Innlent

Farnir að vilja starfsfrið

Arthúr Bogason
Arthúr Bogason

"Það væri ekki rétt að segja að það ríkti eitthvað sáttarástand innan greinarinnar en þó má segja að það sé mun meiri sátt nú en oft áður," segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda.

"Ég veit að bæði stórútgerðarmenn sem og smábátaeigendur hafa eitt og annað út á fiskveiðistjórnunina að setja. Ég tel hins vegar að eftir 21 árs ófrið um þessi mál séu menn nú farnir að óska sér smá starfsfriðar. Ég heyri það á fjölmörgum trillukörlum að þeir vilja fá einhverja framtíðarsýn fyrir greinina svo þeir geti gert einhverjar áætlanir nokkur ár fram í tímann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×