Innlent

Lögreglumanni ekki gerð sérstök refsing

Hæstiréttur dæmdi í gær að fresta skyldi refsingu lögreglumanns, sem í Héraðsdómi Reykjavíkur var sakfelldur fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við að stöðva ætlaðan hraðakstur ökumanns mótorhjóls í maí í fyrra.

Í dómnum segir að refsingin skuli niður falla að liðnum tveimur árum frá dómsuppkvaðningu haldi sakborningurinn almennt skilorð. Í héraði var lögreglumaðurinn dæmdur til greiðslu 200.000 króna sektar og bóta til ökumanns mótorhjólsins en Hæstiréttur vísaði bótakröfunni frá á þeirri forsendu að hún væri vanreifuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×