Innlent

Samgöngumálin ogskipulag í ólestri

Tveir einstaklingar sækjast eftir því að sitja í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta eru þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson.

Hanna Birna er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hefur meðal annars setið í borgarráði og menntaráði. Henni þykir núverandi meirihluti draga lappirnar í framkvæmdum. Hún vill lækka skatta og auka val borgarbúa þegar kemur að þjónustu. Henni eru skipulagsmál og menntamál hugleikin.

Júlíus Vífill hefur setið eitt kjörtímabil í borgarstjórn. Hann vill, líkt og Örn Sigurðsson sem sækist eftir fjórða sæti, leggja ríka áherslu á að bæta skipulag í borginni með það að augnamiði að fjölga íbúum og reka öflugri einingu. Júlíus telur að úrbætur í samgöngum innan borgarinnar hafi dregist óhóflega hjá núverandi meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×