Innlent

Hagsmunir fórnarlambsins bornir fyrir borð

Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu segir löggjöfina frá 1999 á misskilningi byggða.
Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu segir löggjöfina frá 1999 á misskilningi byggða.

Nærri tvöfalt fleiri kynferðisbrotamál komu til kasta yfirvalda árin 2002-2004 en árin 1995-1997. Sakfellingum hafi hins vegar ekkert fjölgað. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barndaverndarhúss, segir að rekja megi það til breytinga sem gerðar voru á lögum um meðferð opinberra mála árið 1999. Hann segir að breytingarnar vinni í raun gegn hagsmunum barnanna og brýnt sé að farið verði yfir þessi lagaákvæði.

"Þessar leikreglur er ekki að finna í neinum öðrum brotaflokki. Það tíðkast hvergi annars staðar að sakborningur fái þessa aðkomu á frumstigi rannsóknar." Með breytingunum sem gerðar voru árið 1999 átti að koma til móts við börn sem höfðu orðið fyrir kynferðisafbrotum. Skýrslutaka af barninu var færð yfir á ábyrgð dómara og gerð að sérstakri dómsathöfn, og var hugsunin sú að barnið þyrfti þá ekki að segja sögu sína nema einu sinni en þyrfti ekki að endurtaka hana við aðalmeðferð málsins.

"Mönnum gekk gott eitt til en engu að síður var það svo að þessi breyting var byggð á misskilningi," segir Bragi. "Þetta er eins og að spila póker við einhvern sem er búinn að sjá spilin þín. Heildaráhrifin eru þau að lögreglan hefur ekki aðgang að vitninu fyrr en á sama tíma og sakborningurinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×