Innlent

Fréttamynd

Leigubílstjóri handtekinn

Í fyrradag gerði kona tilraun til þess að ræna peningum af leigubílstjóra sem hún var farþegi hjá. Konan var vopnuð skammbyssu sem reyndist vera loftknúin en hættuleg engu að síður. Engin nýlunda er að leigubílstjórar verði fyrir ofbeldi í starfi sínu. Þeir eru síður en svo eina starfsstéttin sem á á hættu að verða fyrir ofbeldi en nálægðin við viðskiptavinina og vinnutíminn auka vissulega á hættuna.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi á bréfum FL Group

Fagfjárfestar sýndu nýju hlutafé í FL Group mikinn áhuga. Allir helstu lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir tóku þátt í útboðinu og skráðu sig alls fyrir 33,6 milljörðum króna. Hannes Smárason segir þetta mikla traustsyfirlýsingu til handa stjórnendum félagsins, en eftir útboðið verður eigið fé FL Group 66 milljarðar króna sem geri það að stærsta fjárfestingarfélagi landsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framsóknarflokkur í þéttbýlisvanda

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins verður settur í Kópavogi síðdegis í dag. Fulltrúar eru varla ánægðir með lítið fylgi flokksins í þéttbýli og trúlega ræða einhverjir við formann flokksins um erfiða stöðu sjávarútvegsfyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Viðræðurnar halda áfram

Fundahöld voru í gær hjá verkalýðsforystunni, forystumönnum atvinnurekenda og fulltrúum ríkisstjórnarinnar. Ýmsar tillögur komu til umræðu en engin niðurstaða liggur fyrir. Forsendunefnd hittist í gær til að ræða forsendur kjarasamninga en tillaga um tveggja prósenta launahækkun hefur þegar komið fram.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar koma að rekstri Kópavogsskóla

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að stórauka áhrif foreldraráðs skólans á stjórn hans. Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, segir að foreldrar muni meðal annars hafa áhrif á það hvernig ráðstöfunarfé skólans verði varið.

Innlent
Fréttamynd

Aðalmeðferð í mánaðarlokin

Mál Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Ákveðið var að málið kæmi til aðalmeðferðar hinn 29. nóvember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

290 milljóna krafist í bætur

Fyrirtaka var í máli Ríkis­saksóknara gegn forsvarsmönnum Kapalvæðingar ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Forsvarsmennirnir fjórir, Bjarki Elíasson, Guðmundur Margeirsson, Guðmundur Sigurbergsson og Ólafur Halldór Garðarsson, eru ákærðir fyrir ólöglega dreifingu á sjónvarpsefni til allt að 1.650 aðila í Reykjanesbæ. Norðurljós samskiptafélag hf., sem átti útsendingarrétt á efninu, gerir þá kröfu að Kapalvæðingu verði gert að greiða 290 milljónir í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfalt meira en leyfið segir

Sorpmagn á urðunarstað Fljótsdalshéraðs, að Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá, hefur að ­minnsta kosti tvöfaldast vegna framkvæmdanna á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Handjárnaður eftir að yfirbuga ræningja

Magnús Gunnarsson leigubílstjóri náði að afvopna byssukonu í bílnum. Hann er ósáttur við aðgerðir lögreglunnar og íhugar málsókn. Lögreglan segir sérstakt verklag eiga við þegar vopn séu í spilinu. Tryggja þurfi öryggi allra.

Innlent
Fréttamynd

2B vill peninga fyrir starfsmenn Ístaks

Verkalýðsfélag Akraness getur ekki rift samningum 2B segir lögmaður starfsmannaleigunnar. 2B fer enn fram á leigu frá Ístaki þó starfsmennirnir séu nú á launaskrá hjá verktakafyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Friðhelgin ítrekað rofin

Ólína Þorvarðardóttir skólameistari boðaði kennara í starfsmannaviðtal. Kennarinn mætti ásamt formanni Félags framhaldsskólakennara og lögmanni.

Innlent
Fréttamynd

Í fararbroddi erfðafræðirannsókna

Vart þarf að kynna fyrir­tækið Íslenska erfðagreiningu, eða de­Code, fyrir Íslendingum. Það hefur nú starfað um allangt skeið undir stjórn Kára Stefánssonar og þótt saga þess hafi ekki alltaf verið dans á rósum þá er óumdeilt að fyrir­tækið er vel þekkt úti í löndum og Ísland er litið öfundaraugum af nágrannaþjóðunum fyrir að hafa tekið forystu meðal Norðurlandanna í erfðafræðirannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumanni ekki gerð sérstök refsing

Hæstiréttur dæmdi í gær að fresta skyldi refsingu lögreglumanns, sem í Héraðsdómi Reykjavíkur var sakfelldur fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við að stöðva ætlaðan hraðakstur ökumanns mótorhjóls í maí í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Yfirmaðurinn í órafjarlægð

Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði hafa ýmsar efasemdir um ágæti tillagna framkvæmdanefndar um að færa umsjón lögreglumála frá Höfn og til Eskifjarðar. Tillagan var kynnt þeim á fundi fyrr í vikunni. Einn þeirra hefur bent á að vegalengdin frá Gígjukvísl við Skeiðarársand, sem fellur undir embætti lögreglustjóra á Höfn, og til Eskifjarðar er álíka mikil og vegalengdin frá Reykjavík og til Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Leigurnar þrífast á höftunum

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir skiptar skoðanir um það hvort beita skuli áfram aðgangstakmörkunum gagnvart fólk frá löndum sem nýlega hafa öðlast aðild að Evrópusambandinu. Tveggja ára takmörkun á innflutningi starfsmanna frá viðkomandi löndum rennur út næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Hugmynd um óperu vel tekið

Viðræður standa yfir um fjármögnun óperuhúss í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri gerir sér vonir um að þeirri vinnu ljúki fyrir jól. Bjarna Daníelssyni óperustjóra lýst vel á húsið og staðsetningu þess.

Innlent
Fréttamynd

Græn lausn í Mývatnssveit

Í gær undirrituðu Jóhann Malmquist, fulltrúi fyrir­­tækisins Grænna lausna, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, leigusamning um húsnæði og lóð á landi Kísiliðjunnar í Bjarnar­flagi í Mývatnssveit. Fyrirhugað er að þar muni Grænar lausnir hefja framleiðslu á vörubrettum úr pappa.

Innlent
Fréttamynd

Ætlað fyrir 50 ára og eldri

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa úthlutað Eddu­­borgum ehf., byggingarlandi í miðbæ Eskifjarðar en þar hyggst fyrirtækið reisa þrjú fjögurra og fimm hæða fjölbýlishús með samtals á sjötta tug íbúða. Stefnt er að því að byrjað verði að selja íbúðirnar snemma á næsta ári en þær verða hannaðar með þarfir 50 ára og eldri í huga og verður byggt þjónustuhúsnæði á svæðinu fyrir íbúana.

Innlent
Fréttamynd

Varar fólk við að trúa öllu

Séra Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir að margt sé gott við óhefðbundnar lækningar en þó sé rétt að fara varlega og trúa ekki öllu. "Góð bæn er betri en margt annað en stundum er reynt að plata mann. Þeir sem eru langt leiddir af sjúkdómum eru kannski viðkvæmir fyrir og leita leiða sem kosta mikið. Það er mínus."

Innlent
Fréttamynd

Skipstjóri handtekinn

Lögreglan á Eskifirði handtók á mánudag skipstjóra á erlendu flutningaskipi eftir að skipið hafði lagst að nýju álversbryggjunni á Reyðarfirði. Tollverðir töldu manninn verulega drukkinn við komuna til Reyðarfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Mælt með Jónu Hrönn

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgar­prestur verður næsti prestur Garðasóknar, en valnefnd sóknarinnar leggur til að hún verði ráðin. Sem kunnugt er var séra Hans Markúsi Hafsteinssyni vikið úr starfi sóknarprests í Garðasókn í sumar eftir hatrammar deilur innan safnaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Refsingu lögreglumanns frestað

Hæstiréttur frestaði í dag refsingu lögreglumanns sem talinn var hafa beitt hættulegri og óforsvaranlegri aðferð til að stöðva ferð bifhjóls sem ekið hafði verið ólöglega um götur Reykjavíkur í maí í fyrra. Héraðsdómur hafði dæmt lögreglumanninn til að greiða tvö hundruð þúsund krónur í sekt og til að greiða ökumanni bifhjólsins bætur.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamönnum fjölgar utan háannatíma

Erlendum ferðamönnum til landsins fjölgaði um 7% í október miðað við sama mánuð í fyrra. Álíka margir ferðamenn komu nú til landsins í október og í góðum sumarmánuði fyrir tíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Riffilskot á skólalóð

Riffilskot fundust á leiksvæði á skólalóð við Grunnskólann á Ísafirði í dag. Um var að ræða fimmtán ónotuð skot fyrir tuttugu og tveggja kalíbera riffil.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á hreindýr

Ekið var á hreindýr inn við Skriðuklaustur í Fljótsdal í dag. Hreindýrið lét lífið við áreksturinn og fólksbíllinn sem ók á dýrið er mikið skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir árekstrar

Fjórir árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu síðan klukkan sex í kvöld. Engan sakaði í þeim. Árekstrana má alla rekja til hálku og en víða er hált á götum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarstjórnarmenn axla ekki hagstjórnarábyrgð

Sveitarstjórnarmenn voru sakaðir um að axla ekki hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti, í harðri ádrepu formanns Samtaka atvinnulífsins á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag. Forsætisráðherra boðaði þar að málefni aldraðra skyldu færð frá ríki yfir til sveitarfélaganna.

Innlent