Innlent

Tvöfalt meira en leyfið segir

Sorpmagn hefur rúmlega tvöfaldast fyrstu tíu mánuði þessa árs miðað við það sem ráð var fyrir gert.
Sorpmagn hefur rúmlega tvöfaldast fyrstu tíu mánuði þessa árs miðað við það sem ráð var fyrir gert.

Sorpmagn á urðunarstað Fljótsdalshéraðs, að Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá, hefur að ­minnsta kosti tvöfaldast vegna framkvæmdanna á Austurlandi.

Á vefsíðu Egilsstaða kemur fram að starfsleyfi sé fyrir urðun 2.000 tonna á ári en urðuð hafi verið 4.000 tonn fyrstu tíu mánuði ársins. Sorpið kemur meðal annars frá Fjarðaráli og Kárahnjúkum. Þar standa yfir gríðarlegar framkvæmdir vegna álvers og virkjunar. Þrátt fyrir aukninguna mælist lítil mengun í frávatni frá urðunarstaðnum. Mælingar sýna að vatnið er nánast drykkjarhæft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×