Innlent

Heiftin og illskan farin

Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson

"Að mínu mati er meiri friður um sjávarútvegsmálin nú en verið hefur um alllanga hríð og það er vel," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.

"Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það er ágreiningur uppi um ýmislegt sem snertir sjávarútveginn og þannig verður það alltaf þar sem þetta snýst um skiptingu úr takmarkaðri auðlind. En við sem höfum lengi fylgst með og tekið þátt í sjávarútvegsumræðunni finnum það að heiftin og illskan sem oft hefur einkennt þessa umræðu er ekki til staðar í dag. Ástæðurnar tel ég að liggi aðallega í tvennu; annars vegar í því að hlutfallslegt vægi sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum hefur minnkað en einnig í þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sjávarútvegsstefnunni. Þar á ég við veiðigjaldið sem svaraði mikilli gagnrýni sem bregðast varð við og svo þau úrræði sem beita má til að bæta hag sjávarútvegsbyggðanna sem hafa orðið undir í harðri samkeppni um fjármagn og veiðiheimildir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×