Leigubílstjóri handtekinn 11. nóvember 2005 06:45 Í fyrradag gerði kona tilraun til þess að ræna peningum af leigubílstjóra sem hún var farþegi hjá. Konan var vopnuð skammbyssu sem reyndist vera loftknúin en hættuleg engu að síður. Engin nýlunda er að leigubílstjórar verði fyrir ofbeldi í starfi sínu. Þeir eru síður en svo eina starfsstéttin sem á á hættu að verða fyrir ofbeldi en nálægðin við viðskiptavinina og vinnutíminn auka vissulega á hættuna. "Stúlkan var hrædd og skalf og grét og ég vildi ekki að þetta yrði gert með látum. Síðan kemur lögreglan og beinir kastara að bílnum og með hátalarakerfi og segir henni að stíga út úr bílnum. Hún fer út með hendur á lofti og leggst í jörðina eins og þeir skipuðu henni. Það var klakabunki á jörðinni þar sem hún lagðist niður á magann og andlitið. Þá var mér nóg boðið og stökk út úr bílnum og ætlaði að hjálpa henni. Það fyrsta sem ég sá var þrír lögreglumenn með hjálma og byssur á lofti sem þeir beindu að henni. Ég æddi beint þangað og ætlaði að reyna að hugga stelpuna. Þeir hrintu mér frá og settu mig í handjárn." Svona lýsir Magnús Gunnarsson handtöku á ungri konu sem gerði tilraun til vopnaðs ráns í leigubílnum hjá honum í fyrrakvöld. Magnús hafði sjálfur náð að afvopna konuna áður en lögreglu bar að. Þau voru bæði í geðshræringu enda hafði Magnús á þessari stundu ekki gert sér grein fyrir að um loftbyssu væri að ræða. "Ég finn mjög mikið til með þessari stelpu. Ég er mjög tilfinninganæmur. Ef fólki líður illa þá finn ég til með því. Ég reyni að nálgast fólk á þess eigin plani. Hún róaðist á endanum það mikið niður að hún sleppti byssunni. Ég setti byssuna beint á gólfið aftur í. Þetta leit út eins og sjálfvirk skammbyssa." Magnús er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar. Hann telur að nóg hefði verið að tveir lögreglumenn tækju konuna úr bílnum í rólegheitum. Hann er einnig ósáttur við að hafa verið handtekinn sjálfur og íhugar nú málsókn á hendur lögreglunni. Æði mörg tilvik Fyrir rétt rúmu ári síðan varð Ásgeir Elíasson, leigubílstjóri í Reykjavík, fyrir því að farþegi hans skar hann á háls í stað þess að greiða uppsett verð, 1.950 krónur. Ásgeir þótti hafa sloppið vel en sauma þurfti 56 spor í átján sentimetra langan skurð á hálsi hans. Skömmu seinna varð starfsbróðir Ásgeirs fyrir því að ölvaður farþegi sló hann í andlitið þar sem þeir óku eftir Suðurlandsvegi. Bílstjórinn nefbrotnaði og tennur brotnuðu. Honum tókst að lokka manninn út úr bílnum við Litlu kaffistofuna þar sem farþeginn gekk berserksgang. Farþegi beit svo leigubílstjóra í hálsinn í janúar eftir að hafa deilt við bílstjórann um gjaldið fyrir ferðina. Námskeið í viðbrögðum Í grein um ofbeldi á vinnustöðum sem Björn Hafberg, fulltrúi í fræðsludeild Vinnueftirlitsins, birtir á vef Vinnueftirlitsins í ágúst á þessu ári er stuttlega vikið að leigubílstjórum. "Þá þurfa til dæmis leigubílstjórar iðulega að sitja undir hótunum auk þess sem fjölmörg dæmi eru um gróf ofbeldisbrot gagnvart þeim svo sem hnífsstungur og barsmíðar," segir Björn í greininni. Björn segir í grein sinni að á sumum vinnustöðum sé starfsfólki boðið upp á þjálfun sem taki á því hvernig fólk eigi að staðsetja sig þegar það þurfi, starfs síns vegna, að ræða við reiða einstaklinga. Þannig eru gefnar leiðbeiningar um hvaða tökum skuli beita ofuræst fólk sem halda þarf niðri og fleira í þeim dúr. Björn segir að miklu máli geti skipt að kunna þarna réttu tökin og fá þjálfun í að beita þeim. Þjálfun af þessu tagi er vel þekkt til dæmis hjá flugfreyjum en þekkt er að starfsfólk í flugvélum er oft útsett fyrir umgengni við einstaklinga sem ekki eru í jafnvægi og engin leið að vísa þeim á dyr. Björn segir í grein sinni það vera nánast glæpsamlegt athæfi að gera ekki allt sem hægt sé til þess að koma á framfæri þeirri þekkingu og reynslu sem dregið geti úr þjáningum þeirra sem verða fyrir ofbeldi. Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Í fyrradag gerði kona tilraun til þess að ræna peningum af leigubílstjóra sem hún var farþegi hjá. Konan var vopnuð skammbyssu sem reyndist vera loftknúin en hættuleg engu að síður. Engin nýlunda er að leigubílstjórar verði fyrir ofbeldi í starfi sínu. Þeir eru síður en svo eina starfsstéttin sem á á hættu að verða fyrir ofbeldi en nálægðin við viðskiptavinina og vinnutíminn auka vissulega á hættuna. "Stúlkan var hrædd og skalf og grét og ég vildi ekki að þetta yrði gert með látum. Síðan kemur lögreglan og beinir kastara að bílnum og með hátalarakerfi og segir henni að stíga út úr bílnum. Hún fer út með hendur á lofti og leggst í jörðina eins og þeir skipuðu henni. Það var klakabunki á jörðinni þar sem hún lagðist niður á magann og andlitið. Þá var mér nóg boðið og stökk út úr bílnum og ætlaði að hjálpa henni. Það fyrsta sem ég sá var þrír lögreglumenn með hjálma og byssur á lofti sem þeir beindu að henni. Ég æddi beint þangað og ætlaði að reyna að hugga stelpuna. Þeir hrintu mér frá og settu mig í handjárn." Svona lýsir Magnús Gunnarsson handtöku á ungri konu sem gerði tilraun til vopnaðs ráns í leigubílnum hjá honum í fyrrakvöld. Magnús hafði sjálfur náð að afvopna konuna áður en lögreglu bar að. Þau voru bæði í geðshræringu enda hafði Magnús á þessari stundu ekki gert sér grein fyrir að um loftbyssu væri að ræða. "Ég finn mjög mikið til með þessari stelpu. Ég er mjög tilfinninganæmur. Ef fólki líður illa þá finn ég til með því. Ég reyni að nálgast fólk á þess eigin plani. Hún róaðist á endanum það mikið niður að hún sleppti byssunni. Ég setti byssuna beint á gólfið aftur í. Þetta leit út eins og sjálfvirk skammbyssa." Magnús er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar. Hann telur að nóg hefði verið að tveir lögreglumenn tækju konuna úr bílnum í rólegheitum. Hann er einnig ósáttur við að hafa verið handtekinn sjálfur og íhugar nú málsókn á hendur lögreglunni. Æði mörg tilvik Fyrir rétt rúmu ári síðan varð Ásgeir Elíasson, leigubílstjóri í Reykjavík, fyrir því að farþegi hans skar hann á háls í stað þess að greiða uppsett verð, 1.950 krónur. Ásgeir þótti hafa sloppið vel en sauma þurfti 56 spor í átján sentimetra langan skurð á hálsi hans. Skömmu seinna varð starfsbróðir Ásgeirs fyrir því að ölvaður farþegi sló hann í andlitið þar sem þeir óku eftir Suðurlandsvegi. Bílstjórinn nefbrotnaði og tennur brotnuðu. Honum tókst að lokka manninn út úr bílnum við Litlu kaffistofuna þar sem farþeginn gekk berserksgang. Farþegi beit svo leigubílstjóra í hálsinn í janúar eftir að hafa deilt við bílstjórann um gjaldið fyrir ferðina. Námskeið í viðbrögðum Í grein um ofbeldi á vinnustöðum sem Björn Hafberg, fulltrúi í fræðsludeild Vinnueftirlitsins, birtir á vef Vinnueftirlitsins í ágúst á þessu ári er stuttlega vikið að leigubílstjórum. "Þá þurfa til dæmis leigubílstjórar iðulega að sitja undir hótunum auk þess sem fjölmörg dæmi eru um gróf ofbeldisbrot gagnvart þeim svo sem hnífsstungur og barsmíðar," segir Björn í greininni. Björn segir í grein sinni að á sumum vinnustöðum sé starfsfólki boðið upp á þjálfun sem taki á því hvernig fólk eigi að staðsetja sig þegar það þurfi, starfs síns vegna, að ræða við reiða einstaklinga. Þannig eru gefnar leiðbeiningar um hvaða tökum skuli beita ofuræst fólk sem halda þarf niðri og fleira í þeim dúr. Björn segir að miklu máli geti skipt að kunna þarna réttu tökin og fá þjálfun í að beita þeim. Þjálfun af þessu tagi er vel þekkt til dæmis hjá flugfreyjum en þekkt er að starfsfólk í flugvélum er oft útsett fyrir umgengni við einstaklinga sem ekki eru í jafnvægi og engin leið að vísa þeim á dyr. Björn segir í grein sinni það vera nánast glæpsamlegt athæfi að gera ekki allt sem hægt sé til þess að koma á framfæri þeirri þekkingu og reynslu sem dregið geti úr þjáningum þeirra sem verða fyrir ofbeldi.
Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira