Innlent

Fréttamynd

Á fjórða þúsund hefur kosið í prófkjöri

Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík hófst í dag og höfðu á fjórða þúsund manna kosið nú skömmu fyrir fréttir. Um nítján þúsund manns hafa kosningarétt, en þeim hefur fjölgað rúm tíu prósent á undanförnum vikum.

Innlent
Fréttamynd

Já símaskrá ekki til sölu

Hvorki Já símaskrá né starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði eru til sölu. Þetta voru svörin sem Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, fékk á fundi sínum með stjórnarformanni Já símaskrár í dag að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlega slösuð eftir að hafa dottið af hestbaki

Konan sem féll af hestbaki við Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi fyrr í dag er alvarlega slösuð. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti stúlkuna austur fyrir fjall laust eftir hádegi í dag og flaug með hana beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún var flutt á gjörgæsludeild. Að sögn vakthafandi læknis er hún nú í aðgerð og er ástand hennar alvarlegt.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á almenning og stjórnvöld að leggja meira fram

Mannréttindaskrifstofa Íslands skorar á almenning og stjórnvöld að bregðast nú þegar við og leggja meira af mörkum til að koma í vega fyrir frekari hörmungar í Pakistan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að í Kasmírhéraði einu sé áætlað að ennþá séu um 200.000 manns sem enn hafi ekki fengið neina aðstoð. Mikill skortur sé á hjálpargögnum og vetur í nánd með tilheyrandi kulda.

Innlent
Fréttamynd

Hollensk starsmannaleiga vill senda starfsmenn hingað

Hollenska starfsmannaleigan Inter-Galaxy er að búa sig undir að stofna útibús hér á landi og hefur óskað eftir upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um lög og reglugerðir um starfsemi starfsmannaleiga.

Innlent
Fréttamynd

Allt að sex milljónir falla á ríkið

Ríkið þarf að greiða á bilinu fjórar til sex milljónir króna vegna dóms Hæstaréttar um að Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hafi verið óheimilt að hætta að greiða slökkviliðsmönnum rútugjald.

Innlent
Fréttamynd

Snörp skjálftahrina austur af Grímsey

Allsnörp skjálftahrina hófst austur af Grímsey á þriðja tímanum í dag og og mældust 4 skjálftar af stærðinni 3 til 3,5 á Richter fyrstu 20 mínúturnar auk annarra smærri skjálfta. Um klukkan þrjú dró verulega úr virkninni, en þó hafa mælst 50-60 skjálftar eftir það, þeir stærstu um 2,4 á Richter.

Innlent
Fréttamynd

Bloggið auglýst á forsíðu

Bloggmenningin hefur tröllriðið landanum síðustu misseri en hingað til hafa menn að mestu látið það vera að kaupa auglýsingar til að kynna skrif sín. Auglýsing á forsíðu Fréttablaðsins í dag og undanfarna daga, virðist þó gefa til kynna að þetta sé að breytast.

Innlent
Fréttamynd

Kjartan segist ekkert hafa vitað

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segist ekkert hafa vitað af því að formaður KR-inga myndi hvetja sitt fólk til að greiða sér og Benedikt Geirssyni, starfsmanni ÍSÍ, atkvæði í prófkjörinu.

Innlent
Fréttamynd

KR-áskorun tekin af heimasíðunni

Áskorun á heimasíðu KR, þar sem formaðurinn Guðjón Guðmundsson, hvetur KR-inga til að greiða Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa og Benedikt Geirssyni starfsmanni ÍSÍ atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna sem hófst í dag, hefur verið fjarlægð af heimasíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Brunavörnum verulega ábótavant

Engar úrbætur hafa verið gerðar á brunavörnum í húsnæðinu að Lágmúla 6-8, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur þar um af hálfu eldvarnareftirlitsins. Eigandi fasteignarinnar er nú beittur dagsektum.

Innlent
Fréttamynd

KÍ og ÞSSÍ vinna saman

Kennaraháskólinn og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undirrituðu í dag samstarfssamning um markvissa þátttöku Kennaraháskólans í verkefnum á sviði þróunaraðstoðar í menntamálum.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn með forskot en þriðjungur óákveðinn

Gísli Marteinn Baldursson nýtur meira fylgis en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í baráttunni um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi borgarstjórnarkosninga samkvæmt niðurstöðum könnunar sem 365 Nýmiðlun gerði á fylgi frambjóðenda. Athygli vekur að rúmlega þriðjungur segist enn óákveðinn. Könnunin sem var póstlistakönnun, var gerð fyrir stuðningsmenn Gísla Marteins og bárust rúmlega 4.500 svör.

Innlent
Fréttamynd

Bensínstyrkur ekki afnuminn

Bensínstyrkur ellilífeyrisþega og öryrkja verður ekki afnuminn. Þetta sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja hér á landi á Alþingi í dag. Alls nær styrkurinn til 4000 ellilífeyrisþega og 2650 öryrkja.

Innlent
Fréttamynd

Olíutengivagn slitnaði aftan úr flutningabíl

Betur fór en á horfðist þegar tengivagn olíuflutningabíls með fullan tank af olíu slitnaði aftan úr bílnum á hringtorginu við Kaplakrika í Hafnarfirði. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði stöðvaðist vagninn strax og urðu engin slys á fólki og litlar sem engar skemmdir á umferðarmannvirkjum.

Innlent
Fréttamynd

Gjöld bæjarins 20-30 milljónum meiri en búist var við

Útlit er fyrir að gjöld Ísafjarðarbæjar á yfirstandandi rekstrarári fari tugir milljóna fram úr áætlun. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir í samtali við Bæjarins besta að þetta stafi af auknum launakostnaði sem stefni í að verða 20 til 30 milljónum króna meiri en gert var ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um sameiningu á morgun

Kosningar um tvær sameiningartillögur sveitarfélaga fara fram á morgun. Í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi verður kosið um sameiningu þessara sveitarfélaga við Húsavíkurbæ, Raufarhafnarhrepp og Öxarfjarðarhrepp, og í Reykhólahreppi verður kosið um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á lokastigi

Rannsókn á fíkniefnasmygli með póstsendingum er á lokastigi. Karli og konu sem dæmd voru í gæsluvarðhald nýverið hefur verið sleppt. Búist er við að ákæra verði lögð fram um leið og rannsókn málsins lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Vísað tvisvar út sama kvöldið

Lögreglan í Keflavík vísaði sömu fimmtán ára stúlkunni út af tveimur vínveitingastöðum í bænum í nótt. Á einum staðnum voru þrjú ungmenni undir 18 ára aldri og þeirra á meðal stúlkan. Þeim var vísað út en þegar lögreglan kom á næsta stað mætti hún stúlkunni þar galvaskri, og var henni aftur vísað út.

Innlent
Fréttamynd

Stúlka féll af hestbaki

Stúlka féll af hestbaki í Hrunamannahreppi nú eftir hádegið og lenti á höfðinu. Ástæða þótti til að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja stúlkuna á sjúkrahús. Ekki er meira vitað um málið að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hvort verktakar fari að lögum

Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga og fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningi við Norðurál funduðu í morgun um málefni þeirra erlendu starfsmanna sem vinna við stækkun Norðuráls hjá ýmsum verktökum á Grundartangasvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Bjórbruggverksmiðja rís á Litla Árskógssandi

Reisa á bruggverksmiðju á Litla Árskógssandi við Eyjafjörð innan tíðar og framleiða þar áfengan bjór. Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson eru á förum til Tékklands til að kaupa áhöld til framleiðslunnar. Reist verður 300 fermetra stálgrindarhús yfir framleiðsluna og er stefnt að því að brugga 200 þúsund lítra af bjór á ári.

Innlent
Fréttamynd

Skulda mest á aldrinum 36-40 ára

Hjón og sambýlisfólk á aldrinum 36 til 40 ára skulda að jafnaði mest samkvæmt samantekt Hagstofunnar, eða 13 milljónir króna að meðaltali. Af þeim skuldum eru rúm 68 prósent vegna húsnæðis.

Innlent
Fréttamynd

Hefur hlotið 25 dóma á 15 árum

Síbrotamaður var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir ítrekuð þjófnaðarbrot í Hæstarétti í gær. Braust maðurinn bæði inn í bíla og verslanir og stal þaðan verðmætum. Frá árinu 1990 til ársins 2004 hefur maðurinn samtals 25 sinnum hlotið refsidóma fyrir brot á hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.

Innlent
Fréttamynd

Ný tegund ökuréttinda vegna pallbíla

Byrjað er að bjóða upp á nýja tegund ökuréttinda til þess að koma til móts við þá sem eiga pallbíla, en margir bílanna eru það þungir að almenn ökuréttindi duga ekki til.

Innlent
Fréttamynd

Útfæði erlends gjaldeyris frá landinu

Talsvert útflæði erlends gjaldeyris var frá landinu í september síðastliðnum. Stafar það aðallega af erlendum verðbréfakaupum innlendra aðila. Einnig má gera ráð fyrir aukinni sölu íslenskra skuldabréfa til erlendra aðila á næstu misserum.

Innlent
Fréttamynd

KB banki hækki sjálfur vexti

Búast má við að vextir á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs hækki í árslok. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunarsviðs hjá Íbúðalánasjóði, segir samt nær fyrir KB banka að hækka vexti á sínum lánum. Þenslan sé jú sprottin upp úr óheftum lánum bankanna.

Innlent
Fréttamynd

Bandarísk stjórnvöld hafi leyfi íslenskra til fangaflugs

Össur Skarphéðinsson fullyrðir á heimasíðu sinni að bandarísk stjórnvöld hafi formlegt leyfi íslenskra stjórnvalda til að fljúga með meinta hermdarverkamenn í haldi um Ísland. Þetta megi lesa út úr yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, frá 18. mars 2003, sem birt hafi verið á vef Hvíta Hússins 26. mars sama ár.

Innlent