Innlent

Langt frá því að ríki sátt

Grétar Mar Jónsson
Grétar Mar Jónsson

"Það er langt frá því að það sé sátt um sjávarútveginn og svo verður ekki meðan kvótinn er afhentur fáeinum útvöldum svo þeir geti leigt hann eða selt," segir Grétar Mar Jónsson, varaþingmaður Frjálslynda flokksins og fyrrum formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.

"Svo er krafa Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að menn nái sátt í sjávarútvegnum byggð á mikilli vanþekkingu formannsins á sögu kvótakerfisins. Ekki nóg með það heldur er þessi málflutningur hennar reiðarslag fyrir fólkið sem býr í sjávarþorpum þessa lands og hefur lent í því hlutverki að vera leiguliðar hjá einskonar lénsherrum sem jafnaðarmenn ættu ekki að vera að verja með þessum hætti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×