsi skilorðsbundið í tvö ár fyrir innbrot, þjófnaði og fleiri brot framin í Reykjavík á árinu. Sum brotin voru framin í félagi við aðra og hafa þau mál verið dæmd sérstaklega. Innlent 2.11.2005 22:30 Sátt gæti verið í sjónmáli "Það er ekki sátt um sjávarútveginn en einmitt núna er ástæða til að binda vonir við það að sú sátt náist," segir Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingar. Innlent 2.11.2005 22:34 Kona særðist á fæti í sprengingu í Skeifunni Kona slasaðist á fæti þegar heimatilbúin sprengja sprakk undir bíl í Skeifunni í Reykjavík. Lögregla segir tilviljun virðast hafa ráðið stað og tímasetningu sprengingarinnar. Kvartað var undan sprengingum í hverfinu fyrir skömmu. Innlent 2.11.2005 23:32 Langt frá því að ríki sátt "Það er langt frá því að það sé sátt um sjávarútveginn og svo verður ekki meðan kvótinn er afhentur fáeinum útvöldum svo þeir geti leigt hann eða selt," segir Grétar Mar Jónsson, varaþingmaður Frjálslynda flokksins og fyrrum formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Innlent 2.11.2005 22:34 Farnir að vilja starfsfrið "Það væri ekki rétt að segja að það ríkti eitthvað sáttarástand innan greinarinnar en þó má segja að það sé mun meiri sátt nú en oft áður," segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Innlent 2.11.2005 22:35 Átti sprengju og fíkniefni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brot á fíkniefna-, vopna- og umferðarlögum. Maðurinn var tekinn á Blönduósi í sumar með amfetamín og heimatilbúna sprengju í fórum sínum, en er auk þess dæmdur fyrir ýmis umferðarlagabrot. Innlent 1.11.2005 22:21 Aukinn sáttatónn Umræða um sjávarútvegsmál að undanförnu bendir til aukinnar sáttar um þennan höfuðatvinnuveg þjóðarinnar. Samfylkingin boðar nýja stefnu í málinu og sjávarútvegsráðherra segir meiri frið ríkja um greinina en oftast áður. Innlent 2.11.2005 22:34 Alfreð boðin Landsvirkjun Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, hefur verið gert tilboð um stjórnarformennsku í í Landsvirkjun ákveði hann að hætta í borgarpólitíkinni. Málið tengist hugsanlegri sölu Orkuveitunnar. Innlent 2.11.2005 22:30 Óánægja með háskólatorg "Þetta háskólatorg tengir saman Odda og Lögberg en þetta tengir ekki Árnagarð og Nýja Garð þar sem okkar starfsemi fer að mestu fram heldur kemur einmitt þar á milli eins og múrveggur og skilur byggingarnar að," segir Gunnar Karlsson, prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Innlent 2.11.2005 22:29 Þúsund deila herbergi "Tæplega þúsund eldri borgarar þurfa að deila herbergi með öðrum en mökum sínum eða lífsförunauti," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar. Hann lagði fram fyrirspurn um málið til heilbrigðisráðherra fyrir skemmstu. Innlent 2.11.2005 22:31 Ólæsi eða gullfiskaminni Lögmaður 2B starfsmannaleigunnar gagnrýnir harðlega lagatúlkun verkalýðsfélaga og Vinnumálastofnunar. Verkalýðsfélögin telja mörg hver að Vinnumálastofnun hafi staðfest að 2B hafi ekki farið að lögum. Á vef Samiðnar er vísað er til yfirlýsingar Gissurs Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar um túlkun og framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga. Innlent 2.11.2005 23:44 VÍS kaupir breskt tryggingafyrirtæki Vátryggingafélag Íslands hf., VÍS, keypti í dag 54% hlutafjár í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd., og er þar með fyrst íslenskra tryggingafélaga til að eignast meirihluta í erlendu tryggingafélagi. Innlent 2.11.2005 23:07 Seðlabankinn hækki bindi- og lausafjárskyldu bankanna Útgáfa skuldabréfa í krónum erlendis hefur aukist um ellefu milljarða króna á tveimur dögum. Vegna þessa hækkaði gengi krónunnar enn í morgun og evran hefur ekki verið lægri gagnvart henni í meira en fimm ár. Prófessor í hagfræði segir að Seðlabankinn verði að hækka bindi- og lausafjárskyldu bankanna til að mæta ört vaxandi verðbólgu. Innlent 2.11.2005 20:25 Segir kaupmátt margra ASÍ-félagsmanna hafa minnkað Kaupmáttur stórs hluta félagsmanna Alþýðusambandins hefur minnkað undanfarna tólf mánuði að mati hagfræðings sambandsins. Hann segir verðbólguforsendur kjarasamninga löngu brostnar. Innlent 2.11.2005 20:05 Kári hyggst kæra stjórnir LÍ og LR vegna greinar Kári Stefánsson hyggst kæra stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur til siðanefndar lækna fyrir að fjarlægja ekki grein Jóhanns Tómassonar læknis af vefútgáfu læknablaðsins. Í greininni deilir Jóhann hart á Kára. Innlent 2.11.2005 19:52 Bandaríkjamenn hafa ekki svarað fyrirspurnum um fangaflug Bandaríska leyniþjónustan CIA er með leynileg fangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn í Austur-Evrópu og vísbendingar eru um að fangar hafi verið fluttir þangað um Ísland. Bandarísk stjórnvöld hafa engu svarað fyrirspurnum Íslendinga um málið. Innlent 2.11.2005 19:27 Segist ekkert vita um sprengju undir bíl Sprengja sprakk undir mannlausum bíl við Mylluna í Skeifunni í nótt. Fjarlægja þurfti sprengjubrot úr fæti á konu sem stóð skammt frá bílnum. Sá sem hafði bílinn til umráða segist enga hugmynd hafa um af hverju sprengja var undir bílnum. Innlent 2.11.2005 19:17 Bubbi krefur Hér og nú um 20 milljónir Bubbi Morthens ætlar að krefja útgefanda og ritstjóra tímaritsins Hér og nú um tuttugu milljónir króna í skaðabætur vegna umfjöllunar og myndbirtinga blaðsins um hann. Innlent 2.11.2005 18:16 Öxi lokuð tímabundið Vegurinn um Öxi, sem liggur frá Djúpavogi og upp á Breiðdalsheiði, er lokaður tímabundið vegna umferðaróhapps. Þar valt tengivagn á hliðina og lokaði veginum. Engin slys urðu á fólki og starfsmenn vegagerðarinnar vinna nú í því að fjarlægja tengivagninn. Innlent 2.11.2005 18:06 Portúgali handtekinn vegna meintrar fíkniefnasölu Eitt hunndrað grömm af ætluðu hassi fundust í sölupakkningum í vistarverum 34 ára Portúgala á Kárahnjúkum í lok október. Einnig var lagt hald á tölvu og tæplega 300 þúsund krónur í peningum. Maðurinn var í frí þegar leitin var gerð og var hann handtekinn á Egilsstaðaflugvelli í gær. Innlent 2.11.2005 18:05 « ‹ ›
Tveggja milljarða hagnaður Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 2.247 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur ársfjórðungunum sem er metafkoma. Hagnaðurinn á tímabilinu jókst um fimm prósent ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Innlent 2.11.2005 22:34
Deilt um áreiðanleikann Af þeim sem taka afstöðu í skoðanakönnun Gallup um fylgi frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja 62 prósent sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum en 38 prósent Gísla Martein Baldursson. Innlent 2.11.2005 23:02
Hagsmunir fórnarlambsins bornir fyrir borð Nærri tvöfalt fleiri kynferðisbrotamál komu til kasta yfirvalda árin 2002-2004 en árin 1995-1997. Sakfellingum hafi hins vegar ekkert fjölgað. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barndaverndarhúss, segir að rekja megi það til breytinga sem gerðar voru á lögum um meðferð opinberra mála árið 1999. Hann segir að breytingarnar vinni í raun gegn hagsmunum barnanna og brýnt sé að farið verði yfir þessi lagaákvæði. Innlent 2.11.2005 22:30
Samgöngumálin ogskipulag í ólestri Þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir sækjast bæði eftir öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Þau eru sammála um að bæta verði úr samgöngumálum og skipulagi. Innlent 2.11.2005 22:35
Heldur ekki vöku fyrir Kára Ritnefnd Læknablaðsins sem nýverið hefur boðað uppsögn sína gæti reynst vanhæf til þess að fjalla um málefni Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Jóhanns Tómassonar læknis. Því er þannig farið að Karl Andersen, einn ritnefndarmanna, hefur unnið í samstarfi við Kára. Innlent 2.11.2005 22:30
Eðlilegt að verðlag hækki Mikið tap varð á rekstri Haga á fyrri helmingi rekstrarárs félagsins og nemur það 708 milljónum króna. Hagar eiga meðal annars Bónus, Hagkaup og 10-11. Finnur Árnason, forstjóri Haga, rekur skýringar tapsins til harðrar samkeppni á matvörumarkaði en eins og margir muna ríkti um skeið óvægið verðstríð milli lágvöruverslana þar sem mjólkin var gefin og fleira í þeim dúr. Spurður hvort tapinu verði velt á herðar neytenda segir Finnur það ekki gert enda tapið liðið og sé í raun tilkomið vegna aðgerða sem voru neytendum til hagsbóta. Innlent 2.11.2005 22:34
Ísland orðið að borgríki Í nýrri bók Ágústs Einarssonar, Rekstrarhagfræði, segir hann Ísland vera orðið borgríki. 63 prósent þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu. Einungis fimm önnur lönd hafa stærra hlutfall landsmanna á höfuðborgarsvæðinu.Í upphafi 20. aldar bjuggu 87 prósent Íslendinga í dreifbýli en 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2003 hafði þróunin snúist við, þegar 63 prósent bjuggu í þéttbýli, en 37 prósent utan þess. Innlent 2.11.2005 22:34
Ráðuneytið rangtúlkar lög Umboðsmaður Alþingis telur að sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki byggt úrskurði á réttum lagagrundvelli í málum tveggja smábátaeigenda. Þeir fóru fram á frekari aflaheimild á grundvelli þess að hafa farið í endurbætur á bátum sínum en í lögum segir að við endurnýjun eigi menn rétt á 20 lesta aukaúthlutun. Innlent 2.11.2005 22:35
Samningunum ennþá ólokið Ríkissáttasemjari fundaði í gær með forsvarsmönnum Sjúkraliðafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga sem átt hafa í kjaraviðræðum frá því á mánudag í síðustu viku. Innlent 31.10.2005 22:19
Heiftin og illskan farin "Að mínu mati er meiri friður um sjávarútvegsmálin nú en verið hefur um alllanga hríð og það er vel," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Innlent 2.11.2005 22:35
Braust inn og stal í Reykjavík Átján ára piltur hefur verið dæmdur í hálfsárs fangelsi skilorðsbundið í tvö ár fyrir innbrot, þjófnaði og fleiri brot framin í Reykjavík á árinu. Sum brotin voru framin í félagi við aðra og hafa þau mál verið dæmd sérstaklega. Innlent 2.11.2005 22:30
Sátt gæti verið í sjónmáli "Það er ekki sátt um sjávarútveginn en einmitt núna er ástæða til að binda vonir við það að sú sátt náist," segir Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingar. Innlent 2.11.2005 22:34
Kona særðist á fæti í sprengingu í Skeifunni Kona slasaðist á fæti þegar heimatilbúin sprengja sprakk undir bíl í Skeifunni í Reykjavík. Lögregla segir tilviljun virðast hafa ráðið stað og tímasetningu sprengingarinnar. Kvartað var undan sprengingum í hverfinu fyrir skömmu. Innlent 2.11.2005 23:32
Langt frá því að ríki sátt "Það er langt frá því að það sé sátt um sjávarútveginn og svo verður ekki meðan kvótinn er afhentur fáeinum útvöldum svo þeir geti leigt hann eða selt," segir Grétar Mar Jónsson, varaþingmaður Frjálslynda flokksins og fyrrum formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Innlent 2.11.2005 22:34
Farnir að vilja starfsfrið "Það væri ekki rétt að segja að það ríkti eitthvað sáttarástand innan greinarinnar en þó má segja að það sé mun meiri sátt nú en oft áður," segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Innlent 2.11.2005 22:35
Átti sprengju og fíkniefni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brot á fíkniefna-, vopna- og umferðarlögum. Maðurinn var tekinn á Blönduósi í sumar með amfetamín og heimatilbúna sprengju í fórum sínum, en er auk þess dæmdur fyrir ýmis umferðarlagabrot. Innlent 1.11.2005 22:21
Aukinn sáttatónn Umræða um sjávarútvegsmál að undanförnu bendir til aukinnar sáttar um þennan höfuðatvinnuveg þjóðarinnar. Samfylkingin boðar nýja stefnu í málinu og sjávarútvegsráðherra segir meiri frið ríkja um greinina en oftast áður. Innlent 2.11.2005 22:34
Alfreð boðin Landsvirkjun Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, hefur verið gert tilboð um stjórnarformennsku í í Landsvirkjun ákveði hann að hætta í borgarpólitíkinni. Málið tengist hugsanlegri sölu Orkuveitunnar. Innlent 2.11.2005 22:30
Óánægja með háskólatorg "Þetta háskólatorg tengir saman Odda og Lögberg en þetta tengir ekki Árnagarð og Nýja Garð þar sem okkar starfsemi fer að mestu fram heldur kemur einmitt þar á milli eins og múrveggur og skilur byggingarnar að," segir Gunnar Karlsson, prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Innlent 2.11.2005 22:29
Þúsund deila herbergi "Tæplega þúsund eldri borgarar þurfa að deila herbergi með öðrum en mökum sínum eða lífsförunauti," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar. Hann lagði fram fyrirspurn um málið til heilbrigðisráðherra fyrir skemmstu. Innlent 2.11.2005 22:31
Ólæsi eða gullfiskaminni Lögmaður 2B starfsmannaleigunnar gagnrýnir harðlega lagatúlkun verkalýðsfélaga og Vinnumálastofnunar. Verkalýðsfélögin telja mörg hver að Vinnumálastofnun hafi staðfest að 2B hafi ekki farið að lögum. Á vef Samiðnar er vísað er til yfirlýsingar Gissurs Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar um túlkun og framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga. Innlent 2.11.2005 23:44
VÍS kaupir breskt tryggingafyrirtæki Vátryggingafélag Íslands hf., VÍS, keypti í dag 54% hlutafjár í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd., og er þar með fyrst íslenskra tryggingafélaga til að eignast meirihluta í erlendu tryggingafélagi. Innlent 2.11.2005 23:07
Seðlabankinn hækki bindi- og lausafjárskyldu bankanna Útgáfa skuldabréfa í krónum erlendis hefur aukist um ellefu milljarða króna á tveimur dögum. Vegna þessa hækkaði gengi krónunnar enn í morgun og evran hefur ekki verið lægri gagnvart henni í meira en fimm ár. Prófessor í hagfræði segir að Seðlabankinn verði að hækka bindi- og lausafjárskyldu bankanna til að mæta ört vaxandi verðbólgu. Innlent 2.11.2005 20:25
Segir kaupmátt margra ASÍ-félagsmanna hafa minnkað Kaupmáttur stórs hluta félagsmanna Alþýðusambandins hefur minnkað undanfarna tólf mánuði að mati hagfræðings sambandsins. Hann segir verðbólguforsendur kjarasamninga löngu brostnar. Innlent 2.11.2005 20:05
Kári hyggst kæra stjórnir LÍ og LR vegna greinar Kári Stefánsson hyggst kæra stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur til siðanefndar lækna fyrir að fjarlægja ekki grein Jóhanns Tómassonar læknis af vefútgáfu læknablaðsins. Í greininni deilir Jóhann hart á Kára. Innlent 2.11.2005 19:52
Bandaríkjamenn hafa ekki svarað fyrirspurnum um fangaflug Bandaríska leyniþjónustan CIA er með leynileg fangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn í Austur-Evrópu og vísbendingar eru um að fangar hafi verið fluttir þangað um Ísland. Bandarísk stjórnvöld hafa engu svarað fyrirspurnum Íslendinga um málið. Innlent 2.11.2005 19:27
Segist ekkert vita um sprengju undir bíl Sprengja sprakk undir mannlausum bíl við Mylluna í Skeifunni í nótt. Fjarlægja þurfti sprengjubrot úr fæti á konu sem stóð skammt frá bílnum. Sá sem hafði bílinn til umráða segist enga hugmynd hafa um af hverju sprengja var undir bílnum. Innlent 2.11.2005 19:17
Bubbi krefur Hér og nú um 20 milljónir Bubbi Morthens ætlar að krefja útgefanda og ritstjóra tímaritsins Hér og nú um tuttugu milljónir króna í skaðabætur vegna umfjöllunar og myndbirtinga blaðsins um hann. Innlent 2.11.2005 18:16
Öxi lokuð tímabundið Vegurinn um Öxi, sem liggur frá Djúpavogi og upp á Breiðdalsheiði, er lokaður tímabundið vegna umferðaróhapps. Þar valt tengivagn á hliðina og lokaði veginum. Engin slys urðu á fólki og starfsmenn vegagerðarinnar vinna nú í því að fjarlægja tengivagninn. Innlent 2.11.2005 18:06
Portúgali handtekinn vegna meintrar fíkniefnasölu Eitt hunndrað grömm af ætluðu hassi fundust í sölupakkningum í vistarverum 34 ára Portúgala á Kárahnjúkum í lok október. Einnig var lagt hald á tölvu og tæplega 300 þúsund krónur í peningum. Maðurinn var í frí þegar leitin var gerð og var hann handtekinn á Egilsstaðaflugvelli í gær. Innlent 2.11.2005 18:05