Innlent

Refsingu lögreglumanns frestað

Hæstiréttur frestaði í dag refsingu lögreglumanns sem talinn var hafa beitt hættulegri og óforsvaranlegri aðferð til að stöðva ferð bifhjóls sem ekið hafði verið ólöglega um götur Reykjavíkur í maí í fyrra. Héraðsdómur hafði dæmt lögreglumanninn til að greiða tvö hundruð þúsund krónur í sekt og til að greiða ökumanni bifhjólsins bætur en Hæstiréttur vísaði bótakröfunni frá dómi þar sem hún þótti vanreifuð. Refsingin fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms, haldi lögreglumaðurinn almennt skilorð. Þó var honum gert að greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×