Innlent

Þúsund deila herbergi

Herbergi á Sólvangi. Víða búa aldraðir við þröngan kost.
Herbergi á Sólvangi. Víða búa aldraðir við þröngan kost.

"Tæplega þúsund eldri borgarar þurfa að deila herbergi með öðrum en mökum sínum eða lífsförunauti," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar. Hann lagði fram fyrirspurn um málið til heilbrigðisráðherra fyrir skemmstu.

"Ég spurði ráðherrann einnig hvort til stæði að setja lög sem banna að aldraðir deili herbergi með öðrum líkt og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum en hann tók ekki undir þá skoðun mína en ég tel að það einu leiðina til að koma í veg fyrir ástand sem þetta," segir Björgvin. Björgvin segir það þjóðarskömm hvernig staðið er að málefnum aldraðra. "Meira en eitt þúsund eldri borgarar eru neyddir til að eyða síðustu árunum eins og þurfalingar við óásættanlegar aðstæður og hafa ekki ­heilsu­­­ til að kvarta og fólkið er því geymt eins og dýr í búri og fær að enda ævina í þröngu sambýli við bláókunnugt fólk," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×