Sveitarstjórnarmenn axla ekki hagstjórnarábyrgð 10. nóvember 2005 19:55 Sveitarstjórnarmenn voru sakaðir um að axla ekki hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti, í harðri ádrepu formanns Samtaka atvinnulífsins á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag. Forsætisráðherra boðaði þar að málefni aldraðra skyldu færð frá ríki yfir til sveitarfélaganna. Ráðamenn sveitarfélaganna eru komnir saman í Reykjavík til tveggja daga fjármálaráðstefnu þar sem þeir gleðjast yfir góðæri sem fært hefur þeim hærri skattekjur og betri afkomu en oftast áður. Það var hins vegar Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, sem sló á kætina þegar hann las yfir þeim harða ádrepu. Hann sagði sveitarstjórnarmenn eiga erfiðara en ríkið með að standa gegn kröfum um aukna opinbera þjónustu og launahækkanir. Þeir hefðu ítrekað gengið lengra í kjarasamningum en gerst hefði á almennum markaði og ráðist í umtalsverða fjárfestingu þegar þensluástand ríkti í þjóðfélaginu. Hann sagði að fjárfestingar sveitafélaganna hefðu augljóslega verið með þeim hætti að undanförnu að þær hefðu magnað hagsveiflur og aukið verulega þenslu og þar með vanda hagstjórnar. Ingimundur sagði að færa mætti rök fyrir því að beinlínis væri ósækilegt frá sjónarhóli hagstjórnar að auka vægi sveitarfélaganna í þjóðarbúskapnum. Ástæðan væri sú að sveitarfélögin hefðu í reynd ekki axlað hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti. Efling sveitarstjórnarstigsins er hins vegar enn efst á baugi hjá forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mánuði eftir misheppnaðar sameiningarkosningar er formanni þess, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, ljóst að sú aðferð dugar ekki. Hann sagðist telja það ekki þjóna neinum tilgangi að fara í víðtæka tillögugerð á landsvísu og efna til slíkra kosninga. Hann telur að umræða myndi magnast um það hvort hækka ætti skilyrði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 íbúum upp í 500 eða 1000. Til að höggva á þann vanda sem mikill stærðarmunur á sveitarfélögum veldur við tilfærslu verkefna varpaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að stærri sveitarfélög tækju að sér að þjónusta þau minni. Hann boðaði að málefni aldraðra flyttust yfir. Hann sagði að ríkisstjórnin væri tilbúinn að beita sér fyrir öflugri samvinnu á milli ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði með það að markmiði að færa „þennan mikilvæga málaflokk yfir til sveitarfélaganna." En góðæri er ekki hjá öllum. Um 30 landsbyggðarsveitarfélög eru rekin með halla. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að 1-2 milljarðar séu í afgang hjá sumum sveitarfélögum, sem beri auðvitað að fagna, en það sýni hversu rosalegt gap hafi myndast milli félaganna. Það sé mjög alvarlegt mál sem verði að taka á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn voru sakaðir um að axla ekki hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti, í harðri ádrepu formanns Samtaka atvinnulífsins á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag. Forsætisráðherra boðaði þar að málefni aldraðra skyldu færð frá ríki yfir til sveitarfélaganna. Ráðamenn sveitarfélaganna eru komnir saman í Reykjavík til tveggja daga fjármálaráðstefnu þar sem þeir gleðjast yfir góðæri sem fært hefur þeim hærri skattekjur og betri afkomu en oftast áður. Það var hins vegar Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, sem sló á kætina þegar hann las yfir þeim harða ádrepu. Hann sagði sveitarstjórnarmenn eiga erfiðara en ríkið með að standa gegn kröfum um aukna opinbera þjónustu og launahækkanir. Þeir hefðu ítrekað gengið lengra í kjarasamningum en gerst hefði á almennum markaði og ráðist í umtalsverða fjárfestingu þegar þensluástand ríkti í þjóðfélaginu. Hann sagði að fjárfestingar sveitafélaganna hefðu augljóslega verið með þeim hætti að undanförnu að þær hefðu magnað hagsveiflur og aukið verulega þenslu og þar með vanda hagstjórnar. Ingimundur sagði að færa mætti rök fyrir því að beinlínis væri ósækilegt frá sjónarhóli hagstjórnar að auka vægi sveitarfélaganna í þjóðarbúskapnum. Ástæðan væri sú að sveitarfélögin hefðu í reynd ekki axlað hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti. Efling sveitarstjórnarstigsins er hins vegar enn efst á baugi hjá forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mánuði eftir misheppnaðar sameiningarkosningar er formanni þess, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, ljóst að sú aðferð dugar ekki. Hann sagðist telja það ekki þjóna neinum tilgangi að fara í víðtæka tillögugerð á landsvísu og efna til slíkra kosninga. Hann telur að umræða myndi magnast um það hvort hækka ætti skilyrði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 íbúum upp í 500 eða 1000. Til að höggva á þann vanda sem mikill stærðarmunur á sveitarfélögum veldur við tilfærslu verkefna varpaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að stærri sveitarfélög tækju að sér að þjónusta þau minni. Hann boðaði að málefni aldraðra flyttust yfir. Hann sagði að ríkisstjórnin væri tilbúinn að beita sér fyrir öflugri samvinnu á milli ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði með það að markmiði að færa „þennan mikilvæga málaflokk yfir til sveitarfélaganna." En góðæri er ekki hjá öllum. Um 30 landsbyggðarsveitarfélög eru rekin með halla. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að 1-2 milljarðar séu í afgang hjá sumum sveitarfélögum, sem beri auðvitað að fagna, en það sýni hversu rosalegt gap hafi myndast milli félaganna. Það sé mjög alvarlegt mál sem verði að taka á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira