Innlent

Ráðuneytið rangtúlkar lög

Umboðsmaður Alþingis telur að sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki byggt úrskurði á réttum lagagrundvelli í málum tveggja smábátaeigenda. Þeir fóru fram á frekari aflaheimild á grundvelli þess að hafa farið í endurbætur á bátum sínum en í lögum segir að við endurnýjun eigi menn rétt á 20 lesta aukaúthlutun.

Ráðuneytið taldi það hins vegar aðeins eiga við ef skipt væri um bát. Þessu er umboðsmaður ekki sammála og beinir þeim tilmælum til ráðuneytisins að endurskoða málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×